Sakar bæjaryfirvöld í Kópavogi um sjálftöku, spillingu og leyndarhyggju Jakob Bjarnar skrifar 29. janúar 2021 12:54 Ármann Kr. Ólafsson er bæjar- og framkvæmdastjóri í Kópavogi þar sem Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur eru í meirihlutasamstarfi. Sigurbjörg Erla Pírati telur það í meira lagi óeðlilegt hvernig auglýsingastyrkjum frá bænum til flokkanna er hagað. Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, fulltrúi Pírata í bæjarstjórn Kópavogsbæjar, segir Sjálfstæðisflokkinn dæla auglýsingafé í málgagn sitt í bænum langt umfram heimildir. „Nú er komið í ljós að Sjálfstæðisflokkurinn hefur hlotið langhæsta auglýsingastyrkinn á tímabilinu. Ekki nóg með það, heldur hefur Sjálfstæðisflokkurinn líka hlotið umtalsverðar upphæðir greiddar umfram téð viðmið, en fyrir alþingiskosningarnar 2016 og 2017 keypti Kópavogsbær viðbótarauglýsingar í Voga, tímarit Sjálfstæðismanna,“ segir Sigurbjörg Erla í harðorðum pistli á Facebook. Sigurbjörg Erla segir Kópavogsbæ kaupa reglulega auglýsingar í Vogum, tímariti Sjálfstæðismanna í Kópavogi. Hún hafi komist að því fyrir tilviljun og spurðist þá fyrir um hvaða reglur giltu um styrki til stjórnmálaflokka af þessum toga? Hún fékk þau svör að viðmið um auglýsingar til stjórnmálaflokka hafi verið ákveðin á fundi kjörinna fulltrúa árið 2011 og miðað hafi verið við 150.000 krónur á ári. Sjálftaka, spillingarmenning og leyndarhyggja í Kópavogi Kópavogsbær kaupir reglulega auglýsingar í Vogum, tímariti...Posted by Sigurbjörg Erla Egilsdóttir on Fimmtudagur, 28. janúar 2021 „Þessi samþykkt er þó hvergi skráð í opinberum gögnum og þeir flokkar sem hafa komið nýir inn í bæjarstjórn eftir að þetta var samþykkt hafa ekki verið upplýstir um styrkina,“ segir Sigurbjörg Erla. Sjálfstæðisflokkurinn tekur til sín hæstu styrkina Hún grennslaðist í kjölfarið fyrir um upphæðir þessara styrkja síðustu tvö kjörtímabil. Píratinn telur einsýnt að Kópavogsbær, sem heldur utan um skipulag kosninga og eigi að vera með öllu hlutlaus aðili, hafi þannig greitt fyrir kosningaauglýsingu í málgagni Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, sama flokks og heldur utan um stjórnartaumana, sem er til þess að fallið að hvetja þennan hóp til kosningaþátttöku. Enga stoð sé að finna fyrir því í samþykktum, engar þessara greiðslna hafa komið fyrir bæjarráð og þær finnast hvergi í opnu bókhaldi bæjarins. Upplýsingarnar sem Sigurbjörg Erla fékk um styrki til flokkanna til auglýsingastarfsemi. „Þetta fyrirkomulag er til þess fallið að fela styrkveitingar til stjórnmálaflokka og gefa ákveðnum flokkum forskot að hærri styrkjum en öðrum. Fyrirkomulagið er ógagnsætt, hvergi birt og ekki kynnt öllum flokkum. Nú er það auk þess orðið ljóst að flokkurinn sem er við stjórn hefur notið þess mest og fengið hæstu styrkina,“ segir Sigurbjörg Erla sem telur að réttast væri að leggja þessa auglýsingastyrki til stjórnmálaflokka af hið snarasta, samhliða því að rannsaka þær greiðslur sem Sjálfstæðisflokkurinn í Kópavogi hefur fengið úr bæjarsjóði undanfarin ár. Málinu frestar þar til á næsta fundi Sigurbjörg Erla tók málið upp á fundi bæjarráðs Kópavogs í gær og lagði fram fyrirspurn. Umræður urðu en málinu var frestað til næsta fundar. Fram kom tillaga um að samþykkja reglur í samræmi við það sem ákveðið var 2011 en Sigurbjörg Erla lagði til að við styrkirnir yrðu aflagðir. Yfirlýst markmið þeirra er að „styðja við lýðræðislega umræðu“ en Sigurbjörg getur ómögulega séð að þeim markmiðum hafi verið náð, fyrst og fremst er það Sjálfstæðisflokkurinn sem þetta nýtir enda eini flokkurinn sem gefur út sérstakt málgagn. Sigurbjörg lagði fram eftirfarandi bókun á fundinum: „Óska eftir yfirliti yfir allar greiðslur á sama tímabili frá Kópavogsbæ til Sjálfstæðisfélagsins í Kópavogi og annarra stjórnmálaflokka, eða til annarra aðila vegna vöru eða þjónustu fyrir stjórnmálaflokka. Óska jafnframt eftir upplýsingum um hvers vegna þessar greiðslur koma ekki fram í opna bókhaldi Kópavogsbæjar.“ Kópavogur Auglýsinga- og markaðsmál Fjölmiðlar Stjórnsýsla Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Sjá meira
„Nú er komið í ljós að Sjálfstæðisflokkurinn hefur hlotið langhæsta auglýsingastyrkinn á tímabilinu. Ekki nóg með það, heldur hefur Sjálfstæðisflokkurinn líka hlotið umtalsverðar upphæðir greiddar umfram téð viðmið, en fyrir alþingiskosningarnar 2016 og 2017 keypti Kópavogsbær viðbótarauglýsingar í Voga, tímarit Sjálfstæðismanna,“ segir Sigurbjörg Erla í harðorðum pistli á Facebook. Sigurbjörg Erla segir Kópavogsbæ kaupa reglulega auglýsingar í Vogum, tímariti Sjálfstæðismanna í Kópavogi. Hún hafi komist að því fyrir tilviljun og spurðist þá fyrir um hvaða reglur giltu um styrki til stjórnmálaflokka af þessum toga? Hún fékk þau svör að viðmið um auglýsingar til stjórnmálaflokka hafi verið ákveðin á fundi kjörinna fulltrúa árið 2011 og miðað hafi verið við 150.000 krónur á ári. Sjálftaka, spillingarmenning og leyndarhyggja í Kópavogi Kópavogsbær kaupir reglulega auglýsingar í Vogum, tímariti...Posted by Sigurbjörg Erla Egilsdóttir on Fimmtudagur, 28. janúar 2021 „Þessi samþykkt er þó hvergi skráð í opinberum gögnum og þeir flokkar sem hafa komið nýir inn í bæjarstjórn eftir að þetta var samþykkt hafa ekki verið upplýstir um styrkina,“ segir Sigurbjörg Erla. Sjálfstæðisflokkurinn tekur til sín hæstu styrkina Hún grennslaðist í kjölfarið fyrir um upphæðir þessara styrkja síðustu tvö kjörtímabil. Píratinn telur einsýnt að Kópavogsbær, sem heldur utan um skipulag kosninga og eigi að vera með öllu hlutlaus aðili, hafi þannig greitt fyrir kosningaauglýsingu í málgagni Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, sama flokks og heldur utan um stjórnartaumana, sem er til þess að fallið að hvetja þennan hóp til kosningaþátttöku. Enga stoð sé að finna fyrir því í samþykktum, engar þessara greiðslna hafa komið fyrir bæjarráð og þær finnast hvergi í opnu bókhaldi bæjarins. Upplýsingarnar sem Sigurbjörg Erla fékk um styrki til flokkanna til auglýsingastarfsemi. „Þetta fyrirkomulag er til þess fallið að fela styrkveitingar til stjórnmálaflokka og gefa ákveðnum flokkum forskot að hærri styrkjum en öðrum. Fyrirkomulagið er ógagnsætt, hvergi birt og ekki kynnt öllum flokkum. Nú er það auk þess orðið ljóst að flokkurinn sem er við stjórn hefur notið þess mest og fengið hæstu styrkina,“ segir Sigurbjörg Erla sem telur að réttast væri að leggja þessa auglýsingastyrki til stjórnmálaflokka af hið snarasta, samhliða því að rannsaka þær greiðslur sem Sjálfstæðisflokkurinn í Kópavogi hefur fengið úr bæjarsjóði undanfarin ár. Málinu frestar þar til á næsta fundi Sigurbjörg Erla tók málið upp á fundi bæjarráðs Kópavogs í gær og lagði fram fyrirspurn. Umræður urðu en málinu var frestað til næsta fundar. Fram kom tillaga um að samþykkja reglur í samræmi við það sem ákveðið var 2011 en Sigurbjörg Erla lagði til að við styrkirnir yrðu aflagðir. Yfirlýst markmið þeirra er að „styðja við lýðræðislega umræðu“ en Sigurbjörg getur ómögulega séð að þeim markmiðum hafi verið náð, fyrst og fremst er það Sjálfstæðisflokkurinn sem þetta nýtir enda eini flokkurinn sem gefur út sérstakt málgagn. Sigurbjörg lagði fram eftirfarandi bókun á fundinum: „Óska eftir yfirliti yfir allar greiðslur á sama tímabili frá Kópavogsbæ til Sjálfstæðisfélagsins í Kópavogi og annarra stjórnmálaflokka, eða til annarra aðila vegna vöru eða þjónustu fyrir stjórnmálaflokka. Óska jafnframt eftir upplýsingum um hvers vegna þessar greiðslur koma ekki fram í opna bókhaldi Kópavogsbæjar.“
Kópavogur Auglýsinga- og markaðsmál Fjölmiðlar Stjórnsýsla Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Sjá meira