Eiga stúdentar ekki betra skilið? Isabel Alejandra Díaz skrifar 30. janúar 2021 10:30 Stúdentaráð hefur í gegnum faraldurinn lagt mikla áherslu á að vera með eins skýra mynd af stöðu stúdenta og hægt er. Töluleg gögn um þann hóp eru aftur á móti takmörkuð og er það þess vegna sem ráðið ákvað að leggja fram kannanir meðal stúdenta við Háskóla Íslands. Það var vinna sem mennta- og menningarmálaráðuneytinu þótti skynsöm og leiddi það til samstarfs á þriðju könnun ásamt Landssamtökum íslenskra stúdenta, en það samstarf lofaði mjög góðu. Sú könnun var send út 14. maí og stóð yfir til 26. maí og sýndu niðurstöður hennar 38.9% atvinnuleysi meðal stúdenta þvert á skóla landsins. Atvinnuleysið mældist jafn hátt og í annarri könnun Stúdentaráðs frá 6. apríl sem ráðinu þótti mikið áhyggjuefni. Þetta kallaði á aðgerðir sem yrðu að grípa allan stúdentahópinn: atvinnuleysisbætur. Þrátt fyrir að umrædd könnun hafi verið yfirfarin af ráðuneytinu áður en hún var send út, voru niðurstöðurnar ekki álitnar alvarlegar vegna þess að við, stúdentahreyfingarnar, unnum hana. Við furðuðum okkur ekki endilega á gagnrýninni, uppbyggileg gagnrýni á alltaf rétt á sér, en það var athyglisvert að hún væri að koma eftir að könnunin var send út og unnið úr niðurstöðum hennar. Stjórnmálafræðingurinn í mér leitaði í fræðin og sömuleiðis ráðgjafar frá fyrrum leiðbeinendum og var niðurstaðan sú að stúdentahreyfingarnar stæðu sig raunar vel við að vinna það verk sem stjórnvöld unnu ekki. Samt sem áður ákvað mennta- og menningarmálaráðuneytið að senda út fjórðu könnunina til að fá raunverulegar tölur og fékk óháðan aðila til að framkvæma hana. Staða stúdenta kortlögð, eða hvað? Fjórða könnunin náði yfir tímabilið 29. maí til 11. júní en ráðuneytið hefur ekki enn formlega birt niðurstöður hennar, þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir Stúdentaráðs. Ég get þó sagt frá því að atvinnuleysi stúdenta mældist 16.2% í júní samkvæmt þeirri könnun. Vinnumálastofnun hafði opnað fyrir umsóknir í sumarstörf þann 26. maí þannig að það var viðbúið að niðurstöðurnar myndu sýna að staða stúdenta hefði skánað. Tölurnar sýndu minnkað hlutfall atvinnulausra og betri líðan stúdenta, sem var mjög jákvætt. Hins vegar var enn atvinnuleysi meðal stúdenta og þótti Stúdentaráði réttast að athuga betur hvers vegna það væri og sömuleiðis hvað væri hægt að gera betur. Töfin á að birta niðurstöðurnar gaf ekki góð fyrirheit um hver staða námsmanna hafi í raun verið. Nú höfum við í höndunum takmarkaðar upplýsingar um sumarið 2020, í þeim skilningi að okkur er ókunnugt hvaða stúdentar voru að baki þessum 16.2%. Segja má að það hafi ekki gefist tækifæri til að kanna það betur, þó ekki vegna þess að Stúdentaráð þrýsti ekki á það — sem það gerði allt liðlangt sumarið, heldur var ekki tekið undir áhyggjur okkar og brugðist við. Upplýsingar liggja fyrir en engin viðbrögð Þann 16. júní, fimm dögum eftir að umræddri könnun lauk, sendi félagsmálaráðuneytið frá sér tilkynningu þess efnis að ekki væri þörf á að skapa fleiri störf fyrir stúdenta. Í tilkynningunni segir: „Því er ljóst að staða námsmanna á vinnumarkaði er umtalsvert betri en forystufólk námsmanna hefur talið hingað til, en alls er um 500 störfum, sem búin voru til í tengslum við átakið, óráðstafað og líkur á því að þeim fjölgi nokkuð þegar vinnu við umsóknir um störf hjá opinberum stofnunum lýkur.“ Eins og fyrr segir, þá lágu fyrir upplýsingar hjá stjórnvöldum um 16.2% atvinnuleysi meðal stúdenta á þessum sama tíma. Í samskiptum Stúdentaráðs við stjórnvöld gagnrýndi ráðið framsetningu á niðurstöðum könnunarinnar þar sem af þessum 16.2% voru dregin af 6.5%, sem voru þau sem ætluðu í sumarnám, og svo önnur 0.5% sem höfðu þegar fengið boð um starf. Þannig var meiningin að sýna fram á að aðeins 9.2% stúdenta væru atvinnulausir. Það gat ekki staðist. Að fara í sumarnám er með engu móti það sama og að eiga starf sér til framfærslu. Af þessum sem ætluðu í sumarnám voru líka 10.5% sem sögðust ætla að vera á