Bókaútgefendur í bobba vegna nasistabókar í Bókatíðindum Jakob Bjarnar skrifar 28. október 2020 11:54 Heiðar Ingi Svansson, formaður Félagsins íslenskra bókaútgefenda, segir að Bókatíðindi hafi fram til þessa verið galopinn vettvangur þar sem ritskoðun hafi aldrei tíðkast. En nú er komin þar inn kynning á afar umdeildri bók, svo ekki sé meira sagt. visir/vilhelm Heiðar Ingi Svansson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, segir það rétt að væntanleg bók sem tilgreind er í Bókatíðindum, þar sem fjallað er um jólabækurnar, veki upp spurningar sem bókaútgefendur hafa ekki þurft að taka afstöðu til fyrr. Engin fordæmi eru fyrir slíku. Væntanleg á íslenskan markað, í sjálft jólabókaflóðið, er bókin The Hoax of the Twentieth Century: The Case Against the Presumed Extermination of European Jewry“ eftir Arthur R. Butz, í íslenskri þýðingu. Bókin er alræmd, kom út árið 1976 en þar er dregið í efa að helför nasista í seinni heimstyrjöldinni hafi átt sér stað. Bókin hefur verið bönnuð í Kanada, og er hún X-merkt í Þýskalandi sem þýðir að ekki má auglýsa hana með nokkrum hætti. Amazon hefur fjarlægt bókina af sölusíðum sínum bæði í Bandaríkjunum sem og á Bretlandseyjum enda hefur hún verið afgreidd sem svo að þar fari samansúrraður og meiðandi þvættingur. Afar takmarkaðar upplýsingar um útgáfuna Í Bókatíðindum segir hins vegar meðal annars, þar sem um bókina er fjallað. „En hvað er með þessa „Helför“? Heilar 6 milljónir manna myrtar á grimmilegan hátt í „gasklefum“…, er þetta nú ekki dálítið orðum aukið?“ Tröllasaga tuttugustu aldarinnar eins og hún kemur fyrir í Bókatíðindum. Upplýsingar um hver standi að bókinni eru afar takmarkaðar og í raun erfitt að finna út úr því hver þýðir og hver stendur að útgáfunni. Ekki eru miklar upplýsingar tiltækar um bókina í Bókatíðindum. Þar kemur ekki fram hver þýðir en þó að útgefandi sé Betaíota. Hins vegar eru engar upplýsingar aðgengilegar um það útgáfufélag. Með því að rekja sig eftir kennitölu þess sem pantaði kynninguna í Bókatíðindum kemur á daginn að um er að ræða fyrirtæki sem heitir Vallía sf. Sem svo tengist ferðaþjónustufyrirtækinu Valferðum hvar Björn nokkur Jónsson er í forsvari. Heiðar Ingi segir það alveg réttmæta gagnrýni að ekki skuli koma fram með greinarbetri hætti upplýsingar um hver standi að útgáfu bókarinnar. Rannsóknarblaðamaður DV og rithöfundurinn Ágúst Borgþór Sverrisson virðist hafa rakið þessa slóð, hringdi í Björn sem gekkst við því að vera útgefandi bókarinnar en vildi svo ekkert við Ágúst Borgþór tala. Sem Ágúst Borgþór taldi merkilegt því samkvæmt hans reynslu eru útgefendur jafnan áfram um að fjallað sé um bækur þeirra. Tröllasögur vekja tröllin af svefni Bókin hefur fengið titilinn Tröllasaga tuttugustu aldarinnar sem er ef til vill við hæfi því nú þegar hefur bókin vakið ýmis nettröll af værum blundi. Huldumaðurinn Gunnar Hjartarsson vill ræða þetta í Facebook-hópnum Pírataspjallinu og segir þar meðal annars: „Bókin sem Björn Jónsson hefur þýtt er svívirðilegur lygaþvættingur sem á ekkert erindi í jólabókaflóð Íslendinga en það að hægt sé að gefa út svona hatursbók á Íslandi sannar að full þörf er á því að bæta inn í refsirammann sérstaklega að afneitun á helförinni verði ólögleg og að við henni hljótist sama refsing og við öðru kynþáttahatri.“ Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður er hefur verið og er óþreytandi að benda á að boð og bönn leysi sjaldnast nokkurn vanda, nema síður sé.visir/hanna Gunnar vill að sjálfsögðu banna bókina en Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata vill hins vegar gjalda varhug við banni og bókabrennum. Hann segir ekkert sannfæra nasista meira og betur um ágæti málstaðar síns en slíkt. „Staðreyndirnar tala sínu máli. Ef svona bækur ná raunverulega að sannfæra teljandi fjölda fólks, þá er eitthvað í algerum grundvallaratriðum bilað í samfélaginu, sem gerir fólk ómegnugt með öllu að gera greinarmun á sönnu og ósönnu. Ef svona bulli tekst að sannfæra einhvern fjölda fólks, þá þýðir það að lýðræðið sjálft er á höltum fæti,“ segir Helgi Hrafn meðal annars. Hann telur lausnina ekki þá að banna, hann þekki engin dæmi þess að slíkt hafi gefið góða raun. Útgefendur í bobba vegna bókarinnar Og það er einmitt sú spurning sem Heiðar Ingi og útgefendur standa nú óvænt frammi fyrir. En spjót hafa beinst að þeim fyrir að hafa gefið þessu umdeilda riti rými í tíðindunum sem fara víða og eru í hugum margra ómissandi lykill að jólabókum hvers árs. Heiðar Ingi segist reyndar ekki hafa vitað um tilvist þessarar bókar fyrr en fyrir skömmu. „Einn hornsteinn sem bókaútgáfa hér og annars staðar, grundvallast á er prent- og tjáningarfrelsi. Ég man ekki til þess, í áralangri sögu útgáfu Bókatíðinda, að kynning og efnistök þar hafi verið ritskoðað. Þetta hefur verið grundvallarforsenda,“ segir Heiðar Ingi sem leggur á það ríka áherslu að hann sé ekki að mæla þessu riti bót. En útskýrir að Bókatíðindi séu opinn vettvangur. Opinn öllum. Þar sé enginn ritstjórn eða né að ritskoðun eigi sér stað. Heiðar Ingi Svansson, formaður Félagsins íslenskra bókaútgefenda „Kynningartextar eru birtir á ábyrgð þeirra sem senda þá inn. Það ber engin ábyrgð á textanum sjálfum annar og þannig hefur það verið frá upphafi.“ Tjáningarfrelsið útgefendum mikilvægt Heiðar Ingi segir að í þau fjölmörgu ár sem Bókatíðindi hafa komið út hafi sá háttur verið hafður á. Og hann muni ekki til þess að á þetta hafi reynt fyrr en nú. Hann segir jafnframt að örðugt gæti reynst að smíða regluverk utan um annað eins og þetta sem fái staðist. Heiðar Ingi nefnir dæmi. Hann á sæti í stjórn alþjóðasamtaka útgefenda (IPA) þar sem árlega eru veitt sérstök hvatningarverðlaun sem kennd eru við Voltaire. Þau fóru til að mynda til Khaled Loltfy hins egypska, sem dæmdur var í fimm ára fangelsi af herrétti. Mönnum geti þótt hitt og þetta um innihaldið en tjáningarfrelsi er útgefendum afar dýrmætt. „Egypsk stjórnvöld eru greinilega á öðru máli,“ segir Heiðar Ingi og bendir á að fátt sé einhlýtt í þessum efnum. „Þannig með allt frelsi, stundum reynir ekki á takmörk hugsanleg nema eitthvað ámóta komi upp. Þetta hefur ekki verið ritskoðað hingað til. Verði einhver krafa um annað verður það tekið fyrir á vettvangi félagsins.“ Heiðar Ingi segir erfitt að ná utan um þetta og bætir því við að um sé að ræða siðferðlega spurningu. Sem snúi þá að öðrum miðlum einnig. „Myndi viðkomandi geta keypt auglýsingar, borða á Vísi eða heilsíðu í Fréttablaðinu og auglýst þessa bók þar?“ Tjáningarfrelsi Bókaútgáfa Mest lesið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
Heiðar Ingi Svansson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, segir það rétt að væntanleg bók sem tilgreind er í Bókatíðindum, þar sem fjallað er um jólabækurnar, veki upp spurningar sem bókaútgefendur hafa ekki þurft að taka afstöðu til fyrr. Engin fordæmi eru fyrir slíku. Væntanleg á íslenskan markað, í sjálft jólabókaflóðið, er bókin The Hoax of the Twentieth Century: The Case Against the Presumed Extermination of European Jewry“ eftir Arthur R. Butz, í íslenskri þýðingu. Bókin er alræmd, kom út árið 1976 en þar er dregið í efa að helför nasista í seinni heimstyrjöldinni hafi átt sér stað. Bókin hefur verið bönnuð í Kanada, og er hún X-merkt í Þýskalandi sem þýðir að ekki má auglýsa hana með nokkrum hætti. Amazon hefur fjarlægt bókina af sölusíðum sínum bæði í Bandaríkjunum sem og á Bretlandseyjum enda hefur hún verið afgreidd sem svo að þar fari samansúrraður og meiðandi þvættingur. Afar takmarkaðar upplýsingar um útgáfuna Í Bókatíðindum segir hins vegar meðal annars, þar sem um bókina er fjallað. „En hvað er með þessa „Helför“? Heilar 6 milljónir manna myrtar á grimmilegan hátt í „gasklefum“…, er þetta nú ekki dálítið orðum aukið?“ Tröllasaga tuttugustu aldarinnar eins og hún kemur fyrir í Bókatíðindum. Upplýsingar um hver standi að bókinni eru afar takmarkaðar og í raun erfitt að finna út úr því hver þýðir og hver stendur að útgáfunni. Ekki eru miklar upplýsingar tiltækar um bókina í Bókatíðindum. Þar kemur ekki fram hver þýðir en þó að útgefandi sé Betaíota. Hins vegar eru engar upplýsingar aðgengilegar um það útgáfufélag. Með því að rekja sig eftir kennitölu þess sem pantaði kynninguna í Bókatíðindum kemur á daginn að um er að ræða fyrirtæki sem heitir Vallía sf. Sem svo tengist ferðaþjónustufyrirtækinu Valferðum hvar Björn nokkur Jónsson er í forsvari. Heiðar Ingi segir það alveg réttmæta gagnrýni að ekki skuli koma fram með greinarbetri hætti upplýsingar um hver standi að útgáfu bókarinnar. Rannsóknarblaðamaður DV og rithöfundurinn Ágúst Borgþór Sverrisson virðist hafa rakið þessa slóð, hringdi í Björn sem gekkst við því að vera útgefandi bókarinnar en vildi svo ekkert við Ágúst Borgþór tala. Sem Ágúst Borgþór taldi merkilegt því samkvæmt hans reynslu eru útgefendur jafnan áfram um að fjallað sé um bækur þeirra. Tröllasögur vekja tröllin af svefni Bókin hefur fengið titilinn Tröllasaga tuttugustu aldarinnar sem er ef til vill við hæfi því nú þegar hefur bókin vakið ýmis nettröll af værum blundi. Huldumaðurinn Gunnar Hjartarsson vill ræða þetta í Facebook-hópnum Pírataspjallinu og segir þar meðal annars: „Bókin sem Björn Jónsson hefur þýtt er svívirðilegur lygaþvættingur sem á ekkert erindi í jólabókaflóð Íslendinga en það að hægt sé að gefa út svona hatursbók á Íslandi sannar að full þörf er á því að bæta inn í refsirammann sérstaklega að afneitun á helförinni verði ólögleg og að við henni hljótist sama refsing og við öðru kynþáttahatri.“ Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður er hefur verið og er óþreytandi að benda á að boð og bönn leysi sjaldnast nokkurn vanda, nema síður sé.visir/hanna Gunnar vill að sjálfsögðu banna bókina en Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata vill hins vegar gjalda varhug við banni og bókabrennum. Hann segir ekkert sannfæra nasista meira og betur um ágæti málstaðar síns en slíkt. „Staðreyndirnar tala sínu máli. Ef svona bækur ná raunverulega að sannfæra teljandi fjölda fólks, þá er eitthvað í algerum grundvallaratriðum bilað í samfélaginu, sem gerir fólk ómegnugt með öllu að gera greinarmun á sönnu og ósönnu. Ef svona bulli tekst að sannfæra einhvern fjölda fólks, þá þýðir það að lýðræðið sjálft er á höltum fæti,“ segir Helgi Hrafn meðal annars. Hann telur lausnina ekki þá að banna, hann þekki engin dæmi þess að slíkt hafi gefið góða raun. Útgefendur í bobba vegna bókarinnar Og það er einmitt sú spurning sem Heiðar Ingi og útgefendur standa nú óvænt frammi fyrir. En spjót hafa beinst að þeim fyrir að hafa gefið þessu umdeilda riti rými í tíðindunum sem fara víða og eru í hugum margra ómissandi lykill að jólabókum hvers árs. Heiðar Ingi segist reyndar ekki hafa vitað um tilvist þessarar bókar fyrr en fyrir skömmu. „Einn hornsteinn sem bókaútgáfa hér og annars staðar, grundvallast á er prent- og tjáningarfrelsi. Ég man ekki til þess, í áralangri sögu útgáfu Bókatíðinda, að kynning og efnistök þar hafi verið ritskoðað. Þetta hefur verið grundvallarforsenda,“ segir Heiðar Ingi sem leggur á það ríka áherslu að hann sé ekki að mæla þessu riti bót. En útskýrir að Bókatíðindi séu opinn vettvangur. Opinn öllum. Þar sé enginn ritstjórn eða né að ritskoðun eigi sér stað. Heiðar Ingi Svansson, formaður Félagsins íslenskra bókaútgefenda „Kynningartextar eru birtir á ábyrgð þeirra sem senda þá inn. Það ber engin ábyrgð á textanum sjálfum annar og þannig hefur það verið frá upphafi.“ Tjáningarfrelsið útgefendum mikilvægt Heiðar Ingi segir að í þau fjölmörgu ár sem Bókatíðindi hafa komið út hafi sá háttur verið hafður á. Og hann muni ekki til þess að á þetta hafi reynt fyrr en nú. Hann segir jafnframt að örðugt gæti reynst að smíða regluverk utan um annað eins og þetta sem fái staðist. Heiðar Ingi nefnir dæmi. Hann á sæti í stjórn alþjóðasamtaka útgefenda (IPA) þar sem árlega eru veitt sérstök hvatningarverðlaun sem kennd eru við Voltaire. Þau fóru til að mynda til Khaled Loltfy hins egypska, sem dæmdur var í fimm ára fangelsi af herrétti. Mönnum geti þótt hitt og þetta um innihaldið en tjáningarfrelsi er útgefendum afar dýrmætt. „Egypsk stjórnvöld eru greinilega á öðru máli,“ segir Heiðar Ingi og bendir á að fátt sé einhlýtt í þessum efnum. „Þannig með allt frelsi, stundum reynir ekki á takmörk hugsanleg nema eitthvað ámóta komi upp. Þetta hefur ekki verið ritskoðað hingað til. Verði einhver krafa um annað verður það tekið fyrir á vettvangi félagsins.“ Heiðar Ingi segir erfitt að ná utan um þetta og bætir því við að um sé að ræða siðferðlega spurningu. Sem snúi þá að öðrum miðlum einnig. „Myndi viðkomandi geta keypt auglýsingar, borða á Vísi eða heilsíðu í Fréttablaðinu og auglýst þessa bók þar?“
Tjáningarfrelsi Bókaútgáfa Mest lesið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið