„Við verðum að taka okkur saman í andlitinu“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. nóvember 2020 12:49 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, gagnrýndi ríkisstjórnina í morgun og sagði skorta fyrirsjáanleika í aðgerðum hennar fyrir atvinnulífið. Vísir/Vilhelm Félagsmálaráðherra segir þungan vetur framundan í atvinnulífinu og ólíklegt að það birti mikið til fyrr en samhliða bóluefni. Þingmenn gagnrýndu ríkisstjórnina fyrir stefnuleysi í atvinnumálum á Alþingi í morgun. Félagsmálaráðherra segir þungan vetur framundan í atvinnulífinu og ólíklegt að það birti mikið til fyrr en samhliða bóluefni. Þingmenn gagnrýndu ríkisstjórnina fyrir stefnuleysi í atvinnumálum á Alþingi í morgun. Umræður hafa staðið yfir á Alþingi í dag um munnlega skýrslu sem Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra, flutti um stöðuna á vinnumarkaði á tímum Covid-19. „Staðan á vinnumarkaði er grafalvarleg,“ sagði Ásmundur. „Í lok október var heildarfjöldi atvinnulausra rúmlega tuttugu þúsund í almenna atvinnuleysistryggingakerfinu ásamt tæplega fimm þúsund manns sem eru í hlutastörfum í gegnum hltuabótaleiðina.“ Ásmundur sagði viðbúið að atvinnuleysi haldist svipað fram yfir páska. „Við búumst ekki við því að vinnumarkaðurinn taki almennilega við sér fyrr en við förum að horfa til jákvæðra frétta af lyfjum til bólusetninga.“ Ásmundur sagði stefnt að samstarfi við nokkur stór sveitarfélög, opinberar stofnanir og atvinnurekendur um að skapa störf til að nýta megi ráðningarstyrk sem er í boði fyrir að ráða fólk af atvinnuleysisskrá. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, flutti í morgun munnlega skýrslu um stöðu mála á vinnumarkaði vegna kórónuveirunnar.Vísir/Vilhelm Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Miðflokksins kallaði eftir skýrum ramma um aðgerðir næstu mánaða. „Ég þakka hæstvirtum ráðherra fyrir þetta yfirlit. Þetta var svona eins og að lesa blöðin. Upptalning á því sem liggur fyrir. En það er engin sýn. Það kom ekkert fram um það hvað á að gera inn í framtíðina.“ Í óundirbúnum fyrirspurnartíma í morgun hafði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, áður kallað eftir langtímaáætlun og vísaði þar meðal annars í umkvartanir Samtaka atvinnulífsins um skort á fyrirsjáanleika. „Ég minni enn og aftur á. Við erum með meira atvinnuleysi heldur en flestar aðrar Evrópuþjóðir sem við viljum bera okkur saman við og við verðum að taka okkur saman í andlitinu,“ sagði Þorgerður. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gyfadóttir, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra sagði að ferðaþjónustunni yrði veittur meiri fyrirsjáanleika við landamærin. „Á nýju ári munum við geta sagt hvernig landamærin líta út,“ sagði Þórdís. „Stjórnvöld ein og sér munu auðvitað ekki bjarga íslensku atvinnulífi í gegnum faraldurinn og það sem á eftir kemur. Fyrirtækin munu þurfa að fara í heilmikla endurskipulagningu. Og þar spila bankarnir til dæmis lykilhlutverk.““ Alþingi Félagsmál Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira
Félagsmálaráðherra segir þungan vetur framundan í atvinnulífinu og ólíklegt að það birti mikið til fyrr en samhliða bóluefni. Þingmenn gagnrýndu ríkisstjórnina fyrir stefnuleysi í atvinnumálum á Alþingi í morgun. Umræður hafa staðið yfir á Alþingi í dag um munnlega skýrslu sem Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra, flutti um stöðuna á vinnumarkaði á tímum Covid-19. „Staðan á vinnumarkaði er grafalvarleg,“ sagði Ásmundur. „Í lok október var heildarfjöldi atvinnulausra rúmlega tuttugu þúsund í almenna atvinnuleysistryggingakerfinu ásamt tæplega fimm þúsund manns sem eru í hlutastörfum í gegnum hltuabótaleiðina.“ Ásmundur sagði viðbúið að atvinnuleysi haldist svipað fram yfir páska. „Við búumst ekki við því að vinnumarkaðurinn taki almennilega við sér fyrr en við förum að horfa til jákvæðra frétta af lyfjum til bólusetninga.“ Ásmundur sagði stefnt að samstarfi við nokkur stór sveitarfélög, opinberar stofnanir og atvinnurekendur um að skapa störf til að nýta megi ráðningarstyrk sem er í boði fyrir að ráða fólk af atvinnuleysisskrá. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, flutti í morgun munnlega skýrslu um stöðu mála á vinnumarkaði vegna kórónuveirunnar.Vísir/Vilhelm Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Miðflokksins kallaði eftir skýrum ramma um aðgerðir næstu mánaða. „Ég þakka hæstvirtum ráðherra fyrir þetta yfirlit. Þetta var svona eins og að lesa blöðin. Upptalning á því sem liggur fyrir. En það er engin sýn. Það kom ekkert fram um það hvað á að gera inn í framtíðina.“ Í óundirbúnum fyrirspurnartíma í morgun hafði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, áður kallað eftir langtímaáætlun og vísaði þar meðal annars í umkvartanir Samtaka atvinnulífsins um skort á fyrirsjáanleika. „Ég minni enn og aftur á. Við erum með meira atvinnuleysi heldur en flestar aðrar Evrópuþjóðir sem við viljum bera okkur saman við og við verðum að taka okkur saman í andlitinu,“ sagði Þorgerður. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gyfadóttir, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra sagði að ferðaþjónustunni yrði veittur meiri fyrirsjáanleika við landamærin. „Á nýju ári munum við geta sagt hvernig landamærin líta út,“ sagði Þórdís. „Stjórnvöld ein og sér munu auðvitað ekki bjarga íslensku atvinnulífi í gegnum faraldurinn og það sem á eftir kemur. Fyrirtækin munu þurfa að fara í heilmikla endurskipulagningu. Og þar spila bankarnir til dæmis lykilhlutverk.““
Alþingi Félagsmál Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira