Fékk fjórar fjölskyldur til að vera vegan í mánuð: „Mann langar ekki að borða þetta“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 9. janúar 2021 09:00 Lóa Pind fjallar um matarvenjur grænkera í nýjum þáttum sem fara í loftið á mánudag. Kjötætur óskast Lóa Pind fékk íslenskar fjölskyldur til að gerast grænkerar eða vegan í einn mánuð og fylgdist svo með því hvernig þeim gekk með það verkefni. Markmiðið var að kanna hvort þetta myndi minnka kolefnisspor þeirra. „Þetta er samfélagstilraun í búningi raunveruleikaþáttar,“ segir Lóa Pind í samtali við Vísi. „Þetta eru sem sagt skemmtilegir þættir þar sem við fáum að skyggnast inn í heimilislíf fjögurra kjötætufjölskyldna sem eru að prófa að vera vegan í fjórar vikur. Það gengur sko ýmislegt á svoleiðis tilraun, þar sem þátttakendur eru frá sex ára matvöndum og upp í tæplega sextugt. Það getur alveg reynt á geðprýðina hjá lífsglaðasta fólki að takast á við slíkt,“ segir Lóa Pind í samtali við Vísi. Allir þátttakendur borða venjulega mikið af kjöti svo þetta reyndist mikil áskorun. Þetta var skemmtileg samfélagstilraun sem reyndi á þolrifin hjá erkikjötætum og matvöndum börnum og fullorðnum. „Það fóru allir í alls konar heilsufarsmælingar, blóðprufur og þolpróf fyrir tilraun - sem voru svo endurteknar í lok tilraunar. Þannig að við fáum alls kyns upplýsingar í lokin um hvort veganfæðið hafði góð eða slæm áhrif á heilsuna - en, aðalatriðið er samt að reyna að átta okkur á því hvort kolefnissporið minnkar við að sleppa öllum dýraafurðum. Sem við gátum af því verkfræðistofan EFLA var svo elskuleg að taka þátt í þessu verkefni með okkur en þau hafa hannað kolefnisreiknivél fyrir mataræði - Matarsporið. Við skráðum eina samanburðarviku og svo skráðu allir matinn sem þeir borðuðu inn í Matarsporið þessar fjórar vikur sem tilraunin stóð.“ Lóa Pind ætlar ekki að gerast grænkeri en ætlar þó að gera breytingar. Tók sjálf þátt í tilrauninni Lóa segir að það hafi misjafnt hvað þátttakendum fannst vera helsta áskorunin. „Sumum fannst erfiðast að fá ekki súkkulaði, öðrum mjólk, rjóma, flestum fannst mjög slæmt að missa ostinn. Og svo var auðvitað áskorun að finna mat sem börnin voru til í að borða, sérstaklega þessi yngstu.“ Hún er sjálf ekki vegan en fannst ekki annað hægt en að taka þátt í þessari tilraun sjálf. til að geta sett sig almennilega í spor vegantilraunadýranna. „Þannig að ég og mín fjölskylda tókum þátt - sem var það eina rétta í stöðunni. Annars hefði ég upplifað þessar tökur á allt annan hátt. Það munaði miklu að geta fundið til með tilraunadýrunum - og það alveg frá innstu hjartarótum.“ Grænkerar í mat. Skammaðist sín í barnaafmælinu Lóa ætlar ekki að verða vegan eftir þetta verkefni en þetta mun þó hafa áhrif á hennar matarvenjur. „Þessi tilraun hafði þau áhrif á mig að ég sá að ég get vel borðað stundum veganmáltíðir og áttaði mig smám saman á því hvernig ég get minnkað kolefnissporið án þess að verða hundrað prósent grænkeri. Mér fannst til dæmis geggjað að átta mig á því að fiskur hefur bara nánast jafn lítið kolefnisspor og kjúklingabaunir eða tófú.“ Lóa segir að það hafi ekki verið auðvelt að fá fólk til að taka þátt í þessari tilraun. Ástæða þess að Lóa ákvað að gera þessa þætti var að það hefur verið að byggjast upp hjá henni eitthvað sem hún lýsir sem „kolviskubiti“ og vildi því skoða þetta betur. „Ég er alveg duglegur neytandi, kaupi alls kyns óþarfa, borða mikið kjöt og dýraafurðir, keyri um á dísilbíl og ferðast töluvert mikið með flugvélum. Og ég var bara komin með samviskubit. Langaði að reyna að átta mig á því hvað ég gæti gert til að minnka kolefnissporið - án þess að kollvarpa lífsstílnum og neita mér um það sem veitir mér gleði í lífinu. Svo gerðist eldri sonur minn vegan fyrir nokkrum árum en það sem gerði útslagið var þegar ég mætti í bekkjargrill í Hljómskálagarðinum hjá yngri syni mínum fyrir einum til tveimur árum og komst að því að sjö stúlkur í bekknum hans höfðu orðið grænkerar yfir sumarið. Þá bara skammaðist ég mín. Unglingarnir voru að taka skref til að gera heiminn betri á meðan ég, fullþroska konan, úðaði í mig kolefnisblásandi pylsum og kjöti. Hugrakkir bændur Grænkeralífstíllinn getur haft töluverð áhrif á fólk með mismunandi hætti, en Lóa vill ekki gefa neitt upp um niðurstöðurnar þeirra fyrr en í lokaþættinum. Það reyndist alls ekki auðvelt verkefni að finna fjórar fjölskyldur til að breyta matarvenjum sínum algjörlega í fjórar vikur. KFC og kók! Þessi mynd var ekki tekin á meðan tilrauninni stóð. „Ég ákvað að þreifa fyrir mér, spyrjast fyrir og biðja vini og kunningja um ábendingar. Það reyndist margfalt erfiðara en ég hélt. Mig langaði að hafa hópinn fjölbreyttan og hafði hugsað mér að vera með eina umhverfismeðvitaða fjölskyldu úr miðborg eða vesturbæ Reykjavíkur - ég bjóst við að það tæki varla nema dagpart að fá einhvern úr þeim landshluta til að taka þátt. En það tókst ekki. Sem kom mér mjög á óvart. Þegar ég var búin að fá samþykki frá þremur frábærum fjölskyldum ákvað ég að gefast ekki upp fyrr en mér tækist að sannfæra eina bændafjölskyldu til að taka þátt. Mér fannst mikið á sig leggjandi til að fá rödd bænda inn í þessa umræðu og eyddi mörgum mánuðum í að hringja í næstum hvern einasta bónda undir fimmtugu í landinu. Smá ýkjur, en samt. Á endanum létu kúabændurnir Hrafnhildur Baldursdóttir og Ragnar Finnur Sigurðsson á Litla-Ármóti á Suðurlandi til leiðast. Ég verð þeim ævarandi þakklát. Það er stórt skref fyrir kúabændur að taka þátt í vegantilraun og mér finnst það bera vott um mikla víðsýni hjá þeim að slá til. Skoða þessa hlið mála.“ Lóa segir að fjölskyldurnar sem áhorfendur fá að kynnast í þáttunum séu alveg dásamlegar og mjög ólíkar. „Þetta eru Hlédís Sveindóttir og dóttir hennar Sveina sem búa á Skaganum. Hlédís er dóttir sauðfjárbænda og mikil áhugamanneskja um matvæli beint frá býli - líka dýraafurðir. Svo eru það Sigurður Leifsson í World Class, Sigríður Kristjánsdóttir sem er að jafna sig eftir Covid veikindi og körfuboltakonan dóttir þeirra Isabella. Siggi er forfallinn veiðimaður, fer út um allar jarðir til að skjóta villisvín og sauðnaut og fugla og alls konar. Er með fulla frystikistu af dýrasteikum. Þá eru hin dásamlegu athafnahjón á Ísafirði, Annska og Úlfur og strákagengið þeirra, meðal annars hann Hugi sex ára sem finnst nú veganmatur aldeilis ekki skemmtilegur. Úlfur rekur verslunina Hamraborg í hjarta Ísafjarðar og afgreiðir þar pylsur og pitsur og hamborgara alla dag - þannig að þetta var tölvuerð áskorun fyrir hann. Og loks eru þetta sunnlensku kúabændurnir Hrafnhildur og Ragnar, sem mér finnast vera hugrökkustu kúabændur Íslandssögunnar. Ég hefði ekki getað verið heppnari með tilraunadýr.“ Hollur vegan morgunverður á ferðinni Gaman að ögra sjálfum sér Meiningin var að taka þættina upp síðasta vor. „Það gekk ekki, af augljósum ástæðum. Við byrjuðum svo í tökum um miðjan ágúst og þeim lauk tveimur dögum áður en næsta Covid bylgja hófs.! Ég var ekkert smá fegin að við skyldum sleppa án þess að nokkur lenti í sóttkví eða veiktist. Reyndar voru þrír í hópnum með mótefni, sem hjálpaði til.“ Lóa segir að það skemmtilegasta við þetta ferli hafi verið að kynnast öllu þessu dýrlega fólki og fá að gera eitthvað eftir að hafa setið auðum höndum mánuðum saman í kórónuauðninni. „Auðvitað líka að prófa að vera vegan í fjórar vikur, finna ný brögð og samsetningar og máltíðir sem gátu glatt. Það er líka bara ferlega gaman að ögra sjálfum sér svona, að hleypa upp rútínunni, gera eitthvað nýtt og líka að takast á við svona verkefni fjölskyldan saman. Unglingurinn minn er eðlilega ekkert alltaf spenntur fyrir samveru með okkur fullorðna fólkinu - en hann tók fullan þátt í þessu og það án þess eiginlega að kvarta nokkuð.“ Fjölskylda Lóu tók líka þátt í verkefninu. Sá kjöt í hillingum Lóa segir að þættirnir séu ekki bara skemmtilegir og fræðandi heldur gætu þeir líka hjálpað fólki til að taka upplýsta afstöðu um það sem það setur ofan í innkaupakörfuna. Erfiðast fannst henni sjálfri að sleppa osti, eggjum og kjöti. „Ég sá alveg svona kjötþræði í hillingum á tímabilum. Það kom mér óvart hvað það vantaði mikið upp á að veganmaturinn veitti mér þá matargleði - sem ég finn yfir leitt í kjöt- og fiskmáltíðum. Smám saman áttaði ég mig þó á því hvernig á því stóð eins og fram kemur í þáttunum. Þá fór maður smám saman að ná að elda mat sem fyllti bæði andlega og líkamlega.“ Fyrsti þátturinn af Kjötætur óskast er á dagskrá Stöðvar 2 næstkomandi mánudag en hér að neðan má sjá stiklu úr þáttaröðinni. „Mann langar ekki að borða þetta,“ heyrist meðal annars í fyrstu stiklunni fyrir þáttaröðina. Í hópnum eru sjoppustjóri, bóndadóttir, ástríðuveiðimaður og „hugrökkustu bændur íslandssögunnar“ sem borða venjulega kjöt allavega sex daga vikunnar. Klippa: Kjötætur óskast - Fyrsta stikla Vegan Matur Bíó og sjónvarp Umhverfismál Kjötætur óskast! Mest lesið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Bíó og sjónvarp Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Lífið Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Lífið Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Lífið Fleiri fréttir Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Halla Vilhjálms á lausu Kittý og Egill byrjuð saman Stjörnulífið: Brúðkaup í Rússlandi og hiti í desember Var Kurt Cobain myrtur? Enginn ætti að lesa skilaboðin sem honum hafi borist Krakkatían: Póstnúmer, prumpulagið og pólitík Bein útsending: Sterkustu skákmenn landsins mætast Með óútskýrða flogaveiki í kjölfar fæðingar Sjá meira
„Þetta er samfélagstilraun í búningi raunveruleikaþáttar,“ segir Lóa Pind í samtali við Vísi. „Þetta eru sem sagt skemmtilegir þættir þar sem við fáum að skyggnast inn í heimilislíf fjögurra kjötætufjölskyldna sem eru að prófa að vera vegan í fjórar vikur. Það gengur sko ýmislegt á svoleiðis tilraun, þar sem þátttakendur eru frá sex ára matvöndum og upp í tæplega sextugt. Það getur alveg reynt á geðprýðina hjá lífsglaðasta fólki að takast á við slíkt,“ segir Lóa Pind í samtali við Vísi. Allir þátttakendur borða venjulega mikið af kjöti svo þetta reyndist mikil áskorun. Þetta var skemmtileg samfélagstilraun sem reyndi á þolrifin hjá erkikjötætum og matvöndum börnum og fullorðnum. „Það fóru allir í alls konar heilsufarsmælingar, blóðprufur og þolpróf fyrir tilraun - sem voru svo endurteknar í lok tilraunar. Þannig að við fáum alls kyns upplýsingar í lokin um hvort veganfæðið hafði góð eða slæm áhrif á heilsuna - en, aðalatriðið er samt að reyna að átta okkur á því hvort kolefnissporið minnkar við að sleppa öllum dýraafurðum. Sem við gátum af því verkfræðistofan EFLA var svo elskuleg að taka þátt í þessu verkefni með okkur en þau hafa hannað kolefnisreiknivél fyrir mataræði - Matarsporið. Við skráðum eina samanburðarviku og svo skráðu allir matinn sem þeir borðuðu inn í Matarsporið þessar fjórar vikur sem tilraunin stóð.“ Lóa Pind ætlar ekki að gerast grænkeri en ætlar þó að gera breytingar. Tók sjálf þátt í tilrauninni Lóa segir að það hafi misjafnt hvað þátttakendum fannst vera helsta áskorunin. „Sumum fannst erfiðast að fá ekki súkkulaði, öðrum mjólk, rjóma, flestum fannst mjög slæmt að missa ostinn. Og svo var auðvitað áskorun að finna mat sem börnin voru til í að borða, sérstaklega þessi yngstu.“ Hún er sjálf ekki vegan en fannst ekki annað hægt en að taka þátt í þessari tilraun sjálf. til að geta sett sig almennilega í spor vegantilraunadýranna. „Þannig að ég og mín fjölskylda tókum þátt - sem var það eina rétta í stöðunni. Annars hefði ég upplifað þessar tökur á allt annan hátt. Það munaði miklu að geta fundið til með tilraunadýrunum - og það alveg frá innstu hjartarótum.“ Grænkerar í mat. Skammaðist sín í barnaafmælinu Lóa ætlar ekki að verða vegan eftir þetta verkefni en þetta mun þó hafa áhrif á hennar matarvenjur. „Þessi tilraun hafði þau áhrif á mig að ég sá að ég get vel borðað stundum veganmáltíðir og áttaði mig smám saman á því hvernig ég get minnkað kolefnissporið án þess að verða hundrað prósent grænkeri. Mér fannst til dæmis geggjað að átta mig á því að fiskur hefur bara nánast jafn lítið kolefnisspor og kjúklingabaunir eða tófú.“ Lóa segir að það hafi ekki verið auðvelt að fá fólk til að taka þátt í þessari tilraun. Ástæða þess að Lóa ákvað að gera þessa þætti var að það hefur verið að byggjast upp hjá henni eitthvað sem hún lýsir sem „kolviskubiti“ og vildi því skoða þetta betur. „Ég er alveg duglegur neytandi, kaupi alls kyns óþarfa, borða mikið kjöt og dýraafurðir, keyri um á dísilbíl og ferðast töluvert mikið með flugvélum. Og ég var bara komin með samviskubit. Langaði að reyna að átta mig á því hvað ég gæti gert til að minnka kolefnissporið - án þess að kollvarpa lífsstílnum og neita mér um það sem veitir mér gleði í lífinu. Svo gerðist eldri sonur minn vegan fyrir nokkrum árum en það sem gerði útslagið var þegar ég mætti í bekkjargrill í Hljómskálagarðinum hjá yngri syni mínum fyrir einum til tveimur árum og komst að því að sjö stúlkur í bekknum hans höfðu orðið grænkerar yfir sumarið. Þá bara skammaðist ég mín. Unglingarnir voru að taka skref til að gera heiminn betri á meðan ég, fullþroska konan, úðaði í mig kolefnisblásandi pylsum og kjöti. Hugrakkir bændur Grænkeralífstíllinn getur haft töluverð áhrif á fólk með mismunandi hætti, en Lóa vill ekki gefa neitt upp um niðurstöðurnar þeirra fyrr en í lokaþættinum. Það reyndist alls ekki auðvelt verkefni að finna fjórar fjölskyldur til að breyta matarvenjum sínum algjörlega í fjórar vikur. KFC og kók! Þessi mynd var ekki tekin á meðan tilrauninni stóð. „Ég ákvað að þreifa fyrir mér, spyrjast fyrir og biðja vini og kunningja um ábendingar. Það reyndist margfalt erfiðara en ég hélt. Mig langaði að hafa hópinn fjölbreyttan og hafði hugsað mér að vera með eina umhverfismeðvitaða fjölskyldu úr miðborg eða vesturbæ Reykjavíkur - ég bjóst við að það tæki varla nema dagpart að fá einhvern úr þeim landshluta til að taka þátt. En það tókst ekki. Sem kom mér mjög á óvart. Þegar ég var búin að fá samþykki frá þremur frábærum fjölskyldum ákvað ég að gefast ekki upp fyrr en mér tækist að sannfæra eina bændafjölskyldu til að taka þátt. Mér fannst mikið á sig leggjandi til að fá rödd bænda inn í þessa umræðu og eyddi mörgum mánuðum í að hringja í næstum hvern einasta bónda undir fimmtugu í landinu. Smá ýkjur, en samt. Á endanum létu kúabændurnir Hrafnhildur Baldursdóttir og Ragnar Finnur Sigurðsson á Litla-Ármóti á Suðurlandi til leiðast. Ég verð þeim ævarandi þakklát. Það er stórt skref fyrir kúabændur að taka þátt í vegantilraun og mér finnst það bera vott um mikla víðsýni hjá þeim að slá til. Skoða þessa hlið mála.“ Lóa segir að fjölskyldurnar sem áhorfendur fá að kynnast í þáttunum séu alveg dásamlegar og mjög ólíkar. „Þetta eru Hlédís Sveindóttir og dóttir hennar Sveina sem búa á Skaganum. Hlédís er dóttir sauðfjárbænda og mikil áhugamanneskja um matvæli beint frá býli - líka dýraafurðir. Svo eru það Sigurður Leifsson í World Class, Sigríður Kristjánsdóttir sem er að jafna sig eftir Covid veikindi og körfuboltakonan dóttir þeirra Isabella. Siggi er forfallinn veiðimaður, fer út um allar jarðir til að skjóta villisvín og sauðnaut og fugla og alls konar. Er með fulla frystikistu af dýrasteikum. Þá eru hin dásamlegu athafnahjón á Ísafirði, Annska og Úlfur og strákagengið þeirra, meðal annars hann Hugi sex ára sem finnst nú veganmatur aldeilis ekki skemmtilegur. Úlfur rekur verslunina Hamraborg í hjarta Ísafjarðar og afgreiðir þar pylsur og pitsur og hamborgara alla dag - þannig að þetta var tölvuerð áskorun fyrir hann. Og loks eru þetta sunnlensku kúabændurnir Hrafnhildur og Ragnar, sem mér finnast vera hugrökkustu kúabændur Íslandssögunnar. Ég hefði ekki getað verið heppnari með tilraunadýr.“ Hollur vegan morgunverður á ferðinni Gaman að ögra sjálfum sér Meiningin var að taka þættina upp síðasta vor. „Það gekk ekki, af augljósum ástæðum. Við byrjuðum svo í tökum um miðjan ágúst og þeim lauk tveimur dögum áður en næsta Covid bylgja hófs.! Ég var ekkert smá fegin að við skyldum sleppa án þess að nokkur lenti í sóttkví eða veiktist. Reyndar voru þrír í hópnum með mótefni, sem hjálpaði til.“ Lóa segir að það skemmtilegasta við þetta ferli hafi verið að kynnast öllu þessu dýrlega fólki og fá að gera eitthvað eftir að hafa setið auðum höndum mánuðum saman í kórónuauðninni. „Auðvitað líka að prófa að vera vegan í fjórar vikur, finna ný brögð og samsetningar og máltíðir sem gátu glatt. Það er líka bara ferlega gaman að ögra sjálfum sér svona, að hleypa upp rútínunni, gera eitthvað nýtt og líka að takast á við svona verkefni fjölskyldan saman. Unglingurinn minn er eðlilega ekkert alltaf spenntur fyrir samveru með okkur fullorðna fólkinu - en hann tók fullan þátt í þessu og það án þess eiginlega að kvarta nokkuð.“ Fjölskylda Lóu tók líka þátt í verkefninu. Sá kjöt í hillingum Lóa segir að þættirnir séu ekki bara skemmtilegir og fræðandi heldur gætu þeir líka hjálpað fólki til að taka upplýsta afstöðu um það sem það setur ofan í innkaupakörfuna. Erfiðast fannst henni sjálfri að sleppa osti, eggjum og kjöti. „Ég sá alveg svona kjötþræði í hillingum á tímabilum. Það kom mér óvart hvað það vantaði mikið upp á að veganmaturinn veitti mér þá matargleði - sem ég finn yfir leitt í kjöt- og fiskmáltíðum. Smám saman áttaði ég mig þó á því hvernig á því stóð eins og fram kemur í þáttunum. Þá fór maður smám saman að ná að elda mat sem fyllti bæði andlega og líkamlega.“ Fyrsti þátturinn af Kjötætur óskast er á dagskrá Stöðvar 2 næstkomandi mánudag en hér að neðan má sjá stiklu úr þáttaröðinni. „Mann langar ekki að borða þetta,“ heyrist meðal annars í fyrstu stiklunni fyrir þáttaröðina. Í hópnum eru sjoppustjóri, bóndadóttir, ástríðuveiðimaður og „hugrökkustu bændur íslandssögunnar“ sem borða venjulega kjöt allavega sex daga vikunnar. Klippa: Kjötætur óskast - Fyrsta stikla
Vegan Matur Bíó og sjónvarp Umhverfismál Kjötætur óskast! Mest lesið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Bíó og sjónvarp Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Lífið Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Lífið Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Lífið Fleiri fréttir Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Halla Vilhjálms á lausu Kittý og Egill byrjuð saman Stjörnulífið: Brúðkaup í Rússlandi og hiti í desember Var Kurt Cobain myrtur? Enginn ætti að lesa skilaboðin sem honum hafi borist Krakkatían: Póstnúmer, prumpulagið og pólitík Bein útsending: Sterkustu skákmenn landsins mætast Með óútskýrða flogaveiki í kjölfar fæðingar Sjá meira