Það fer verkur að brjósti mínu og verkur að hjartarótum Emma Agneta skrifar 16. október 2020 14:30 Margir sem eru öryrkjar eiga börn. Börn sem ættu að fá sömu tækifæri og önnur börn. Hver veit nema þar leynist næsti nóbelsverðlaunahafi, næsti sóttvarnarlæknir, forseti, eða ólympíufari? Það gæti verið barn öryrkja? Ef því barni væru gefin jöfn tækifæri til náms og íþróttastarfs!!! Vissulega má taka það fram að það kostar að vera með barn í grunnskóla, leiksskóla. Skólamáltíðir, frístund, skólaferðalög og fatnaður og oft eykst sá kosnaður með aldri barns, en barnabætur lækka með aldri barns. Sveitafélögin leggja fram íþrótta og tómstundaávísun sem dugar skammt fyrir flesta. En um leið er ekki gert ráð fyrir því að öryrkjar þurfa að kaupa búnað sem tengjast íþrótta og tómstundastarfi. Sveitafélög að mér vitandi gefa engan afslátt fyrir öryrkja. Lýðheilsa barna öryrkja er i húfi og ég vona að alþingismenn gyrði sig í brók. Sjálf hef ég brugðið á það ráð að endurfjármagna íbúð mína tvisvar sinnum til að standa straum af auknum kostnaði og styðja mitt barn. Mig verkjar svo í hjartað því ekki eru allir svo heppnir að geta það . Ég hef tekið eftir börnum hér á Íslandi sem hafa aldrei átt reiðhjól. Sumir foreldrar bregða á það ráð síðustu daga mánaðarsins að senda börn sín ekki í skólann, því það er ekki til fyrir nesti eða senda þau nestislaus. Það kostar jú að vera í grunnskóla. Þó að það sé ekki ég sem geri það þá eru margir í þessari stöðu. Heilsufar. Lyf eru heldur ekki ókeypis og t.d kostar að kaupa gleraugu og fleira ef barn þarf??? Skerðingar, það er svo líka eitthvað sem er mér hugleikið, nú á að fara skerða örorkulífeyrisþega um arf, það vita flest allir að arfur er margskattaður. Mér skilst að það sé heldur ekki hægt að afsala sér arfi. Ég er búin að missa báða foreldra mína og eldri son minn, svo að það er eitthvað sem ég hugsa út í að missa hluta af bótum sem veldur mér kvíða. Að lokum langar mig að nefna að afi minn ólst upp í sárri fátækt fór í vist um 10 ára aldur hjá lækni, hann þótti hafa námsgáfur. Hann varð síðar læknir með sérmenntun í smitsjúkdómum, seinna sæmdur riddarakrossi Dana og fálkaorðunni. Mér er skapi næst að skrifa hvort öryrkjar ættu að reyna senda börn sín í vist um 10 ára eins og tíðkaðist á 19. öldinni því að kaka Íslands er ekki fyrir alla. Hvernig ætlið þið að bregðast við þessari stöðu? Höfundur er öryrki með réttindi sem persónulegur talsmaður fatlaðra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Margir sem eru öryrkjar eiga börn. Börn sem ættu að fá sömu tækifæri og önnur börn. Hver veit nema þar leynist næsti nóbelsverðlaunahafi, næsti sóttvarnarlæknir, forseti, eða ólympíufari? Það gæti verið barn öryrkja? Ef því barni væru gefin jöfn tækifæri til náms og íþróttastarfs!!! Vissulega má taka það fram að það kostar að vera með barn í grunnskóla, leiksskóla. Skólamáltíðir, frístund, skólaferðalög og fatnaður og oft eykst sá kosnaður með aldri barns, en barnabætur lækka með aldri barns. Sveitafélögin leggja fram íþrótta og tómstundaávísun sem dugar skammt fyrir flesta. En um leið er ekki gert ráð fyrir því að öryrkjar þurfa að kaupa búnað sem tengjast íþrótta og tómstundastarfi. Sveitafélög að mér vitandi gefa engan afslátt fyrir öryrkja. Lýðheilsa barna öryrkja er i húfi og ég vona að alþingismenn gyrði sig í brók. Sjálf hef ég brugðið á það ráð að endurfjármagna íbúð mína tvisvar sinnum til að standa straum af auknum kostnaði og styðja mitt barn. Mig verkjar svo í hjartað því ekki eru allir svo heppnir að geta það . Ég hef tekið eftir börnum hér á Íslandi sem hafa aldrei átt reiðhjól. Sumir foreldrar bregða á það ráð síðustu daga mánaðarsins að senda börn sín ekki í skólann, því það er ekki til fyrir nesti eða senda þau nestislaus. Það kostar jú að vera í grunnskóla. Þó að það sé ekki ég sem geri það þá eru margir í þessari stöðu. Heilsufar. Lyf eru heldur ekki ókeypis og t.d kostar að kaupa gleraugu og fleira ef barn þarf??? Skerðingar, það er svo líka eitthvað sem er mér hugleikið, nú á að fara skerða örorkulífeyrisþega um arf, það vita flest allir að arfur er margskattaður. Mér skilst að það sé heldur ekki hægt að afsala sér arfi. Ég er búin að missa báða foreldra mína og eldri son minn, svo að það er eitthvað sem ég hugsa út í að missa hluta af bótum sem veldur mér kvíða. Að lokum langar mig að nefna að afi minn ólst upp í sárri fátækt fór í vist um 10 ára aldur hjá lækni, hann þótti hafa námsgáfur. Hann varð síðar læknir með sérmenntun í smitsjúkdómum, seinna sæmdur riddarakrossi Dana og fálkaorðunni. Mér er skapi næst að skrifa hvort öryrkjar ættu að reyna senda börn sín í vist um 10 ára eins og tíðkaðist á 19. öldinni því að kaka Íslands er ekki fyrir alla. Hvernig ætlið þið að bregðast við þessari stöðu? Höfundur er öryrki með réttindi sem persónulegur talsmaður fatlaðra.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun