Hefði ekki verið skynsamlegt að halda hlutastarfaleiðinni óbreyttri Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. apríl 2020 12:17 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í Safnahúsinu í dag. Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra segir að ekki hefði verið skynsamlegt að halda hlutastarfaleiðinni svokölluðu óbreyttri. Þá geri hlutagreiðslur uppsagnarfrests fyrirtækjum kleift að leggjast í híði og bíða bjartari tíma - og forðast gjaldþrot, líkt og kallað hafði verið eftir. Á meðal þeirra kórónuveiruaðgerða sem ríkisstjórnin kynnti á blaðamannafundi í dag var framlenging hlutastarfaleiðarinnar, án breytinga með 25% lágmarksstarfshlutfalli út júní, en lágmarkið hækkar svo í 50% í júlí. Leiðin verður í boði til 31. ágúst. Að óbreyttu hefði hlutastarfaleiðin fallið úr gildi 1. júní. Þá verður fyrirtækjum, sem orðið hafa fyrir 75 prósent tekjutapi að lágmarki og sjá fram á áframhaldandi tap, gefinn kostur á að sækja um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu á hluta uppsagnarfrests. Stuðningurinn verður að hámarki 633 þúsund krónur, auk orlofs, í allt að þrjá mánuði. Klippa: Viðtal við Bjarna Benediktsson Óvissunni um hlutastarfaleiðina svarað í dag Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði í samtali við fréttastofu nú eftir fundinn í Safnahúsinu að umfang aðgerðanna færi eftir því hvernig á það væri litið. Þannig væri áætlað að um 35 þúsund manns væru að nýta hlutastarfaleiðina og kallað hefði verið eftir því hvað tæki við þegar hún félli úr gildi um mánaðamótin maí/júní. Því hefði verið svarað í dag. Aðgerðin nái til tugþúsunda starfsmanna á vinnumarkaði og því afar umfangsmikil. Ríkisstjórnin geri sér jafnframt grein fyrir því að gríðarlegur kostnaður falli á ríkissjóð ef ekkert verður að gert. Aðgerðirnar snúist einnig um að verja störfin sem enn eru eftir og þá sé leitast við að fyrirtæki sem orðið hafa fyrir algjöru tekjuhruni og ráða ekki við að greiða uppsagnarfrest geti lagst í híði og beðið átekta þar til tekur að birta til að nýju. Um þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að hækka lágmark hlutabótaleiðarinnar í 50 prósent í júlí, og hvort það stuðli frekar að uppsögnum en hitt, sagði Bjarni að nú væri komið að ákveðnum gatnamótum. Ekki væri skynsamlegt að halda áfram með hlutabæturnar óáreittar. Ríkisstjórnin væri að reyna að svara kalli þeirra fyrirtækja sem vildu möguleikann á því að „leggjast í híði“, einkum fyrirtækja í ferðaþjónustu. Ekkert launungamál að verið sé að skoða stuðning við Icelandair Inntur eftir því hvort verið væri að skoða sérstaklega aðgerðir varðandi Icelandair, sem boðað hefur miklar uppsagnir í þessari viku, sagði Bjarni að á undanförnum vikum hefði ríkisstjórnin kynnt sér stöðu og áform félagsins til að geta lagt grunn að upplýstri ákvörðun í þeim efnum. Það sé ekkert launungamál að stjórnvöld leggi upp með möguleikann á einhvers konar stuðningi við félagið. Ákvörðun verði tekin þegar áform félagsins sjálfs liggi fyrir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Vinnumarkaður Hlutabótaleiðin Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Sánan í Vesturbæ rifin Innlent Fleiri fréttir Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sjá meira
Fjármálaráðherra segir að ekki hefði verið skynsamlegt að halda hlutastarfaleiðinni svokölluðu óbreyttri. Þá geri hlutagreiðslur uppsagnarfrests fyrirtækjum kleift að leggjast í híði og bíða bjartari tíma - og forðast gjaldþrot, líkt og kallað hafði verið eftir. Á meðal þeirra kórónuveiruaðgerða sem ríkisstjórnin kynnti á blaðamannafundi í dag var framlenging hlutastarfaleiðarinnar, án breytinga með 25% lágmarksstarfshlutfalli út júní, en lágmarkið hækkar svo í 50% í júlí. Leiðin verður í boði til 31. ágúst. Að óbreyttu hefði hlutastarfaleiðin fallið úr gildi 1. júní. Þá verður fyrirtækjum, sem orðið hafa fyrir 75 prósent tekjutapi að lágmarki og sjá fram á áframhaldandi tap, gefinn kostur á að sækja um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu á hluta uppsagnarfrests. Stuðningurinn verður að hámarki 633 þúsund krónur, auk orlofs, í allt að þrjá mánuði. Klippa: Viðtal við Bjarna Benediktsson Óvissunni um hlutastarfaleiðina svarað í dag Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði í samtali við fréttastofu nú eftir fundinn í Safnahúsinu að umfang aðgerðanna færi eftir því hvernig á það væri litið. Þannig væri áætlað að um 35 þúsund manns væru að nýta hlutastarfaleiðina og kallað hefði verið eftir því hvað tæki við þegar hún félli úr gildi um mánaðamótin maí/júní. Því hefði verið svarað í dag. Aðgerðin nái til tugþúsunda starfsmanna á vinnumarkaði og því afar umfangsmikil. Ríkisstjórnin geri sér jafnframt grein fyrir því að gríðarlegur kostnaður falli á ríkissjóð ef ekkert verður að gert. Aðgerðirnar snúist einnig um að verja störfin sem enn eru eftir og þá sé leitast við að fyrirtæki sem orðið hafa fyrir algjöru tekjuhruni og ráða ekki við að greiða uppsagnarfrest geti lagst í híði og beðið átekta þar til tekur að birta til að nýju. Um þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að hækka lágmark hlutabótaleiðarinnar í 50 prósent í júlí, og hvort það stuðli frekar að uppsögnum en hitt, sagði Bjarni að nú væri komið að ákveðnum gatnamótum. Ekki væri skynsamlegt að halda áfram með hlutabæturnar óáreittar. Ríkisstjórnin væri að reyna að svara kalli þeirra fyrirtækja sem vildu möguleikann á því að „leggjast í híði“, einkum fyrirtækja í ferðaþjónustu. Ekkert launungamál að verið sé að skoða stuðning við Icelandair Inntur eftir því hvort verið væri að skoða sérstaklega aðgerðir varðandi Icelandair, sem boðað hefur miklar uppsagnir í þessari viku, sagði Bjarni að á undanförnum vikum hefði ríkisstjórnin kynnt sér stöðu og áform félagsins til að geta lagt grunn að upplýstri ákvörðun í þeim efnum. Það sé ekkert launungamál að stjórnvöld leggi upp með möguleikann á einhvers konar stuðningi við félagið. Ákvörðun verði tekin þegar áform félagsins sjálfs liggi fyrir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Vinnumarkaður Hlutabótaleiðin Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Sánan í Vesturbæ rifin Innlent Fleiri fréttir Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sjá meira