Patrekur: Það er komin stemming í Garðabæinn Benedikt Grétarsson skrifar 2. október 2020 22:16 Patrekur var eðlilega mjög sáttur með fyrsta sigur tímabilsins. Vísir/Elín Björg Patrekur Jóhannesson tók við Stjörnunni fyrir mót og hann fagnaði að vonum vel fyrsta sigri liðsins í Olísdeild karla í handbolta á þessu tímabili. Stjarnan vann KA 25-24 í hörkuleik og Patti var sérlega ánægður með varnarleik og markvörslu sinna manna. „Það er alltaf ákveðinn léttir að landa fyrsta sigrinum, ég skal alveg viðurkenna það. Við vildum svo sannarlega vinna í kvöld, rétt eins og KA. Þetta var bara hörkuleikur. Mér fannst við stjórna þessu ágætlega framan af en svo gefum við eftir og verðum litlir í okkur. Við ræddum saman í hálfleik og þetta gekk vel í seinni hálfleik,“ sagði Patrekur strax eftir leik. Varnarleikur Stjörnunnar var flottur í seini hálfleik eftir smá hikst í þeim fyrri. „Ég var óánægður með varnarleikinn á köflum í fyrri hálfleik. Óli Gúst og Áki fengu að koma of nálægt vörninni en í seinni hálfleik vorum við góðir og það er bara hrikalega mikilvægt að fá þetta samspil á milli varnar og markmanns. Adam var góður í kvöld í markinu.“ Það hefur ekki farið framhjá handboltaáhugafólki að stemmingin í Garðabænum hefur ekki verið sú besta þegar kemur að karlaliðinu í handbolta. Patrekur finnur mikinn mun á þessum málum og er þakklátur mörgu Stjörnufólki. „Það var búið að tala þetta mikið niður á undanförnum árum, bæði húsið og andann í húsinu. Ég fann alveg þegar ég tók við liðinu að það var eitthvað mikið að hjá okkur en núna er ótrúlega mikið af fólki sem vinnur í kringum þetta og fyrir það er ég þakklátur.,“ sagði Patti og bætti svo við. „Þess vegna var svo mikilvægt að vinna leikinn, því að við viljum gefa eitthvað til baka og það er stemming í kringum handboltann í Garðabæ. Öll umgjörð og allur sá pakki er alveg tipp-topp og það er frábærum sjálfboðaliðum að þakka.“ Íslenski handboltinn Handbolti Stjarnan Olís-deild karla Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Furðulegt fagn sem enginn skilur Enski boltinn Mourinho daðrar við Real Madrid Fótbolti Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Fótbolti Sjáðu bombu Hákonar og Man. City í bobba Fótbolti Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Guðjónssveinar réðu ekkert við Ómarslaust lið Magdeburgar Kristján Örn frábær í sigri í Íslendingaslag Óðinn markahæstur í sigri toppliðsins Dönsku stelpurnar í undanúrslitin Landsliðstreyjan ekki í sölu fyrir jól Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið Heimsmeistararnir unnu heimakonur og sendu þær í leik á móti Noregi Greip gæsina en sökuð um óheiðarleika Stiven hafði betur gegn Orra í kvöld Dönsku stelpurnar tryggðu sér úrslitaleik á móti Hollandi FH og Valur fóru bæði í átta liða úrslitin Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Þórir og norsku stelpurnar komnar í undanúrslitin Hollensku stelpurnar skrefi nær undanúrslitunum Niðurbrotin en fær skyndilega að spila eftir skot í höfuð Markvörður Dags enn að jafna sig eftir árás liðsfélaga Gæti mætt Íslandi á HM: „Algjört æði“ Guðjón stýrði til sigurs en svekkjandi tap hjá lærisveinum Rúnars Elvar rekinn af velli er Melsungen endurheimti efsta sætið Guðmundur skákaði Arnóri Öruggt hjá Haukum og Stjörnunni Slæmt tap Svía Skildi ekki eftir eitt sekúndubrot á klukkunni Haukar mæta liði sem er á ókunnum slóðum Nýtt lið og ný íbúð með litla bróður: „Var svolítið þröngt með mig á sófanum“ Orri pottþéttur gegn Berlínarrefunum „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Stelpurnar hans Þóris unnu Dani Sjá meira
Patrekur Jóhannesson tók við Stjörnunni fyrir mót og hann fagnaði að vonum vel fyrsta sigri liðsins í Olísdeild karla í handbolta á þessu tímabili. Stjarnan vann KA 25-24 í hörkuleik og Patti var sérlega ánægður með varnarleik og markvörslu sinna manna. „Það er alltaf ákveðinn léttir að landa fyrsta sigrinum, ég skal alveg viðurkenna það. Við vildum svo sannarlega vinna í kvöld, rétt eins og KA. Þetta var bara hörkuleikur. Mér fannst við stjórna þessu ágætlega framan af en svo gefum við eftir og verðum litlir í okkur. Við ræddum saman í hálfleik og þetta gekk vel í seinni hálfleik,“ sagði Patrekur strax eftir leik. Varnarleikur Stjörnunnar var flottur í seini hálfleik eftir smá hikst í þeim fyrri. „Ég var óánægður með varnarleikinn á köflum í fyrri hálfleik. Óli Gúst og Áki fengu að koma of nálægt vörninni en í seinni hálfleik vorum við góðir og það er bara hrikalega mikilvægt að fá þetta samspil á milli varnar og markmanns. Adam var góður í kvöld í markinu.“ Það hefur ekki farið framhjá handboltaáhugafólki að stemmingin í Garðabænum hefur ekki verið sú besta þegar kemur að karlaliðinu í handbolta. Patrekur finnur mikinn mun á þessum málum og er þakklátur mörgu Stjörnufólki. „Það var búið að tala þetta mikið niður á undanförnum árum, bæði húsið og andann í húsinu. Ég fann alveg þegar ég tók við liðinu að það var eitthvað mikið að hjá okkur en núna er ótrúlega mikið af fólki sem vinnur í kringum þetta og fyrir það er ég þakklátur.,“ sagði Patti og bætti svo við. „Þess vegna var svo mikilvægt að vinna leikinn, því að við viljum gefa eitthvað til baka og það er stemming í kringum handboltann í Garðabæ. Öll umgjörð og allur sá pakki er alveg tipp-topp og það er frábærum sjálfboðaliðum að þakka.“
Íslenski handboltinn Handbolti Stjarnan Olís-deild karla Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Furðulegt fagn sem enginn skilur Enski boltinn Mourinho daðrar við Real Madrid Fótbolti Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Fótbolti Sjáðu bombu Hákonar og Man. City í bobba Fótbolti Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Guðjónssveinar réðu ekkert við Ómarslaust lið Magdeburgar Kristján Örn frábær í sigri í Íslendingaslag Óðinn markahæstur í sigri toppliðsins Dönsku stelpurnar í undanúrslitin Landsliðstreyjan ekki í sölu fyrir jól Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið Heimsmeistararnir unnu heimakonur og sendu þær í leik á móti Noregi Greip gæsina en sökuð um óheiðarleika Stiven hafði betur gegn Orra í kvöld Dönsku stelpurnar tryggðu sér úrslitaleik á móti Hollandi FH og Valur fóru bæði í átta liða úrslitin Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Þórir og norsku stelpurnar komnar í undanúrslitin Hollensku stelpurnar skrefi nær undanúrslitunum Niðurbrotin en fær skyndilega að spila eftir skot í höfuð Markvörður Dags enn að jafna sig eftir árás liðsfélaga Gæti mætt Íslandi á HM: „Algjört æði“ Guðjón stýrði til sigurs en svekkjandi tap hjá lærisveinum Rúnars Elvar rekinn af velli er Melsungen endurheimti efsta sætið Guðmundur skákaði Arnóri Öruggt hjá Haukum og Stjörnunni Slæmt tap Svía Skildi ekki eftir eitt sekúndubrot á klukkunni Haukar mæta liði sem er á ókunnum slóðum Nýtt lið og ný íbúð með litla bróður: „Var svolítið þröngt með mig á sófanum“ Orri pottþéttur gegn Berlínarrefunum „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Stelpurnar hans Þóris unnu Dani Sjá meira