Vill ekki hlýða kalli „nokkurra fjárfesta í vandræðum með peningana sína“ Sylvía Hall skrifar 24. janúar 2021 23:00 Oddný Harðardóttir var gestur í Víglínunni í dag ásamt Óla Birni Kárasyni. Vísir/Einar Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur óumdeilt að stefna að dreifðu eignarhaldi á fjármálafyrirtækjum til framtíðar. Umsvif ríkisins á fjármálamarkaði séu of mikil og ástandið eins og það er núna sé óheilbrigt. Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingar segir ekkert ákall vera frá almenningi um söluferli og vill ekki hlýða kalli „nokkurra fjárfesta“ í peningavandræðum. Þetta kom fram í máli Óla Björns og Oddnýjar í Víglínunni í dag þar sem þau ræddu fyrirhugað söluferli Íslandsbanka. Þau sitja bæði í efnahags- og viðskiptanefnd þingsins sem skilaði í vikunni umsögn um greinargerð fjármálaráðherra um fyrirhugaða sölu á hlut ríkisins í bankanum. Minnihlutinn er ekki hlynntur því að hefja söluferli. „Við höfum sagt það frá því að við fengum Íslandsbanka í fangið, og ríkið er í þeirri stöðu að vera með tvo af þremur kerfislega mikilvægum bönkum í sinni eigu, að þá fengum við í hendurnar kjörið tækifæri til þess að endurskipuleggja hér bankakerfið – til þess að breyta því, hafa meiri fjölbreytni og virkari samkeppni á markaðnum,“ segir Oddný. Hún segir fákeppnisumhverfi vera á íslenskum fjármálamarkaði og því muni það ekki skipta máli þó annar banki fari í einkaeigu. Þó eigi að skipuleggja til framtíðar hvernig þjóðin vilji haga bankakerfinu. Ýmsum spurningum sé enn ósvarað, til að mynda hvort skoða eigi möguleika á samfélagsbanka, skilgreina frekar hvaða hlutur eigi að vera í opinberri eigu og hvernig þeim rekstri eigi að vera háttað. „Til viðbótar þessu, þá er verið að leggja til að selja á miklum óvissutímum. Við erum í djúpri efnahagslægð og við höfum ekki séð annað eins. Ef við horfum á ríkin og löndin í kringum okkar, þá sjáum við að þó staðan sé þokkaleg hjá okkur núna þá er mjög alvarleg staða í löndunum í kringum okkur,“ segir Oddný. Það séu lönd sem Íslendingar treysti á áframhaldandi viðskipti við til þess að komast út úr þeirri efnahagslægð sem blasir við. „Auk þess er óvissa um virði bankans, það er stór hluti lánasafnsins í frystingu. Það getur ekki leitt til annars en að verðið verði lægra.“ Úr Víglínunni í dag.Vísir/Einar Ósammála um undirbúninginn Að mati Oddnýjar er undirbúningi varðandi söluferlið verulega ábótavant auk þess sem ekkert ákall sé um sölu bankans að svo stöddu. „Það er ekkert sem kallar á það að ríkið fari að selja bankann núna, annað en ríkisstjórnin sem vill drífa þetta af áður en það koma kosningar. Það er ekki almannahagur sem fer þarna fremst.“ Óli Björn kveðst ósammála Oddnýju um ágæti undirbúningsins og segir hann hafa átt sér stað í mörg ár. Hann segir það hafa verið óumdeilt að umsvif ríkisins á þessum markaði væru of mikil og óheilbrigt ástand væri í dag. „Það hefur líka legið fyrir að undirbúningur að þessari sölu hefur verið víðtækur og átt sér stað í mörg ár, meðal annars með útgáfu hvítbókar um framtíðarsýn um fjármálakerfið sem kom út seinni hluta 2018, umræður áttu sér stað í þinginu, þingmenn áttu , eins og aðrir, alla möguleika á að koma með sína framtíðarsýn,“ segir Óli Björn. Hann telji þetta fyrsta skrefið í rétta átt, enda þyki honum ekki ákjósanlegt að ríkið sé meirihlutaeigandi í bankanum. „Það er verið að stíga hér lítið skref, vegna þess að þetta er lítið skref í þá átt að draga úr umsvifum ríkisins á fjármálamarkaði – 25 eða 35 prósent hlutur. Ríkið verður enn þá yfirgnæfandi meirihlutaeigandi í Íslandsbanka, ég vona að það verði ekki til langframa.