Arnór Ingvi sænskur meistari og Alfons skrefi nær norsku gulli Anton Ingi Leifsson skrifar 8. nóvember 2020 19:01 Arnór Ingvi og félagar fagna. twitter-síða Malmö Arnór Ingvi Traustason og félagar í Malmö eru sænskir meistarar eftir 4-0 sigur á Sirius í dag. Malmö er með tíu stiga forystu er þrjár umferðir eru eftir af deildinni. Arnór Ingvi lagði upp eitt marka Malmö en hann kom inn á er 72. mínútur voru liðnar af leiknum. Fjórum mínútum síðar lagði hann upp mark og lokatölur 4-0. Enn einn deildartitill Malmö. VI ÄR SVENSKA MÄSTARE! — Malmö FF (@Malmo_FF) November 8, 2020 Alfons Sampsted og félagar í Bodo/Glimt eru með níu fingur á norska meistaratitlinum eftir 7-0 sigur á Álasundi í dag. Bodo/Glimt er með átján stiga forskot á toppi deildarinnar en Molde er í öðru sætinu með 47 stig. Átján stig eru eftir í pottinum í Noregi. Alfons spilaði fyrstu 88 mínúturnar hjá Bodo en Davíð Kristján Ólafsson spilaði fyrstu 84 mínúturnar hjá Álasundi sem er á leið í B-deildina á ný. Þeir sitja á botni deildarinnar. Viking skellti Rosenborg 3-0. Viking er í 7. sæti deildarinnar en Rosenborg er í 3. sætinu með 45 stig. Hólmar Örn Eyjólfsson spilaði allan leikinn fyrir Rosenborg en Samúel Kári Friðjónsson síðustu þrjár mínúturnar fyrir Víking. Jóhannes Harðarson og félagar unnu dramatískan sigur á Sarpsborg. Sigurmarkið kom er nokkrar mínútur voru til leiksloka. Start er í 14. sætinu með 24 stig. Viðar Ari Jónsson var í byrjunarliði Sandefjord sem gerði markalaust jafntefli við Stabæk á heimavelli. Emil Pálsson sat á varamannabekk Sandefjord sem er í 11. sætinu. Mikael Anderson spilaði síðasta stundarfjórðunginn fyrir Midtjylland er liðið niðurlægði FCK, 4-0, á heimavelli. Ragnar Sigurðsson var ónotaður varamaður hjá FCK. Midtjylland er á toppnum með sextán stig en FCK er í 9. sætinu með sjö stig. Sverrir Ingi Ingason spilaði allan leikinn í 1-1 jafntefli PAOK gegn Smyrnis í Grikklandi. PAOK er í þriðja sæti deildarinnar. Sænski boltinn Norski boltinn Danski boltinn Svíþjóð Íslendingar erlendis Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Enski boltinn Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Kane kominn í jólafrí? Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Sjá meira
Arnór Ingvi Traustason og félagar í Malmö eru sænskir meistarar eftir 4-0 sigur á Sirius í dag. Malmö er með tíu stiga forystu er þrjár umferðir eru eftir af deildinni. Arnór Ingvi lagði upp eitt marka Malmö en hann kom inn á er 72. mínútur voru liðnar af leiknum. Fjórum mínútum síðar lagði hann upp mark og lokatölur 4-0. Enn einn deildartitill Malmö. VI ÄR SVENSKA MÄSTARE! — Malmö FF (@Malmo_FF) November 8, 2020 Alfons Sampsted og félagar í Bodo/Glimt eru með níu fingur á norska meistaratitlinum eftir 7-0 sigur á Álasundi í dag. Bodo/Glimt er með átján stiga forskot á toppi deildarinnar en Molde er í öðru sætinu með 47 stig. Átján stig eru eftir í pottinum í Noregi. Alfons spilaði fyrstu 88 mínúturnar hjá Bodo en Davíð Kristján Ólafsson spilaði fyrstu 84 mínúturnar hjá Álasundi sem er á leið í B-deildina á ný. Þeir sitja á botni deildarinnar. Viking skellti Rosenborg 3-0. Viking er í 7. sæti deildarinnar en Rosenborg er í 3. sætinu með 45 stig. Hólmar Örn Eyjólfsson spilaði allan leikinn fyrir Rosenborg en Samúel Kári Friðjónsson síðustu þrjár mínúturnar fyrir Víking. Jóhannes Harðarson og félagar unnu dramatískan sigur á Sarpsborg. Sigurmarkið kom er nokkrar mínútur voru til leiksloka. Start er í 14. sætinu með 24 stig. Viðar Ari Jónsson var í byrjunarliði Sandefjord sem gerði markalaust jafntefli við Stabæk á heimavelli. Emil Pálsson sat á varamannabekk Sandefjord sem er í 11. sætinu. Mikael Anderson spilaði síðasta stundarfjórðunginn fyrir Midtjylland er liðið niðurlægði FCK, 4-0, á heimavelli. Ragnar Sigurðsson var ónotaður varamaður hjá FCK. Midtjylland er á toppnum með sextán stig en FCK er í 9. sætinu með sjö stig. Sverrir Ingi Ingason spilaði allan leikinn í 1-1 jafntefli PAOK gegn Smyrnis í Grikklandi. PAOK er í þriðja sæti deildarinnar.
Sænski boltinn Norski boltinn Danski boltinn Svíþjóð Íslendingar erlendis Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Enski boltinn Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Kane kominn í jólafrí? Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Sjá meira