Getum við aðeins talað um veitingastaði? Björn Teitsson skrifar 5. október 2020 13:01 Nú er fjölmargt fólk á vinnumarkaði sem þarf að glíma við mikla óvissu og óöryggi í starfi. Fjölmörg hafa þegar misst sína atvinnu og útlitið er ekki bjart. Þetta á ekki síst við um veitingastaði um allt land. Um allan heim. En lítum á hið jákvæða. Það er algerlega lygilegt hve veitingabransinn á Íslandi hefur náð ótrúlega miklum hæðum og háum standard á aðeins nokkrum árum og áratugum. Frá körfukjúklingi á Naustinu til Michelin-stjörnu Dills. Veitingastaðir eru líka miklu meira en staður til að maula á góðum mat. Það er svo eftirminnilegur kafli í Minnisbók Sigurðar Pálssonar, þegar hann minnir á að orðið sjálft, „restaurant“, er lýsingarháttur nútíðar af sögninni „se restaurer“, að hressa sig við, eða bókstaflega „að koma sér í samt lag.“ Góð veitingahúsaferð getur breytt sálarlífinu, hvort sem um er að ræða falafel-vefju á Mandí, 15 rétta ferðalag á Dill eða kaffibolla og kleinu í Skeifunni. Veitingabransinn er starfsvettvangur fyrir ótrúlega fjölbreyttan og hæfileikaríkan hóp fólks, veitingastaðir eru athvarf og afdrep fyrir fólk af öllum stigum þjóðfélags, af öllum kynjum, á öllum aldri. Til að nærast, gleðjast, brosa og eiga saman góðar stundir. Til að starfa eða til að njóta. Mikið var fyndið í Demolition Man þegar framtíð Bandaríkjanna í San Angeles var sýnd, í dystópískri framtíð ársins 2032. Þá, eftir mikil áföll, nátturuhamfarir og borgarastríð, hafði aðeins einn veitingastaður lifað af. Það fór reyndar eftir því hvar þú horfðir á myndina, en sá staður var Taco Bell/Pizza Hut. Nú hef ég ekkert meira á móti þessum stöðum sem keðjustöðum, en öðrum keðjustöðum, en munum samt, þeir eru einmitt það, keðjustaðir. Alveg hreint ótrúleg atburðarás, eða hvað? Hingað erum við komin. Flestir, ef ekki allir veitingastaðir sem eru ekki keðjur, eru í raunverulegri hættu. Ég vildi bara minna fólk á (og stjórnvöld þannig séð líka), að halda áfram að versla við ykkar veitingastaði, ykkar kaffihús, ykkar bari, eins mikið og þið mögulega getið. Ykkar uppáhaldsstaði. Litlu staðina sem þurfa viðskipti og stuðning. Dominos fer ekki neitt. Og verðmunurinn er mjög ofmetinn, ef hann er einhver er hann yfirleitt sáralítill. Nær allir veitingastaðir hafa brugðist við samkomutakmörkunum með auknu úrvali í heimsendingu eða meðgöngumáltíðum („take-away“). Að lokum: Ef við pössum okkur ekki gætu bestu réttir sem framreiddir hafa verið á landinu allt frá landnámi horfið eins og dögg fyrir sólu. Sú magnaða hefð sem Ísland hefur byggt upp, sem er á heimsmælikvarða. Hvorki meira né minna. Þetta er dramatískt, og ég biðst afsökunar á því. En ég meina, við erum að tala um mat hérna! Þessi grein er byggð á facebook-stöðuuppfærslu. Höfundur er M.Sc.-nemi í borgarfræðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Veitingastaðir Björn Teitsson Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir Skoðun Leikskólavandinn? Hópur leikskólakennara og starfsfólks leikskóla í Reykjavík Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Sjá meira
Nú er fjölmargt fólk á vinnumarkaði sem þarf að glíma við mikla óvissu og óöryggi í starfi. Fjölmörg hafa þegar misst sína atvinnu og útlitið er ekki bjart. Þetta á ekki síst við um veitingastaði um allt land. Um allan heim. En lítum á hið jákvæða. Það er algerlega lygilegt hve veitingabransinn á Íslandi hefur náð ótrúlega miklum hæðum og háum standard á aðeins nokkrum árum og áratugum. Frá körfukjúklingi á Naustinu til Michelin-stjörnu Dills. Veitingastaðir eru líka miklu meira en staður til að maula á góðum mat. Það er svo eftirminnilegur kafli í Minnisbók Sigurðar Pálssonar, þegar hann minnir á að orðið sjálft, „restaurant“, er lýsingarháttur nútíðar af sögninni „se restaurer“, að hressa sig við, eða bókstaflega „að koma sér í samt lag.“ Góð veitingahúsaferð getur breytt sálarlífinu, hvort sem um er að ræða falafel-vefju á Mandí, 15 rétta ferðalag á Dill eða kaffibolla og kleinu í Skeifunni. Veitingabransinn er starfsvettvangur fyrir ótrúlega fjölbreyttan og hæfileikaríkan hóp fólks, veitingastaðir eru athvarf og afdrep fyrir fólk af öllum stigum þjóðfélags, af öllum kynjum, á öllum aldri. Til að nærast, gleðjast, brosa og eiga saman góðar stundir. Til að starfa eða til að njóta. Mikið var fyndið í Demolition Man þegar framtíð Bandaríkjanna í San Angeles var sýnd, í dystópískri framtíð ársins 2032. Þá, eftir mikil áföll, nátturuhamfarir og borgarastríð, hafði aðeins einn veitingastaður lifað af. Það fór reyndar eftir því hvar þú horfðir á myndina, en sá staður var Taco Bell/Pizza Hut. Nú hef ég ekkert meira á móti þessum stöðum sem keðjustöðum, en öðrum keðjustöðum, en munum samt, þeir eru einmitt það, keðjustaðir. Alveg hreint ótrúleg atburðarás, eða hvað? Hingað erum við komin. Flestir, ef ekki allir veitingastaðir sem eru ekki keðjur, eru í raunverulegri hættu. Ég vildi bara minna fólk á (og stjórnvöld þannig séð líka), að halda áfram að versla við ykkar veitingastaði, ykkar kaffihús, ykkar bari, eins mikið og þið mögulega getið. Ykkar uppáhaldsstaði. Litlu staðina sem þurfa viðskipti og stuðning. Dominos fer ekki neitt. Og verðmunurinn er mjög ofmetinn, ef hann er einhver er hann yfirleitt sáralítill. Nær allir veitingastaðir hafa brugðist við samkomutakmörkunum með auknu úrvali í heimsendingu eða meðgöngumáltíðum („take-away“). Að lokum: Ef við pössum okkur ekki gætu bestu réttir sem framreiddir hafa verið á landinu allt frá landnámi horfið eins og dögg fyrir sólu. Sú magnaða hefð sem Ísland hefur byggt upp, sem er á heimsmælikvarða. Hvorki meira né minna. Þetta er dramatískt, og ég biðst afsökunar á því. En ég meina, við erum að tala um mat hérna! Þessi grein er byggð á facebook-stöðuuppfærslu. Höfundur er M.Sc.-nemi í borgarfræðum.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun