Disney leggur meiri áherslu á streymisveitur Samúel Karl Ólason skrifar 13. október 2020 09:34 Bob Chapek, framkvæmdastjóri, tilkynnti breytingarnar í gær og sagði að Disney myndi verja meiri peningum í framleiðslu sjónvarpsefnis fyrir streymisveitur. AP/Steven Senne Forsvarsmenn Walt Disney tilkynntu í gær að fyrirtækið myndi leikja meiri áherslu á Disney+ og aðrar streymisveitur í framtíðinni. Breytingar verði gerðar á rekstri fyrirtækisins með breyttar áherslur í huga. Bob Chapek, framkvæmdastjóri, tilkynnti breytingarnar í gær og sagði að Disney myndi verja meiri peningum í framleiðslu sjónvarpsefnis fyrir streymisveitur. Chapek sagði að breytingin væri í raun ekki tilkomin vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Heldur hefði veiran hraðað þróun sem hefði þegar verið til staðar. Mun fleiri litu nú til streymisveita en áður. Disney+ var opnað í nóvember í fyrra og hefur Disney farið fram úr eigin væntingum og fengið fleiri en hundrað milljónir áskrifenda að þeirri veitu, Hulu og ESPN+, samkvæmt frétt Reuters. Netflix hefur á þrettán árum byggt upp 193 milljóna áskrifendahóp. We re putting the consumer first, Disney CEO Bob Chapek said yesterday about the acceleration of its direct-to-consumer strategy. We re trying to, as they say, skate to where the puck is going to be. https://t.co/Pe3FZl6hMz pic.twitter.com/4HpWmd9Dg2— CNBC (@CNBC) October 13, 2020 Bob Chapek tók við stöðu framkvæmdastjóra af Bob Iger í febrúar. Sjá einnig: Einn Bob út fyrir annan hjá Disney Fjárfestirinn Daniel Loeb, sem er í forsvari fyrir einn af stærstu hluthöfum Disney, hvatti forsvarsmenn Disney nýverið til að hætta við arðgreiðslur til hluthafa á þessu ári og verja peningunum þess í stað til aukinnar framleiðslu sjónvarpsefnis fyrir streymisveitunar. Stjórn Disney mun taka ákvörðun um það á næstunni. Chapek segir að breytingarnar muni leiða til uppsagna en það verði ekki sambærilegt við þær hópuppsagnir sem farið var í um mánaðamótin þegar 28 þúsund manns var sagt upp. Flestir þeirra unnu hjá skemmtigörðum fyrirtækisins, sem hafa að mestu verið lokaðir vegna faraldursins. Disney tapaði tæplega fimm milljörðum dollara á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Var það í fyrsta ársfjórðungstap fyrirtækisins í tæp tuttugu ár. Disney Bíó og sjónvarp Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Haukur kveður íþróttafréttamennskuna Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Forsvarsmenn Walt Disney tilkynntu í gær að fyrirtækið myndi leikja meiri áherslu á Disney+ og aðrar streymisveitur í framtíðinni. Breytingar verði gerðar á rekstri fyrirtækisins með breyttar áherslur í huga. Bob Chapek, framkvæmdastjóri, tilkynnti breytingarnar í gær og sagði að Disney myndi verja meiri peningum í framleiðslu sjónvarpsefnis fyrir streymisveitur. Chapek sagði að breytingin væri í raun ekki tilkomin vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Heldur hefði veiran hraðað þróun sem hefði þegar verið til staðar. Mun fleiri litu nú til streymisveita en áður. Disney+ var opnað í nóvember í fyrra og hefur Disney farið fram úr eigin væntingum og fengið fleiri en hundrað milljónir áskrifenda að þeirri veitu, Hulu og ESPN+, samkvæmt frétt Reuters. Netflix hefur á þrettán árum byggt upp 193 milljóna áskrifendahóp. We re putting the consumer first, Disney CEO Bob Chapek said yesterday about the acceleration of its direct-to-consumer strategy. We re trying to, as they say, skate to where the puck is going to be. https://t.co/Pe3FZl6hMz pic.twitter.com/4HpWmd9Dg2— CNBC (@CNBC) October 13, 2020 Bob Chapek tók við stöðu framkvæmdastjóra af Bob Iger í febrúar. Sjá einnig: Einn Bob út fyrir annan hjá Disney Fjárfestirinn Daniel Loeb, sem er í forsvari fyrir einn af stærstu hluthöfum Disney, hvatti forsvarsmenn Disney nýverið til að hætta við arðgreiðslur til hluthafa á þessu ári og verja peningunum þess í stað til aukinnar framleiðslu sjónvarpsefnis fyrir streymisveitunar. Stjórn Disney mun taka ákvörðun um það á næstunni. Chapek segir að breytingarnar muni leiða til uppsagna en það verði ekki sambærilegt við þær hópuppsagnir sem farið var í um mánaðamótin þegar 28 þúsund manns var sagt upp. Flestir þeirra unnu hjá skemmtigörðum fyrirtækisins, sem hafa að mestu verið lokaðir vegna faraldursins. Disney tapaði tæplega fimm milljörðum dollara á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Var það í fyrsta ársfjórðungstap fyrirtækisins í tæp tuttugu ár.
Disney Bíó og sjónvarp Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Haukur kveður íþróttafréttamennskuna Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira