Í lífshættu eftir grófa líkamsárás í gærkvöldi: Lögregla hefur áhyggjur af þróuninni Nadine Guðrún Yaghi skrifar 24. apríl 2020 18:30 Fjórir eru í haldi lögreglu vegna meintra árása vísir/jóhannk Karlmaður á fimmtugsaldri er nú í lífshættu með mikla höfuðáverka eftir grófa líkamsárás í Kópavogi í gærkvöldi. Þá er unglingspiltur á spítala eftir að hafa verið stunginn tvisvar í lífshættulegri árás í gær. Yfirlögregluþjónn hefur áhyggjur af fjölda alvarlegra mála og segir ekki útilokað að það tengist ástandinu vegna kórónuveirunnar. Fjórir eru í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna meintra árása sem eiga það sameiginlegt að vera mjög alvarlegar og lífshættulegar. „Síðasti sólarhringur hefur verið okkur frekar erfiður. Annars vegar er það atvik þar sem að er ráðist að ungum pilti og hann er stunginn með hníf tveimur stungum og viðkomandi var fluttur á sjúkrahús,“ segir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Ungi maðurinn, sem er 17 ára, er nú á batavegi en árásin sem átti sér stað í Breiðholti. Ungur maður er í haldi vegna málsins og hafa yfirheyrslur farið fram í dag. Þá var ráðist á karlmann á sextugsaldri á heimili hans í Kópavogi í gærkvöldi. „Og honum veittir lífshættulegir áverkar og eins og staðan er núna er viðkomandi ennþá í lífshættu. Við erum með þrjá einstaklinga í haldi tengt þeirri rannsókn og það hafa yfirheyrslur verið í gangi í allan dag og vinna í málinu, bæði tæknivinna og annað. Bæði þessi mál eru þess eðlis að ég útiloka bara alls ekki að það verði farið fram á gæsluvarðhald. Mér finnst það frekar líklegt miðað við hvernig þetta lítur út,“ segir Karl Steinar. Hann geti þó ekki gefið það upp að svo stöddu hve margir verðir leiddir fyrir dómara. Það muni skýrast með kvöldinu. Karl Steinar segir að síðustu vikur hafi óvenju mikið af alvarlegum árásum átt sér stað. Hann útilokar ekki að það tengist ástandinu vegna kórónuveirunnar. „Ég verð bara að segja að við höfum talsverðar áhyggjur af þessari þróun sem er að birtast í okkar tölum og okkar verkefnum. Hvort við getum endilega tengt það við Covid eða það ástand sem er í þjófélaginu í dag, það kannski treystum við okkur ekki til að fullyrða akkúrat núna, eða hvort það ástand sé að leysa úr læðingi þá þróun sem okkur sýnist að hafa verið að byrja um áramótin,“ segir Karl Steinar. Lögreglumál Kópavogur Tengdar fréttir Tvær alvarlegar líkamsárásir á borði lögreglu Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hefur nú til rannsóknar tvær alvarlegar líkamsárásir, eina í Breiðholti síðdegis í gær og aðra sem gerð var í Kópavogi skömmu fyrir miðnætti. 24. apríl 2020 09:55 Meintur árásarmaður og þolandi ungir að árum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur nú til rannsóknar tvær mjög alvarlegar líkamsárásir, eina í Breiðholti síðdegis í gær og aðra sem gerð var í Kópavogi skömmu fyrir miðnætti. 24. apríl 2020 11:30 Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Biden náðar son sinn Erlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Fleiri fréttir Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Sjá meira
Karlmaður á fimmtugsaldri er nú í lífshættu með mikla höfuðáverka eftir grófa líkamsárás í Kópavogi í gærkvöldi. Þá er unglingspiltur á spítala eftir að hafa verið stunginn tvisvar í lífshættulegri árás í gær. Yfirlögregluþjónn hefur áhyggjur af fjölda alvarlegra mála og segir ekki útilokað að það tengist ástandinu vegna kórónuveirunnar. Fjórir eru í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna meintra árása sem eiga það sameiginlegt að vera mjög alvarlegar og lífshættulegar. „Síðasti sólarhringur hefur verið okkur frekar erfiður. Annars vegar er það atvik þar sem að er ráðist að ungum pilti og hann er stunginn með hníf tveimur stungum og viðkomandi var fluttur á sjúkrahús,“ segir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Ungi maðurinn, sem er 17 ára, er nú á batavegi en árásin sem átti sér stað í Breiðholti. Ungur maður er í haldi vegna málsins og hafa yfirheyrslur farið fram í dag. Þá var ráðist á karlmann á sextugsaldri á heimili hans í Kópavogi í gærkvöldi. „Og honum veittir lífshættulegir áverkar og eins og staðan er núna er viðkomandi ennþá í lífshættu. Við erum með þrjá einstaklinga í haldi tengt þeirri rannsókn og það hafa yfirheyrslur verið í gangi í allan dag og vinna í málinu, bæði tæknivinna og annað. Bæði þessi mál eru þess eðlis að ég útiloka bara alls ekki að það verði farið fram á gæsluvarðhald. Mér finnst það frekar líklegt miðað við hvernig þetta lítur út,“ segir Karl Steinar. Hann geti þó ekki gefið það upp að svo stöddu hve margir verðir leiddir fyrir dómara. Það muni skýrast með kvöldinu. Karl Steinar segir að síðustu vikur hafi óvenju mikið af alvarlegum árásum átt sér stað. Hann útilokar ekki að það tengist ástandinu vegna kórónuveirunnar. „Ég verð bara að segja að við höfum talsverðar áhyggjur af þessari þróun sem er að birtast í okkar tölum og okkar verkefnum. Hvort við getum endilega tengt það við Covid eða það ástand sem er í þjófélaginu í dag, það kannski treystum við okkur ekki til að fullyrða akkúrat núna, eða hvort það ástand sé að leysa úr læðingi þá þróun sem okkur sýnist að hafa verið að byrja um áramótin,“ segir Karl Steinar.
Lögreglumál Kópavogur Tengdar fréttir Tvær alvarlegar líkamsárásir á borði lögreglu Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hefur nú til rannsóknar tvær alvarlegar líkamsárásir, eina í Breiðholti síðdegis í gær og aðra sem gerð var í Kópavogi skömmu fyrir miðnætti. 24. apríl 2020 09:55 Meintur árásarmaður og þolandi ungir að árum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur nú til rannsóknar tvær mjög alvarlegar líkamsárásir, eina í Breiðholti síðdegis í gær og aðra sem gerð var í Kópavogi skömmu fyrir miðnætti. 24. apríl 2020 11:30 Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Biden náðar son sinn Erlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Fleiri fréttir Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Sjá meira
Tvær alvarlegar líkamsárásir á borði lögreglu Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hefur nú til rannsóknar tvær alvarlegar líkamsárásir, eina í Breiðholti síðdegis í gær og aðra sem gerð var í Kópavogi skömmu fyrir miðnætti. 24. apríl 2020 09:55
Meintur árásarmaður og þolandi ungir að árum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur nú til rannsóknar tvær mjög alvarlegar líkamsárásir, eina í Breiðholti síðdegis í gær og aðra sem gerð var í Kópavogi skömmu fyrir miðnætti. 24. apríl 2020 11:30