námslánum samhliða. Það er skuldsetning. Atvinnuleysi mældist enn meðal stúdenta og þörf var á viðbrögðum. Hafi bæði ráðuneytin verið viss um að ekki hefði náðst að manna sumarstörfin vegna þess að allt námsfólk væri komið með vinnu, hefði mátt sýna fram á það með því að birta niðurstöður fjórðu könnunarinnar. Þessi sumarstörf voru vel að merkja ætluð bæði framhaldsskólanemum og háskólanemum sem samanlagt voru rúmlega 30 þúsund talsins. Flest þeirra beindust að rannsóknartengdum verkefnum í Háskóla Íslands, hjá opinberum stofnunum og ráðuneytum, og kröfðu umsækjendur oftar en ekki um að hafa lokið ákveðnum árangri í háskólanámi. Vandamálið var því ekki að skortur væri á námsfólki til að manna störfin, heldur endurspeglaði framboðið ekki þann stóra hóp sem námsfólk myndar: bóknema, iðnnema, listnema o.s.frv. Stúdentaráð taldi strax í mars að störfin myndu ekki grípa alla og ofangreindir punktar færa rök fyrir því. Af fjölda skráninga í sumarnám mátti að auki álykta að stúdentar hafi kosið að fara í nám í eitt misseri til viðbótar frekar en að bíða þar til um miðjan júní eftir starfi. Stúdentaráð óskaði ítrekað eftir því að niðurstöður fjórðu könnunarinnar yrðu birtar. Við litum fyrst og fremst svo á að stjórnvöldum væri skylt að upplýsa stúdenta um niðurstöðurnar, samhliða því að boða markvissar aðgerðir. Í öðru lagi töldum við ljóst að það yrði að huga að öllum stúdentum og ganga úr skugga um að enginn væri skilinn eftir. Alveg sama þó um væri að ræða tíu, hundrað eða þúsund manns. Stjórnvöld sögðust ætla að grípa alla og þeim bar að standa við það. Það loforð á eftir að efna og það verður að gera, því stúdentar eiga betra skilið. Höfundur er forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Stúdentar eiga betra skilið from Stúdentaráð on Vimeo. Greinin er hluti af „Eiga stúdentar ekki betra skilið?“ , herferð Stúdentaráðs Háskóla Íslands um fjárhagslegt öryggi stúdenta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Isabel Alejandra Díaz Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring Skoðun Skoðun Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Stúdentaráð hefur í gegnum faraldurinn lagt mikla áherslu á að vera með eins skýra mynd af stöðu stúdenta og hægt er. Töluleg gögn um þann hóp eru aftur á móti takmörkuð og er það þess vegna sem ráðið ákvað að leggja fram kannanir meðal stúdenta við Háskóla Íslands. Það var vinna sem mennta- og menningarmálaráðuneytinu þótti skynsöm og leiddi það til samstarfs á þriðju könnun ásamt Landssamtökum íslenskra stúdenta, en það samstarf lofaði mjög góðu. Sú könnun var send út 14. maí og stóð yfir til 26. maí og sýndu niðurstöður hennar 38.9% atvinnuleysi meðal stúdenta þvert á skóla landsins. Atvinnuleysið mældist jafn hátt og í annarri könnun Stúdentaráðs frá 6. apríl sem ráðinu þótti mikið áhyggjuefni. Þetta kallaði á aðgerðir sem yrðu að grípa allan stúdentahópinn: atvinnuleysisbætur. Þrátt fyrir að umrædd könnun hafi verið yfirfarin af ráðuneytinu áður en hún var send út, voru niðurstöðurnar ekki álitnar alvarlegar vegna þess að við, stúdentahreyfingarnar, unnum hana. Við furðuðum okkur ekki endilega á gagnrýninni, uppbyggileg gagnrýni á alltaf rétt á sér, en það var athyglisvert að hún væri að koma eftir að könnunin var send út og unnið úr niðurstöðum hennar. Stjórnmálafræðingurinn í mér leitaði í fræðin og sömuleiðis ráðgjafar frá fyrrum leiðbeinendum og var niðurstaðan sú að stúdentahreyfingarnar stæðu sig raunar vel við að vinna það verk sem stjórnvöld unnu ekki. Samt sem áður ákvað mennta- og menningarmálaráðuneytið að senda út fjórðu könnunina til að fá raunverulegar tölur og fékk óháðan aðila til að framkvæma hana. Staða stúdenta kortlögð, eða hvað? Fjórða könnunin náði yfir tímabilið 29. maí til 11. júní en ráðuneytið hefur ekki enn formlega birt niðurstöður hennar, þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir Stúdentaráðs. Ég get þó sagt frá því að atvinnuleysi stúdenta mældist 16.2% í júní samkvæmt þeirri könnun. Vinnumálastofnun hafði opnað fyrir umsóknir í sumarstörf þann 26. maí þannig að það var viðbúið að niðurstöðurnar myndu sýna að staða stúdenta hefði skánað. Tölurnar sýndu minnkað hlutfall atvinnulausra og betri líðan stúdenta, sem var mjög jákvætt. Hins vegar var enn atvinnuleysi meðal stúdenta og þótti Stúdentaráði réttast að athuga betur hvers vegna það væri og sömuleiðis hvað væri hægt að gera betur. Töfin á að birta niðurstöðurnar gaf ekki góð fyrirheit um hver staða námsmanna hafi í raun verið. Nú höfum við í höndunum takmarkaðar upplýsingar um sumarið 2020, í þeim skilningi að okkur er ókunnugt hvaða stúdentar voru að baki þessum 16.2%. Segja má að það hafi ekki gefist tækifæri til að kanna það betur, þó ekki vegna þess að Stúdentaráð þrýsti ekki á það — sem það gerði allt liðlangt sumarið, heldur var ekki tekið undir áhyggjur okkar og brugðist við. Upplýsingar liggja fyrir en engin viðbrögð Þann 16. júní, fimm dögum eftir að umræddri könnun lauk, sendi félagsmálaráðuneytið frá sér tilkynningu þess efnis að ekki væri þörf á að skapa fleiri störf fyrir stúdenta. Í tilkynningunni segir: „Því er ljóst að staða námsmanna á vinnumarkaði er umtalsvert betri en forystufólk námsmanna hefur talið hingað til, en alls er um 500 störfum, sem búin voru til í tengslum við átakið, óráðstafað og líkur á því að þeim fjölgi nokkuð þegar vinnu við umsóknir um störf hjá opinberum stofnunum lýkur.“ Eins og fyrr segir, þá lágu fyrir upplýsingar hjá stjórnvöldum um 16.2% atvinnuleysi meðal stúdenta á þessum sama tíma. Í samskiptum Stúdentaráðs við stjórnvöld gagnrýndi ráðið framsetningu á niðurstöðum könnunarinnar þar sem af þessum 16.2% voru dregin af 6.5%, sem voru þau sem ætluðu í sumarnám, og svo önnur 0.5% sem höfðu þegar fengið boð um starf. Þannig var meiningin að sýna fram á að aðeins 9.2% stúdenta væru atvinnulausir. Það gat ekki staðist. Að fara í sumarnám er með engu móti það sama og að eiga starf sér til framfærslu. Af þessum sem ætluðu í sumarnám voru líka 10.5% sem sögðust ætla að vera á námslánum samhliða. Það er skuldsetning. Atvinnuleysi mældist enn meðal stúdenta og þörf var á viðbrögðum. Hafi bæði ráðuneytin verið viss um að ekki hefði náðst að manna sumarstörfin vegna þess að allt námsfólk væri komið með vinnu, hefði mátt sýna fram á það með því að birta niðurstöður fjórðu könnunarinnar. Þessi sumarstörf voru vel að merkja ætluð bæði framhaldsskólanemum og háskólanemum sem samanlagt voru rúmlega 30 þúsund talsins. Flest þeirra beindust að rannsóknartengdum verkefnum í Háskóla Íslands, hjá opinberum stofnunum og ráðuneytum, og kröfðu umsækjendur oftar en ekki um að hafa lokið ákveðnum árangri í háskólanámi. Vandamálið var því ekki að skortur væri á námsfólki til að manna störfin, heldur endurspeglaði framboðið ekki þann stóra hóp sem námsfólk myndar: bóknema, iðnnema, listnema o.s.frv. Stúdentaráð taldi strax í mars að störfin myndu ekki grípa alla og ofangreindir punktar færa rök fyrir því. Af fjölda skráninga í sumarnám mátti að auki álykta að stúdentar hafi kosið að fara í nám í eitt misseri til viðbótar frekar en að bíða þar til um miðjan júní eftir starfi. Stúdentaráð óskaði ítrekað eftir því að niðurstöður fjórðu könnunarinnar yrðu birtar. Við litum fyrst og fremst svo á að stjórnvöldum væri skylt að upplýsa stúdenta um niðurstöðurnar, samhliða því að boða markvissar aðgerðir. Í öðru lagi töldum við ljóst að það yrði að huga að öllum stúdentum og ganga úr skugga um að enginn væri skilinn eftir. Alveg sama þó um væri að ræða tíu, hundrað eða þúsund manns. Stjórnvöld sögðust ætla að grípa alla og þeim bar að standa við það. Það loforð á eftir að efna og það verður að gera, því stúdentar eiga betra skilið. Höfundur er forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Stúdentar eiga betra skilið from Stúdentaráð on Vimeo. Greinin er hluti af „Eiga stúdentar ekki betra skilið?“ , herferð Stúdentaráðs Háskóla Íslands um fjárhagslegt öryggi stúdenta.
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun