Íslandi þakkaður stuðningur við Flóttamannastofnun Heimsljós 3. desember 2020 13:45 Eiginkonan, Maimouna, ásamt börnum þeirra í Ouallam búðunum í Níger. Maliki (til vinstri), níu ára vonast til að geta keypt hús fyrir móður sína þegar hann verður orðinn stór. UNHCR/Boubacar Younoussa Siddo Í október tilkynnti utanríkisráðuneytið um 80 milljóna króna framlag til Flóttamannastofnunar vegna ástandsins í Níger, Malí og Búrkina Fasó. Hvergi í heiminum flosnar fólk upp í jafn miklum mæli og í þessum heimshluta í Vestur-Afríku „Moumouni Abdoulaye er meðal þeirra 2,7 milljóna íbúa á Sahel-svæðinu í Afríku sem hefur neyðst til að flýja heimili sitt í leit að öryggi. Framlag Íslands á dögunum til Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) gerir stofnuninni kleift að vernda flóttafólk eins og hann og fjölskyldu hans,“ segir í frétt frá UNHCR þar sem þakkað er fyrir mikilvægan stuðning Íslands við vandann á Sahel svæðinu þar sem fólk flosnar upp í miklum mæli, vegna meðal annars stríðsátaka, fátæktar og hungurs. Í október tilkynnti utanríkisráðuneytið um 80 milljóna króna framlag til Flóttamannastofnunar vegna ástandsins í Níger, Malí og Búrkina Fasó. Í frétt UNHCR segir að hvergi í heiminum flosni fólk upp í jafn miklum mæli og í þessum heimshluta í Vestur-Afríku. Átök og ofbeldi magnist með handahófskenndum árásum og voðaverkum herskárra hópa. Eldur sé borinn að heilu þorpunum, karlmenn teknir af lífi, konum og stúlkum nauðgað, og árásir á skóla stofni menntun barna í hættu. Moumouni Abdoulaey flúði með fjölskyldu sína frá heimili þeirra þegar stríðsátök færðust í grennd við þorpið þeirra. „Nágrönnum mínum og venslafólki hafði verið rænt, einhver þeirra drepin, og eigur þeirra teknar ófrjálsri hendi. Ég neyddist til að yfirgefa heimabæ minn, þar sem ég fæddist, til að bjarga lífi fjölskyldunnar,“ er haft eftir honum í frétt Flóttamannastofnunar. „Moumouni, eiginkona hans og börn, það yngsta aðeins fárra mánaða gamalt, neyddust til að ganga í marga daga uns komið var að landamærunum við Níger. Fjölskyldan býr nú í flóttamannabúðum UNHCR í Ouallam í Níger þar sem þau fá öll mat og skjól – og það sem mikilvægast er – vernd,“ segir í fréttinni. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna veitir fólki á Sahel svæðinu aðstoð, þar á meðal teppi, búnað til eldunar og aðgang að heilbrigðisþjónustu. Þörf er á fleiri stöðum þar sem flóttafólk er óhult, segir í fréttinni og minnt er á að börn eru svipt menntun og yfirstandandi heimsfaraldur kórónuveiru hafi gert ástandið enn verra. „Stuðningur frá löndum eins og Íslandi hjálpar Flóttamannastofnun að bregðast við þessum ört vaxandi þörfum.“ „Aðstæðurnar á Sahel svæðinu krefjast brýnna aðgerða og stuðnings. Framlag Íslands er bæði tímabært og lífsnauðsynlegt, þar sem það hjálpar okkur að bregðast við fjölmörgum þörfum, bæði flóttafólks og þeirra sem eru á vergangi á svæðinu,“ segir Henrik M. Nordentoft, fulltrúi Norðurlanda og Eystrasaltsríka hjá UNHCR. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Níger Malí Búrkína Fasó Flóttamenn Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Innlent
„Moumouni Abdoulaye er meðal þeirra 2,7 milljóna íbúa á Sahel-svæðinu í Afríku sem hefur neyðst til að flýja heimili sitt í leit að öryggi. Framlag Íslands á dögunum til Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) gerir stofnuninni kleift að vernda flóttafólk eins og hann og fjölskyldu hans,“ segir í frétt frá UNHCR þar sem þakkað er fyrir mikilvægan stuðning Íslands við vandann á Sahel svæðinu þar sem fólk flosnar upp í miklum mæli, vegna meðal annars stríðsátaka, fátæktar og hungurs. Í október tilkynnti utanríkisráðuneytið um 80 milljóna króna framlag til Flóttamannastofnunar vegna ástandsins í Níger, Malí og Búrkina Fasó. Í frétt UNHCR segir að hvergi í heiminum flosni fólk upp í jafn miklum mæli og í þessum heimshluta í Vestur-Afríku. Átök og ofbeldi magnist með handahófskenndum árásum og voðaverkum herskárra hópa. Eldur sé borinn að heilu þorpunum, karlmenn teknir af lífi, konum og stúlkum nauðgað, og árásir á skóla stofni menntun barna í hættu. Moumouni Abdoulaey flúði með fjölskyldu sína frá heimili þeirra þegar stríðsátök færðust í grennd við þorpið þeirra. „Nágrönnum mínum og venslafólki hafði verið rænt, einhver þeirra drepin, og eigur þeirra teknar ófrjálsri hendi. Ég neyddist til að yfirgefa heimabæ minn, þar sem ég fæddist, til að bjarga lífi fjölskyldunnar,“ er haft eftir honum í frétt Flóttamannastofnunar. „Moumouni, eiginkona hans og börn, það yngsta aðeins fárra mánaða gamalt, neyddust til að ganga í marga daga uns komið var að landamærunum við Níger. Fjölskyldan býr nú í flóttamannabúðum UNHCR í Ouallam í Níger þar sem þau fá öll mat og skjól – og það sem mikilvægast er – vernd,“ segir í fréttinni. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna veitir fólki á Sahel svæðinu aðstoð, þar á meðal teppi, búnað til eldunar og aðgang að heilbrigðisþjónustu. Þörf er á fleiri stöðum þar sem flóttafólk er óhult, segir í fréttinni og minnt er á að börn eru svipt menntun og yfirstandandi heimsfaraldur kórónuveiru hafi gert ástandið enn verra. „Stuðningur frá löndum eins og Íslandi hjálpar Flóttamannastofnun að bregðast við þessum ört vaxandi þörfum.“ „Aðstæðurnar á Sahel svæðinu krefjast brýnna aðgerða og stuðnings. Framlag Íslands er bæði tímabært og lífsnauðsynlegt, þar sem það hjálpar okkur að bregðast við fjölmörgum þörfum, bæði flóttafólks og þeirra sem eru á vergangi á svæðinu,“ segir Henrik M. Nordentoft, fulltrúi Norðurlanda og Eystrasaltsríka hjá UNHCR. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Níger Malí Búrkína Fasó Flóttamenn Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Innlent