Dusty í undanúrslit Norðurlandamótsins í League of Legends Samúel Karl Ólason skrifar 18. mars 2020 08:27 Strákarnir í Dusty munu annað hvort keppa við Vipers eða Singularity í undanúrslitunum en viðureignin fer fram um næstu helgi. Íslenska rafíþróttaliðið Dusty er komið í undanúrslit Norðurlandamótsins í League of Legends. Tvö þúsund manns fylgdust með liðinu sigra sænska stórliðið Singularity í síðasta leik deildarkeppninnar. Norðurlandamótið í League of Legends er haldið tvisvar á ári en til þess að komast í mótið þarf liðið að vinna sig upp úr undankeppninni sem saman stendur af hundruðum liða. Þetta er annað tímabilið í röð sem Dusty kemst í undanúrslit í keppninni og getur ekkert lið á Norðurlöndunum státað sig af sambærilegum árangri. Það er til mikils að vinna í mótinu því efstu tvö liðin geta tryggt sér væn peningaverðlaun ásamt því að fá þátttökurétt á Evrópumótaröðinni, EU Masters. Strákarnir í Dusty munu annað hvort keppa við Vipers eða Singularity í undanúrslitunum en viðureignin fer fram um næstu helgi. Nánari upplýsingar um leikinn er hægt að finna á samfélagsmiðlum liðsins. Lið Dusty samanstendur af Íslendingunum Aroni Gabríel Guðmundssyni, Páli Minh Phuong og Garðari Snæ Björnssyni ásamt Tyrkjanum Emin Aydin, Svíanum Markus Tobin og Dananum Tobias Bryder. Leikjavísir Rafíþróttir Mest lesið Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Furðulegt fagn sem enginn skilur Enski boltinn Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Fótbolti Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Fótbolti „Vinnum ekki leiki ef við spilum ekki vörn“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Körfubolti Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Fótbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Handbolti
Íslenska rafíþróttaliðið Dusty er komið í undanúrslit Norðurlandamótsins í League of Legends. Tvö þúsund manns fylgdust með liðinu sigra sænska stórliðið Singularity í síðasta leik deildarkeppninnar. Norðurlandamótið í League of Legends er haldið tvisvar á ári en til þess að komast í mótið þarf liðið að vinna sig upp úr undankeppninni sem saman stendur af hundruðum liða. Þetta er annað tímabilið í röð sem Dusty kemst í undanúrslit í keppninni og getur ekkert lið á Norðurlöndunum státað sig af sambærilegum árangri. Það er til mikils að vinna í mótinu því efstu tvö liðin geta tryggt sér væn peningaverðlaun ásamt því að fá þátttökurétt á Evrópumótaröðinni, EU Masters. Strákarnir í Dusty munu annað hvort keppa við Vipers eða Singularity í undanúrslitunum en viðureignin fer fram um næstu helgi. Nánari upplýsingar um leikinn er hægt að finna á samfélagsmiðlum liðsins. Lið Dusty samanstendur af Íslendingunum Aroni Gabríel Guðmundssyni, Páli Minh Phuong og Garðari Snæ Björnssyni ásamt Tyrkjanum Emin Aydin, Svíanum Markus Tobin og Dananum Tobias Bryder.
Leikjavísir Rafíþróttir Mest lesið Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Furðulegt fagn sem enginn skilur Enski boltinn Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Fótbolti Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Fótbolti „Vinnum ekki leiki ef við spilum ekki vörn“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Körfubolti Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Fótbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Handbolti