Stórstjörnur fara með hlutverk í nýrri mynd Gríms Hákonarsonar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. nóvember 2020 23:43 Miles Teller og Shailene Woodley eru meðal annarra sögð fara með hlutverk í nýrri mynd Gríms Hákonarsonar. Samsett/Getty Leikararnir Miles Teller, Shailene Woodley og William Hurt eru sögð fara með aðalhlutverk í nýrri kvikmynd leikstjórans Gríms Hákonarsonar ef marka má frétt bandaríska Hollywood-fréttamiðilsins Deadline. Myndin sem um ræðir, The Fence, er pólitísk-satíra og fjallar um nýgift hjón með frjálslyndar skoðanir sem lenda upp á kant við íhaldssaman nágranna sinn, vegna deilna um háa girðingu milli lóða þeirra sem nágranninn segist hafa byggt til að verja heimili sitt fyrir hryðjuverkaárásum, að því er fram kemur í frétt Deadline. Þá sé stefnt að því að tökur á myndinni hefjist í mars á næsta ári. Myndin verður ekki sú fyrsta sem Teller og Woodley leika saman í heldur sú fimmta, en þau hafa meðal annars áður sést saman á hvíta tjaldinu í kvikmyndinni The Spectacular Now, og í Divergent-myndunum. Margir kannast einnig við Woodley úr þáttunum Big Little Lies og Teller þekkja eflaust sumir úr Whiplash og Fantastic Four. Óskarsverðlaunaleikarann William Hurt ætti að vera flestu áhugafólki um kvikmyndir kunnugur en hann gerði garðinn til að mynda frægan í kvikmyndinni Kiss of the Spider Women. Klippa: Hrútar - sýnishorn Grímur Hákonarson er einna þekktastur utan landsteinanna fyrir mynd sína Hrúta, sem hlaut verðlaun á hinni virtu kvikmyndahátíð í Cannes í Frakklandi. Grímur verður ekki fyrsti íslenski leikstjórinn sem Woodley vinnur með en hún lék til að mynda aðalhlutverk í mynd Baltasar Kormáks, Adrift, sem kom út 2018. Hollywood Menning Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Leikararnir Miles Teller, Shailene Woodley og William Hurt eru sögð fara með aðalhlutverk í nýrri kvikmynd leikstjórans Gríms Hákonarsonar ef marka má frétt bandaríska Hollywood-fréttamiðilsins Deadline. Myndin sem um ræðir, The Fence, er pólitísk-satíra og fjallar um nýgift hjón með frjálslyndar skoðanir sem lenda upp á kant við íhaldssaman nágranna sinn, vegna deilna um háa girðingu milli lóða þeirra sem nágranninn segist hafa byggt til að verja heimili sitt fyrir hryðjuverkaárásum, að því er fram kemur í frétt Deadline. Þá sé stefnt að því að tökur á myndinni hefjist í mars á næsta ári. Myndin verður ekki sú fyrsta sem Teller og Woodley leika saman í heldur sú fimmta, en þau hafa meðal annars áður sést saman á hvíta tjaldinu í kvikmyndinni The Spectacular Now, og í Divergent-myndunum. Margir kannast einnig við Woodley úr þáttunum Big Little Lies og Teller þekkja eflaust sumir úr Whiplash og Fantastic Four. Óskarsverðlaunaleikarann William Hurt ætti að vera flestu áhugafólki um kvikmyndir kunnugur en hann gerði garðinn til að mynda frægan í kvikmyndinni Kiss of the Spider Women. Klippa: Hrútar - sýnishorn Grímur Hákonarson er einna þekktastur utan landsteinanna fyrir mynd sína Hrúta, sem hlaut verðlaun á hinni virtu kvikmyndahátíð í Cannes í Frakklandi. Grímur verður ekki fyrsti íslenski leikstjórinn sem Woodley vinnur með en hún lék til að mynda aðalhlutverk í mynd Baltasar Kormáks, Adrift, sem kom út 2018.
Hollywood Menning Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið