Sara óskaði Tiu til hamingju með yfirburðasigur: Við hinar eigum mikið verk framundan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2020 08:31 Sara Sigmundsdóttir er á fullu í námi með æfingunum en Tia-Clair Toomey er til hægri að fagna heimsmeistaratitli sínum. Instagram/@sarasigmunds og @crossfitgames Íslenska CrossFit stjarnan Sara Sigmundsdóttir missti af tækifærinu á að keppa um heimsmeistaratitilinn við Tiu-Clair Toomey en íslenska CrossFit stjarnan fylgdist samt með heimsleikunum um helgina. Tia-Clair Toomey var í algjörum sérflokki á nýloknum heimsleikum í CrossFit og vann þar fjórða heimsmeistaratitilinn sinn í röð. Sara Sigmundsdóttir var búin að eiga frábært tímabil áður en hún klaufskaðist við að meiða sig stuttu fyrir keppni í sumar. Hún náði aldrei að vinna sig almennilega út úr þeim vandamálum því hún glímdi við eftirmála meiðslanna fram á haust. Sara hafði unnið The Open og veitti líka Tiu-Clair Toomey mikla keppni á Rogue Invitational mótinu í júní. Frammistaða Söru á Rogue Invitational þar sem Suðurnesjamærin var „aðeins“ 75 stigum á eftir Toomey sýndi að hún var að nálgast áströlsku yfirburðarkonuna. Söru tókst hins vegar ekki að tryggja sig inn í ofurúrslitin í fyrri hlutanum og fékk því ekki tækifærið sem hún hafði stefnt á allt árið sem var að keppa við Tiu-Clair Toomey um heimsmeistaratitilinn í CrossFit. Sara Sigmundsdóttir horfði á heimsleikana því heima frá sér í Keflavík en hún óskaði þeim fimm stelpum sem kepptu til hamingju með frammistöðuna. „Hamingjuóskir til þeirra tíu sem börðust í gegnum allar greinarnar á heimsleikunum í Aromas. Þetta voru ómannúðlegar æfingar,“ skrifaði Sara Sigmundsdóttir á Instagram. „Þegar kemur að keppni stelpnanna þá sýndi þær allar flott tilþrif inn á milli en einu sinni sem oftar þá bauð Tia-Clair Toomey upp á ótrúlega yfirburði,“ skrifaði Sara. „Hamingjuóskir til Tíu með fjórða heimsmeistaratitilinn í röð. Við hinar eigum mikið verk framundan ef við ætlum að veita þér einhverja alvöru keppni á næsta tímabili,“ skrifaði Sara eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram Congratulations to all the 10 competitors who pushed through the @crossfitgames weekend in Aromas. The workouts were brutal As far as the girls go. Some really great moments and performances by all of them, but yet again it was an incredible display of pure dominance by @tiaclair1. Congratulations on the fourth FWOE title Tia, we surely have our work cut out for us if we are to give you any kind of run for the money next season by @therealdavidsoo A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) on Oct 26, 2020 at 3:28pm PDT CrossFit Mest lesið Sá yngsti í Meistaradeildinni mögulega fjórum árum eldri en allir héldu Fótbolti „Þarf sterk bein til að fara í gegnum svona mótvind“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík-Valur 97-90 | Grindvíkingar héldu Val í fallsætinu Körfubolti „Verðum að hafa milliklassa leikmenn í deildinni annars er voðinn vís“ Körfubolti Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Íslenski boltinn Síðasti leikur Þóris með þær norsku verður úrslitaleikur á EM Handbolti Danmörk í úrslitaleikinn á móti Noregi Handbolti Valsmenn enduðu taphrinuna Handbolti „Við erum frábærir sóknarlega“ Handbolti „Fannst hann alltaf hitta þegar hann fékk boltann“ Körfubolti Fleiri fréttir Sá yngsti í Meistaradeildinni mögulega fjórum árum eldri en allir héldu Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei „Góður sigur og mikilvægt að koma til baka eftir erfitt tap“ „Þarf sterk bein til að fara í gegnum svona mótvind“ „Fannst hann alltaf hitta þegar hann fékk boltann“ „Við erum frábærir sóknarlega“ Uppgjörið: Grindavík-Valur 97-90 | Grindvíkingar héldu Val í fallsætinu Stigahæsti maður vallarins segir hlutina bara eiga eftir að batna Danmörk í úrslitaleikinn á móti Noregi Valsmenn enduðu taphrinuna Uppgjörið: Fram-Grótta 38-33 | Þorsteinn Gauti skaut Gróttu á kaf Mist Funa komin heim „Verðum að hafa milliklassa leikmenn í deildinni annars er voðinn vís“ Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 89-78 | Þriðja tap Álftnesinga í röð Síðasti leikur Þóris með þær norsku verður úrslitaleikur á EM Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Lemina sviptur fyrirliðabandinu Svíar tóku fimmta sætið Salah leikmaður mánaðarins í sjötta sinn Stelpurnar okkar neðar eftir töp gegn þeim bestu í heimi Guardiola nærist og sefur ekki eðlilega The Sun hlær að vallarmálum á Íslandi Bronny með persónulegt stigamet Ísland í riðli með Frökkum eða Króötum Sagði sínum mönnum að skjóta á Onana við hvert tækifæri Svona eru riðlarnir í undankeppni HM Sveit Íslands sló átta ára gamalt met Borche vill aftur með ÍR í úrslitaeinvígið: „Tel okkur geta valdið usla“ Elías braut bein í Porto Telja enn 92 prósent líkur á að Víkingar komist áfram Sjá meira
Íslenska CrossFit stjarnan Sara Sigmundsdóttir missti af tækifærinu á að keppa um heimsmeistaratitilinn við Tiu-Clair Toomey en íslenska CrossFit stjarnan fylgdist samt með heimsleikunum um helgina. Tia-Clair Toomey var í algjörum sérflokki á nýloknum heimsleikum í CrossFit og vann þar fjórða heimsmeistaratitilinn sinn í röð. Sara Sigmundsdóttir var búin að eiga frábært tímabil áður en hún klaufskaðist við að meiða sig stuttu fyrir keppni í sumar. Hún náði aldrei að vinna sig almennilega út úr þeim vandamálum því hún glímdi við eftirmála meiðslanna fram á haust. Sara hafði unnið The Open og veitti líka Tiu-Clair Toomey mikla keppni á Rogue Invitational mótinu í júní. Frammistaða Söru á Rogue Invitational þar sem Suðurnesjamærin var „aðeins“ 75 stigum á eftir Toomey sýndi að hún var að nálgast áströlsku yfirburðarkonuna. Söru tókst hins vegar ekki að tryggja sig inn í ofurúrslitin í fyrri hlutanum og fékk því ekki tækifærið sem hún hafði stefnt á allt árið sem var að keppa við Tiu-Clair Toomey um heimsmeistaratitilinn í CrossFit. Sara Sigmundsdóttir horfði á heimsleikana því heima frá sér í Keflavík en hún óskaði þeim fimm stelpum sem kepptu til hamingju með frammistöðuna. „Hamingjuóskir til þeirra tíu sem börðust í gegnum allar greinarnar á heimsleikunum í Aromas. Þetta voru ómannúðlegar æfingar,“ skrifaði Sara Sigmundsdóttir á Instagram. „Þegar kemur að keppni stelpnanna þá sýndi þær allar flott tilþrif inn á milli en einu sinni sem oftar þá bauð Tia-Clair Toomey upp á ótrúlega yfirburði,“ skrifaði Sara. „Hamingjuóskir til Tíu með fjórða heimsmeistaratitilinn í röð. Við hinar eigum mikið verk framundan ef við ætlum að veita þér einhverja alvöru keppni á næsta tímabili,“ skrifaði Sara eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram Congratulations to all the 10 competitors who pushed through the @crossfitgames weekend in Aromas. The workouts were brutal As far as the girls go. Some really great moments and performances by all of them, but yet again it was an incredible display of pure dominance by @tiaclair1. Congratulations on the fourth FWOE title Tia, we surely have our work cut out for us if we are to give you any kind of run for the money next season by @therealdavidsoo A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) on Oct 26, 2020 at 3:28pm PDT
CrossFit Mest lesið Sá yngsti í Meistaradeildinni mögulega fjórum árum eldri en allir héldu Fótbolti „Þarf sterk bein til að fara í gegnum svona mótvind“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík-Valur 97-90 | Grindvíkingar héldu Val í fallsætinu Körfubolti „Verðum að hafa milliklassa leikmenn í deildinni annars er voðinn vís“ Körfubolti Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Íslenski boltinn Síðasti leikur Þóris með þær norsku verður úrslitaleikur á EM Handbolti Danmörk í úrslitaleikinn á móti Noregi Handbolti Valsmenn enduðu taphrinuna Handbolti „Við erum frábærir sóknarlega“ Handbolti „Fannst hann alltaf hitta þegar hann fékk boltann“ Körfubolti Fleiri fréttir Sá yngsti í Meistaradeildinni mögulega fjórum árum eldri en allir héldu Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei „Góður sigur og mikilvægt að koma til baka eftir erfitt tap“ „Þarf sterk bein til að fara í gegnum svona mótvind“ „Fannst hann alltaf hitta þegar hann fékk boltann“ „Við erum frábærir sóknarlega“ Uppgjörið: Grindavík-Valur 97-90 | Grindvíkingar héldu Val í fallsætinu Stigahæsti maður vallarins segir hlutina bara eiga eftir að batna Danmörk í úrslitaleikinn á móti Noregi Valsmenn enduðu taphrinuna Uppgjörið: Fram-Grótta 38-33 | Þorsteinn Gauti skaut Gróttu á kaf Mist Funa komin heim „Verðum að hafa milliklassa leikmenn í deildinni annars er voðinn vís“ Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 89-78 | Þriðja tap Álftnesinga í röð Síðasti leikur Þóris með þær norsku verður úrslitaleikur á EM Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Lemina sviptur fyrirliðabandinu Svíar tóku fimmta sætið Salah leikmaður mánaðarins í sjötta sinn Stelpurnar okkar neðar eftir töp gegn þeim bestu í heimi Guardiola nærist og sefur ekki eðlilega The Sun hlær að vallarmálum á Íslandi Bronny með persónulegt stigamet Ísland í riðli með Frökkum eða Króötum Sagði sínum mönnum að skjóta á Onana við hvert tækifæri Svona eru riðlarnir í undankeppni HM Sveit Íslands sló átta ára gamalt met Borche vill aftur með ÍR í úrslitaeinvígið: „Tel okkur geta valdið usla“ Elías braut bein í Porto Telja enn 92 prósent líkur á að Víkingar komist áfram Sjá meira