“ Þá er hann ósammála þeirri skoðun Oddnýjar að nú sé óheppilegur tími til þess að hefja söluferli. Allt bendi til þess að það sé skynsamlegt að ráðast í slíkar aðgerðir nú þegar litið sé til þróunar á hlutabréfamarkaði hér á landi. „Það sem skiptir líka máli í þessu máli er að þegar við erum að búa okkur undir viðspyrnuna sem verður hér á næstu mánuðum, að þá skiptir okkur miklu máli að innlendur hlutabréfamarkaður sé öflugur. Við höfum vísbendingar um það að áhugi á fjárfestingum í hlutabréfum er að aukast, jafnt hjá fagfjárfestum sem einstaklingum. Þessi væntanlega skráning á hlutum Íslandsbanka mun verða vítamínsprauta á íslenskan hlutabréfamarkað og gefa aukna viðspyrnu í efnahagslífinu hér á komandi vikum og mánuðum.“ Óli Björn telur skráningu á hlutum í Íslandsbanka vítamínsprautu fyrir íslenskan hlutabréfamarkað.Vísir/Einar „Ekki ákall frá almenningi“ Oddný vísar til könnunar sem Gallup vann fyrir Alþýðusamband Íslands þar sem 56 prósent svarenda sögðust vera andvígir sölu Íslandsbanka. Drífa Snædal, forseti ASÍ, sagði könnunina sýna svart á hvítu að aðgerðin nyti ekki stuðnings meðal almennings. „Það er ekki ákall frá almenningi að fara að selja frá okkur hluti í ríkisbanka sem við gætum nýtt til þess að skipuleggja með öðrum hætti – við gætum verið að spila frá okkur tækifæri til þess að fara í framtíðarbankakerfið,“ segir Oddný og vísar þar meðal annars til möguleika á samfélagsbanka. „Það liggur ekkert á, þessir bankar eru ágætlega reknir. Almenningur er ekki að kalla eftir þessari sölu og ég vil hlýða kalli almennings. Ég vil ekki hlýða kalli nokkurra fjárfesta sem eru í vandræðum með peningana sína eins og ríkisstjórnin vill gera.“ Óli Björn segir mikilvægt að spyrja almenning að því hvort hann sé fylgjandi því að ríkið „bindi um aldur og ævi 350 til 400 milljarða í áhættusömum rekstri á fjármálamarkaði“ eða hvort nýta eigi þá fjármuni í önnur samfélagsverkefni. Því er Oddný ekki sammála. „Það er ódýrara núna að taka lán fyrir því.“ Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Víglínan Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Þetta kom fram í máli Óla Björns og Oddnýjar í Víglínunni í dag þar sem þau ræddu fyrirhugað söluferli Íslandsbanka. Þau sitja bæði í efnahags- og viðskiptanefnd þingsins sem skilaði í vikunni umsögn um greinargerð fjármálaráðherra um fyrirhugaða sölu á hlut ríkisins í bankanum. Minnihlutinn er ekki hlynntur því að hefja söluferli. „Við höfum sagt það frá því að við fengum Íslandsbanka í fangið, og ríkið er í þeirri stöðu að vera með tvo af þremur kerfislega mikilvægum bönkum í sinni eigu, að þá fengum við í hendurnar kjörið tækifæri til þess að endurskipuleggja hér bankakerfið – til þess að breyta því, hafa meiri fjölbreytni og virkari samkeppni á markaðnum,“ segir Oddný. Hún segir fákeppnisumhverfi vera á íslenskum fjármálamarkaði og því muni það ekki skipta máli þó annar banki fari í einkaeigu. Þó eigi að skipuleggja til framtíðar hvernig þjóðin vilji haga bankakerfinu. Ýmsum spurningum sé enn ósvarað, til að mynda hvort skoða eigi möguleika á samfélagsbanka, skilgreina frekar hvaða hlutur eigi að vera í opinberri eigu og hvernig þeim rekstri eigi að vera háttað. „Til viðbótar þessu, þá er verið að leggja til að selja á miklum óvissutímum. Við erum í djúpri efnahagslægð og við höfum ekki séð annað eins. Ef við horfum á ríkin og löndin í kringum okkar, þá sjáum við að þó staðan sé þokkaleg hjá okkur núna þá er mjög alvarleg staða í löndunum í kringum okkur,“ segir Oddný. Það séu lönd sem Íslendingar treysti á áframhaldandi viðskipti við til þess að komast út úr þeirri efnahagslægð sem blasir við. „Auk þess er óvissa um virði bankans, það er stór hluti lánasafnsins í frystingu. Það getur ekki leitt til annars en að verðið verði lægra.“ Úr Víglínunni í dag.Vísir/Einar Ósammála um undirbúninginn Að mati Oddnýjar er undirbúningi varðandi söluferlið verulega ábótavant auk þess sem ekkert ákall sé um sölu bankans að svo stöddu. „Það er ekkert sem kallar á það að ríkið fari að selja bankann núna, annað en ríkisstjórnin sem vill drífa þetta af áður en það koma kosningar. Það er ekki almannahagur sem fer þarna fremst.“ Óli Björn kveðst ósammála Oddnýju um ágæti undirbúningsins og segir hann hafa átt sér stað í mörg ár. Hann segir það hafa verið óumdeilt að umsvif ríkisins á þessum markaði væru of mikil og óheilbrigt ástand væri í dag. „Það hefur líka legið fyrir að undirbúningur að þessari sölu hefur verið víðtækur og átt sér stað í mörg ár, meðal annars með útgáfu hvítbókar um framtíðarsýn um fjármálakerfið sem kom út seinni hluta 2018, umræður áttu sér stað í þinginu, þingmenn áttu , eins og aðrir, alla möguleika á að koma með sína framtíðarsýn,“ segir Óli Björn. Hann telji þetta fyrsta skrefið í rétta átt, enda þyki honum ekki ákjósanlegt að ríkið sé meirihlutaeigandi í bankanum. „Það er verið að stíga hér lítið skref, vegna þess að þetta er lítið skref í þá átt að draga úr umsvifum ríkisins á fjármálamarkaði – 25 eða 35 prósent hlutur. Ríkið verður enn þá yfirgnæfandi meirihlutaeigandi í Íslandsbanka, ég vona að það verði ekki til langframa.“ Þá er hann ósammála þeirri skoðun Oddnýjar að nú sé óheppilegur tími til þess að hefja söluferli. Allt bendi til þess að það sé skynsamlegt að ráðast í slíkar aðgerðir nú þegar litið sé til þróunar á hlutabréfamarkaði hér á landi. „Það sem skiptir líka máli í þessu máli er að þegar við erum að búa okkur undir viðspyrnuna sem verður hér á næstu mánuðum, að þá skiptir okkur miklu máli að innlendur hlutabréfamarkaður sé öflugur. Við höfum vísbendingar um það að áhugi á fjárfestingum í hlutabréfum er að aukast, jafnt hjá fagfjárfestum sem einstaklingum. Þessi væntanlega skráning á hlutum Íslandsbanka mun verða vítamínsprauta á íslenskan hlutabréfamarkað og gefa aukna viðspyrnu í efnahagslífinu hér á komandi vikum og mánuðum.“ Óli Björn telur skráningu á hlutum í Íslandsbanka vítamínsprautu fyrir íslenskan hlutabréfamarkað.Vísir/Einar „Ekki ákall frá almenningi“ Oddný vísar til könnunar sem Gallup vann fyrir Alþýðusamband Íslands þar sem 56 prósent svarenda sögðust vera andvígir sölu Íslandsbanka. Drífa Snædal, forseti ASÍ, sagði könnunina sýna svart á hvítu að aðgerðin nyti ekki stuðnings meðal almennings. „Það er ekki ákall frá almenningi að fara að selja frá okkur hluti í ríkisbanka sem við gætum nýtt til þess að skipuleggja með öðrum hætti – við gætum verið að spila frá okkur tækifæri til þess að fara í framtíðarbankakerfið,“ segir Oddný og vísar þar meðal annars til möguleika á samfélagsbanka. „Það liggur ekkert á, þessir bankar eru ágætlega reknir. Almenningur er ekki að kalla eftir þessari sölu og ég vil hlýða kalli almennings. Ég vil ekki hlýða kalli nokkurra fjárfesta sem eru í vandræðum með peningana sína eins og ríkisstjórnin vill gera.“ Óli Björn segir mikilvægt að spyrja almenning að því hvort hann sé fylgjandi því að ríkið „bindi um aldur og ævi 350 til 400 milljarða í áhættusömum rekstri á fjármálamarkaði“ eða hvort nýta eigi þá fjármuni í önnur samfélagsverkefni. Því er Oddný ekki sammála. „Það er ódýrara núna að taka lán fyrir því.“
Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Víglínan Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira