Umfjöllun og viðtöl: KR - Tindastóll 101-104 | Stólarnir lögðu KR í spennutrylli Árni Jóhannsson skrifar 14. janúar 2021 22:18 Stjarnan - Tindastóll. Dominos deild karla. Veturinn 2019-2020. Körfubolti. Það var klárt mál að mikil tilhlökkun var í leikönnum KR og Tindastóls fyrir leik liðanna í annarri umferð Dominos deildar karla í körfubolta í kvöld. Leikurinn fór fram í DHL höllinni og fóru gestirnir með sigur af hólmi 101-104 í hörkuleik sem var virkilega spennandi. Bæði liðin byrjuðu af miklum krafti og var sóknarleikurinn í fyrirrúmi allan fyrri hálfleikinn. Varnarleikur liðanna var ekkert til að hrópa húrra fyrir en að sama skapi gekk sóknarleikurinn nánast fullkomlega upp hjá báðum liðum þannig að úr varð stórkostleg skemmtun fyrir þá sem sáu leikinn. Liðin skiptust á að skora á löngum köflum fyrri hálfleiksins en gestirnir náðu örlítið að slíta sig frá KR þegar annar leikhluti var um það bil hálfnaður og náðu þeir níu stiga forskoti. Í hálfleik var munurinn sex stig en ágætur varnarleikur um miðjan annan fjórðung gerði það að verkum að Stólarnir fóru með forystu inn í búningsklefann. Í seinni hálfleik hægðist örlítið á leiknum. Skiljanlega kannski þar sem þreyta var farin að spila inn í en að sama skapi hafði augljóslega verið farið yfir varnarleik liðanna í hálfleik og fleiri sóknir voru stoppaðar en í þeim fyrri. Stólarni héldu góðum tökum á leiknum og hleyptu KR ekki nær sér en í fjögura stiga mun og leiddur fyrir loka leikhlutann með átta stigum 73-81. KR kom út í fjórða leikhlutann af miklum krafti go maður hafði svo sem á tilfinningunni að þessum leik væri ekki lokið þó stemmningin og forystan væri með Stólunum. Heimamenn stukku á 9-0 sprett sem varð til þess að þeir jöfnuðu metin í 85-85 þegar sex mínútur voru til leiksloka og komust mest yfir fjórum stigum þegar þrjár mínútur lifðu af leiknum. Stólarnir náðu þá vopnum sínum aftur og úr varð æsispennandi lokakafli þar sem liðin skiptust á að skora. Þegar 17 sekúndur voru eftir af leiknum var staðan orðin 101-100 fyrir KR og Nick Tomsick kom boltanum á Shawn Glover sem kom gestunum yfir þegar sex sekúndur voru eftir. Maður leiksins Tyler Sabin fékk þá boltann eftir innkast og átti að klára með skoti en hann rann eftir pressuvörn gestanna, missti boltann og Viðar Ágústsson brunaði upp völlinn og lagði boltann í körfuna um leið og flautan gall. Lokatölur 101-104 og Stólarnir komnir á blað en KR hafa ekki unnið leik í tveimur tilraunum. Afhverju vann Tindastóll? Tindastóll er skipað leikmönnum sem nánast allir geta skorað og stór hluti þeirra er góður á ögurstundu. EFtir að hafa náð ágætis forskoti þá glutruðu þeir því niður en á ögurstundu tókst þeim að snúa leiknum sér í vil og sigla sigrinum heim í Skagafjörð. Bestur á vellinum? Þrátt fyrir að lokasókn KR hafi ekki gengið upp þá var Tyler Sabin langbesti leikmaður vallarins. Kappinn skoraði 47 stig og hitti úr 53% skota sinna. Auk þess náði hann í sex fráköst, gaf fimm stoðsendingar og stal fimm boltum. Hann virkar á mann eins og einn af þessum leikmönnum sem alltaf getur skorað eins og sást glögglega í þessum leik. Undirrituðu hlakkar til að fylgjast með honum í vetur. Hvað gekk illa? Varnarleikur liðanna gekk illa í fyrri hálfleik. Það er líklega vegna þess að menn vildu sýna sig á sóknarhelmingnum og í spenningnum gleymdist þeim grundvallaratriðum sem þarf í vörn. Hvað næst? Það er skammt stórra högga á milli. KR hoppar yfir lækinn og etur kappi við Valsmenn að Hlíðarenda á sunnudag og eygja þar vona að vinna sinn fyrsta leik í vetur. Tindastóll tekur á móti Njarðvík á heimavelli en þar mætast lið sem hafa unnið einn leik og tapað öðrum og því er tækifæri til að ná sér í annan sigur og koma þessu tímabili almennilega af stað. Þar að auki kíkir gamall vinur í heimsókn en Antonio Hester leikur nú með Njarðvík en lék með Stólunum fyrir nokkrum árum. Baldur Þór: Ógeðslega ánægður Þjálfari Tindastóls var skiljanlega mjög ánægður með sína menn eftir að hafa unnið KR á útivelli fyrr í kvöld. „Ég er í fyrsta lagi ógeðslega ánægður með að hafa unnið leikinn. KR-ingar voru mjög góðir í þessum leik með það sem þeir höfðu. Mér fannst þeir hafa gert eins vel og hægt var að gera miðað við að þeir eru ekki með neina stóra leikmenn. Þetta var náttúrlega stórfurðulegur leikur og ég er bara ánægður að hafa klárað sigurinn.“ Eins og áður hefur komið fram var augljóslega mikil tilhlökkun í leikmönnum fyrir leik og Baldur var spurður hvort það hafi verið erfitt að stjórna spennustiginu hjá hans mönnum. „Þetta er fyrsti leikur og liðin eru held ég að reyna að ákveða sig. Þau vilja spila hratt og finna tempóið þannig að bæði lið ætluðu sér að spila hratt og það var verið að slútta sóknum þannig. Varnarleikurinn leit ekki út fyrir að vera mjög sérstakur í kvöld þannig að það er eitthvað sem þarf að skoða.“ Baldur var því næst spurður að því hvort það muni jafnvel skipta sköpum til lengri tíma að hafa haldið sínum mönnum saman á Sauðárkróki Baldri finnst þó skemmtilegra að tala bara um körfubolta og því svaraði hann eftirfarandi. „Við erum með gott lið og gott lið. Mikið af vopnum sóknarlega en fengum á okkur yfir 100 stig. Þannig að við erum með hluti sem við þurfum að vinna og við munum finna út úr þessu.“ Dominos-deild karla KR Tindastóll
Það var klárt mál að mikil tilhlökkun var í leikönnum KR og Tindastóls fyrir leik liðanna í annarri umferð Dominos deildar karla í körfubolta í kvöld. Leikurinn fór fram í DHL höllinni og fóru gestirnir með sigur af hólmi 101-104 í hörkuleik sem var virkilega spennandi. Bæði liðin byrjuðu af miklum krafti og var sóknarleikurinn í fyrirrúmi allan fyrri hálfleikinn. Varnarleikur liðanna var ekkert til að hrópa húrra fyrir en að sama skapi gekk sóknarleikurinn nánast fullkomlega upp hjá báðum liðum þannig að úr varð stórkostleg skemmtun fyrir þá sem sáu leikinn. Liðin skiptust á að skora á löngum köflum fyrri hálfleiksins en gestirnir náðu örlítið að slíta sig frá KR þegar annar leikhluti var um það bil hálfnaður og náðu þeir níu stiga forskoti. Í hálfleik var munurinn sex stig en ágætur varnarleikur um miðjan annan fjórðung gerði það að verkum að Stólarnir fóru með forystu inn í búningsklefann. Í seinni hálfleik hægðist örlítið á leiknum. Skiljanlega kannski þar sem þreyta var farin að spila inn í en að sama skapi hafði augljóslega verið farið yfir varnarleik liðanna í hálfleik og fleiri sóknir voru stoppaðar en í þeim fyrri. Stólarni héldu góðum tökum á leiknum og hleyptu KR ekki nær sér en í fjögura stiga mun og leiddur fyrir loka leikhlutann með átta stigum 73-81. KR kom út í fjórða leikhlutann af miklum krafti go maður hafði svo sem á tilfinningunni að þessum leik væri ekki lokið þó stemmningin og forystan væri með Stólunum. Heimamenn stukku á 9-0 sprett sem varð til þess að þeir jöfnuðu metin í 85-85 þegar sex mínútur voru til leiksloka og komust mest yfir fjórum stigum þegar þrjár mínútur lifðu af leiknum. Stólarnir náðu þá vopnum sínum aftur og úr varð æsispennandi lokakafli þar sem liðin skiptust á að skora. Þegar 17 sekúndur voru eftir af leiknum var staðan orðin 101-100 fyrir KR og Nick Tomsick kom boltanum á Shawn Glover sem kom gestunum yfir þegar sex sekúndur voru eftir. Maður leiksins Tyler Sabin fékk þá boltann eftir innkast og átti að klára með skoti en hann rann eftir pressuvörn gestanna, missti boltann og Viðar Ágústsson brunaði upp völlinn og lagði boltann í körfuna um leið og flautan gall. Lokatölur 101-104 og Stólarnir komnir á blað en KR hafa ekki unnið leik í tveimur tilraunum. Afhverju vann Tindastóll? Tindastóll er skipað leikmönnum sem nánast allir geta skorað og stór hluti þeirra er góður á ögurstundu. EFtir að hafa náð ágætis forskoti þá glutruðu þeir því niður en á ögurstundu tókst þeim að snúa leiknum sér í vil og sigla sigrinum heim í Skagafjörð. Bestur á vellinum? Þrátt fyrir að lokasókn KR hafi ekki gengið upp þá var Tyler Sabin langbesti leikmaður vallarins. Kappinn skoraði 47 stig og hitti úr 53% skota sinna. Auk þess náði hann í sex fráköst, gaf fimm stoðsendingar og stal fimm boltum. Hann virkar á mann eins og einn af þessum leikmönnum sem alltaf getur skorað eins og sást glögglega í þessum leik. Undirrituðu hlakkar til að fylgjast með honum í vetur. Hvað gekk illa? Varnarleikur liðanna gekk illa í fyrri hálfleik. Það er líklega vegna þess að menn vildu sýna sig á sóknarhelmingnum og í spenningnum gleymdist þeim grundvallaratriðum sem þarf í vörn. Hvað næst? Það er skammt stórra högga á milli. KR hoppar yfir lækinn og etur kappi við Valsmenn að Hlíðarenda á sunnudag og eygja þar vona að vinna sinn fyrsta leik í vetur. Tindastóll tekur á móti Njarðvík á heimavelli en þar mætast lið sem hafa unnið einn leik og tapað öðrum og því er tækifæri til að ná sér í annan sigur og koma þessu tímabili almennilega af stað. Þar að auki kíkir gamall vinur í heimsókn en Antonio Hester leikur nú með Njarðvík en lék með Stólunum fyrir nokkrum árum. Baldur Þór: Ógeðslega ánægður Þjálfari Tindastóls var skiljanlega mjög ánægður með sína menn eftir að hafa unnið KR á útivelli fyrr í kvöld. „Ég er í fyrsta lagi ógeðslega ánægður með að hafa unnið leikinn. KR-ingar voru mjög góðir í þessum leik með það sem þeir höfðu. Mér fannst þeir hafa gert eins vel og hægt var að gera miðað við að þeir eru ekki með neina stóra leikmenn. Þetta var náttúrlega stórfurðulegur leikur og ég er bara ánægður að hafa klárað sigurinn.“ Eins og áður hefur komið fram var augljóslega mikil tilhlökkun í leikmönnum fyrir leik og Baldur var spurður hvort það hafi verið erfitt að stjórna spennustiginu hjá hans mönnum. „Þetta er fyrsti leikur og liðin eru held ég að reyna að ákveða sig. Þau vilja spila hratt og finna tempóið þannig að bæði lið ætluðu sér að spila hratt og það var verið að slútta sóknum þannig. Varnarleikurinn leit ekki út fyrir að vera mjög sérstakur í kvöld þannig að það er eitthvað sem þarf að skoða.“ Baldur var því næst spurður að því hvort það muni jafnvel skipta sköpum til lengri tíma að hafa haldið sínum mönnum saman á Sauðárkróki Baldri finnst þó skemmtilegra að tala bara um körfubolta og því svaraði hann eftirfarandi. „Við erum með gott lið og gott lið. Mikið af vopnum sóknarlega en fengum á okkur yfir 100 stig. Þannig að við erum með hluti sem við þurfum að vinna og við munum finna út úr þessu.“
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti