Hver eru áhrif Covid-19 á konur? Stella Samúelsdóttir skrifar 30. mars 2020 14:00 Áhrif Covid-19 faraldurins á heimsbyggðina eru auðséð. Hins vegar eru sértæk áhrif á konur ekki eins sýnileg. Neyð hefur nefnilega ólík áhrif á ólíka hópa, kvenna og karla. Það er staðreynd að í neyð sem þessari eru konur berskjaldaðri en nokkru sinni fyrir ofbeldi og því miður fer tilkynningum um heimilisofbeldi fjölgandi með hverjum deginum um allan heim. Á meðan Covid-19 faraldurinn gekk sem harðast um Kína og útgöngubann ríkti, þrefölduðust tilkynningar vegna heimilisofbeldis á fjölda lögreglustöðva þar í landi og tölur frá Frakklandi sýna nú þegar 30% aukningu á tilkynningum. Á heimsvísu sinna konur 70% starfa í framlínu heilbrigðis- og félagsþjónustu ásamt því að verja þrefalt meiri tíma í ólaunuð umönnunarstörf en karlmenn,. Á íslandi eru 85% heilbrigðisstarfsfólks konur, sem nú eru í framvarðasveit við að bjarga mannslífum. Reynslan af fyrri farsóttum (Ebóla og Zika) sýnir að þau sem sinna þessum störfum eru mun útsettari fyrir sýkingum. Faraldurinn hefur mun meiri áhrif á tekjur kvenna en karla. Konur sem starfa við takmarkað atvinnuöryggi, svo sem á tímakaupi, í þjónustustörfum og sem heimilishjálpir verða verst úti fjárhagslega sem veldur því að þær geta ekki framfleytt fjölskyldum sínum á þessum erfiðu tímum. UN Women stendur vörð um réttindi kvenna og stúlkna ekki síst á tímum kreppu, í neyð og þegar heimsfaraldrar geysa, líkt og nú. Í yfirlýsingu sinni, minnir Phumzile Mlambo Ngcuka, framkvæmdastýra UN Women stjórnvöld ríkja heims á að setja upp kynjagleraugun, þrátt fyrir tímapressu og hröð handtök. „Takið mið af þörfum kvenna og stúlkna í viðbragðsáætlunum. Tryggið að fjármagn ríkisstjórna til aðgerða vegna Covid-19 feli í sér aukið fjármagn til kvennaathvarfa og kvennasamtaka svo þau séu í stakk búin til að taka á móti fleiri konum sem flýja heimilisofbeldi. Komið í veg fyrir tekjuskerðingu og tryggið réttindi kvenna á vinnumarkaði og vinnustöðum þar sem konur eru í meirihluta og á ótryggum starfssamningum og því verst út settar fyrir uppsögnum.“ Stjórnvöld ríkja heims eru í þessum skrifuðu orðum að bregðast við útbreiðslu og áhrifum Covid-19 faraldursins. Við vitum að stefnumarkandi ákvarðanir sem ekki byggja á kynjaðri nálgun skila einfaldlega minni árangri í þágu okkar allra. Um leið og við hjá UN Women á Íslandi fögnum þeim aðgerðum sem íslensk stjórnvöld hafa sett fram, þá viljum við hvetja þau sérstaklega til að safna kynjuðum gögnum á meðan faraldrinum stendur, að viðbragðsáætlanir hafi sjónarmið allra kvenna að leiðarljósi, að fjármagni sé veitt til að koma í veg fyrir ofbeldi gegn konum og til að bregðast við því, að kyn – og frjósemisþjónusta til kvenna skerðist ekki og að sérstakt tillit sé tekið til þarfa jaðarsettra kvenna í íslensku samfélagi, þá sérstaklega fatlaðra kvenna og kvenna af erlendum uppruna. Síðast en ekki síst að það fjárfestingarátak sem hið opinbera ræðst í til að byggja upp samfélagið, fari ekki einvörðungu í karllægari atvinnugreinar heldur styrki líka atvinnugreinar sem eru bornar uppi af konum. Þau sem vilja leggja verkefnum UN Women lið tengdum Covid-19 er bent á heimasíðu samtakanna. Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sameinuðu þjóðirnar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Jafnréttismál Stella Samúelsdóttir Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Áhrif Covid-19 faraldurins á heimsbyggðina eru auðséð. Hins vegar eru sértæk áhrif á konur ekki eins sýnileg. Neyð hefur nefnilega ólík áhrif á ólíka hópa, kvenna og karla. Það er staðreynd að í neyð sem þessari eru konur berskjaldaðri en nokkru sinni fyrir ofbeldi og því miður fer tilkynningum um heimilisofbeldi fjölgandi með hverjum deginum um allan heim. Á meðan Covid-19 faraldurinn gekk sem harðast um Kína og útgöngubann ríkti, þrefölduðust tilkynningar vegna heimilisofbeldis á fjölda lögreglustöðva þar í landi og tölur frá Frakklandi sýna nú þegar 30% aukningu á tilkynningum. Á heimsvísu sinna konur 70% starfa í framlínu heilbrigðis- og félagsþjónustu ásamt því að verja þrefalt meiri tíma í ólaunuð umönnunarstörf en karlmenn,. Á íslandi eru 85% heilbrigðisstarfsfólks konur, sem nú eru í framvarðasveit við að bjarga mannslífum. Reynslan af fyrri farsóttum (Ebóla og Zika) sýnir að þau sem sinna þessum störfum eru mun útsettari fyrir sýkingum. Faraldurinn hefur mun meiri áhrif á tekjur kvenna en karla. Konur sem starfa við takmarkað atvinnuöryggi, svo sem á tímakaupi, í þjónustustörfum og sem heimilishjálpir verða verst úti fjárhagslega sem veldur því að þær geta ekki framfleytt fjölskyldum sínum á þessum erfiðu tímum. UN Women stendur vörð um réttindi kvenna og stúlkna ekki síst á tímum kreppu, í neyð og þegar heimsfaraldrar geysa, líkt og nú. Í yfirlýsingu sinni, minnir Phumzile Mlambo Ngcuka, framkvæmdastýra UN Women stjórnvöld ríkja heims á að setja upp kynjagleraugun, þrátt fyrir tímapressu og hröð handtök. „Takið mið af þörfum kvenna og stúlkna í viðbragðsáætlunum. Tryggið að fjármagn ríkisstjórna til aðgerða vegna Covid-19 feli í sér aukið fjármagn til kvennaathvarfa og kvennasamtaka svo þau séu í stakk búin til að taka á móti fleiri konum sem flýja heimilisofbeldi. Komið í veg fyrir tekjuskerðingu og tryggið réttindi kvenna á vinnumarkaði og vinnustöðum þar sem konur eru í meirihluta og á ótryggum starfssamningum og því verst út settar fyrir uppsögnum.“ Stjórnvöld ríkja heims eru í þessum skrifuðu orðum að bregðast við útbreiðslu og áhrifum Covid-19 faraldursins. Við vitum að stefnumarkandi ákvarðanir sem ekki byggja á kynjaðri nálgun skila einfaldlega minni árangri í þágu okkar allra. Um leið og við hjá UN Women á Íslandi fögnum þeim aðgerðum sem íslensk stjórnvöld hafa sett fram, þá viljum við hvetja þau sérstaklega til að safna kynjuðum gögnum á meðan faraldrinum stendur, að viðbragðsáætlanir hafi sjónarmið allra kvenna að leiðarljósi, að fjármagni sé veitt til að koma í veg fyrir ofbeldi gegn konum og til að bregðast við því, að kyn – og frjósemisþjónusta til kvenna skerðist ekki og að sérstakt tillit sé tekið til þarfa jaðarsettra kvenna í íslensku samfélagi, þá sérstaklega fatlaðra kvenna og kvenna af erlendum uppruna. Síðast en ekki síst að það fjárfestingarátak sem hið opinbera ræðst í til að byggja upp samfélagið, fari ekki einvörðungu í karllægari atvinnugreinar heldur styrki líka atvinnugreinar sem eru bornar uppi af konum. Þau sem vilja leggja verkefnum UN Women lið tengdum Covid-19 er bent á heimasíðu samtakanna. Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun