ÍR skoraði ekki í sextán mínútur gegn KA og klúðraði þrettán sóknum í röð Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. febrúar 2021 15:31 Ekkert gekk hjá ÍR í sókninni í seinni hálfleik gegn KA. vísir/vilhelm ÍR átti í miklum vandræðum í sókninni gegn KA í Olís-deild karla í gær. ÍR-ingar töpuðu leiknum með helmingsmun, 32-16, og skoruðu ekki í sextán mínútur í seinni hálfleik. Sóknarleikur ÍR var ekki burðugur í fyrri hálfleik þar sem liðið skoraði aðeins níu mörk. Hann var hins vegar öllu verri í seinni hálfleiknum. Á 44. mínútu skoraði Dagur Sverrir Kristjánsson fimmtánda mark ÍR og minnkaði muninn í sjö mörk, 22-15. Það reyndist næstsíðasta mark ÍR-inga í leiknum. Breiðhyltingar skoruðu ekki aftur fyrr en á lokamínútunni. Ólafur Haukur Matthíasson batt þá endi á rétt tæplega sextán mínútna markaþurrð ÍR þegar hann minnkaði muninn í 32-16. Þá voru ÍR-ingar tveimur mönnum fleiri. Á þessum sextán mínútna markalausa kafla fóru þrettán sóknir hjá ÍR í röð. ÍR-ingar áttu átta misheppnuð skot og töpuðu boltanum sex sinnum. Nicholas Satchwell, markvörður KA-manna, reyndist ÍR-ingum mjög erfiður og varði sjö skot á þessum kafla. Færeyingurinn varði alls tuttugu skot í leiknum, eða 56 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig. „Það fór bara flest allt úrskeiðis hér í dag. Við erum með fyrstu tíu mínúturnar og svo bara gefumst við upp. Við gerum ekki það sem fyrir er lagt. Það var ákveðið leikplan sem við ætluðum að fara eftir og við förum bara ekki eftir því. Við bara þorum ekki. KA strákarnir taka á okkur og við bara bökkum,“ sagði Kristinn Björgúlfsson, þjálfari ÍR, við Vísi eftir leikinn í KA-heimilinu í gær. „Sóknarleikurinn er vandamálið. Við gerum ekki það sem er fyrir lagt. Við höldum í alvörunni að við getum komið driplandi á og sótt í okkur mann í stað þess að koma á ferðinni. Þetta eru engin geimvísindi.“ ÍR hefur tapað öllum sjö leikjum sínum í Olís-deildinni með samtals 61 marks mun. Næsti leikur ÍR er gegn Selfossi í Austurberginu á fimmtudaginn. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla ÍR KA Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Sjá meira
Sóknarleikur ÍR var ekki burðugur í fyrri hálfleik þar sem liðið skoraði aðeins níu mörk. Hann var hins vegar öllu verri í seinni hálfleiknum. Á 44. mínútu skoraði Dagur Sverrir Kristjánsson fimmtánda mark ÍR og minnkaði muninn í sjö mörk, 22-15. Það reyndist næstsíðasta mark ÍR-inga í leiknum. Breiðhyltingar skoruðu ekki aftur fyrr en á lokamínútunni. Ólafur Haukur Matthíasson batt þá endi á rétt tæplega sextán mínútna markaþurrð ÍR þegar hann minnkaði muninn í 32-16. Þá voru ÍR-ingar tveimur mönnum fleiri. Á þessum sextán mínútna markalausa kafla fóru þrettán sóknir hjá ÍR í röð. ÍR-ingar áttu átta misheppnuð skot og töpuðu boltanum sex sinnum. Nicholas Satchwell, markvörður KA-manna, reyndist ÍR-ingum mjög erfiður og varði sjö skot á þessum kafla. Færeyingurinn varði alls tuttugu skot í leiknum, eða 56 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig. „Það fór bara flest allt úrskeiðis hér í dag. Við erum með fyrstu tíu mínúturnar og svo bara gefumst við upp. Við gerum ekki það sem fyrir er lagt. Það var ákveðið leikplan sem við ætluðum að fara eftir og við förum bara ekki eftir því. Við bara þorum ekki. KA strákarnir taka á okkur og við bara bökkum,“ sagði Kristinn Björgúlfsson, þjálfari ÍR, við Vísi eftir leikinn í KA-heimilinu í gær. „Sóknarleikurinn er vandamálið. Við gerum ekki það sem er fyrir lagt. Við höldum í alvörunni að við getum komið driplandi á og sótt í okkur mann í stað þess að koma á ferðinni. Þetta eru engin geimvísindi.“ ÍR hefur tapað öllum sjö leikjum sínum í Olís-deildinni með samtals 61 marks mun. Næsti leikur ÍR er gegn Selfossi í Austurberginu á fimmtudaginn. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla ÍR KA Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti