Gera athugasemd við aukið flækjustig fyrir þá sem vilja ganga í hjónaband Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. febrúar 2021 12:28 Siðmennt hefur áhyggjur af því að ákveðnar tillögur í drögum að frumvarpi til breytinga á hjúskaparlögum muni gera einstaklingum erfiðara fyrir að ganga í hjónaband. Í frumvarpinu er meðal annars lagt til að könnun hjónavígsluskilyrða fari einungis fram hjá sýslumönnum en í núgildandi lögum eru það löggildir hjónavígslumenn sem hafa til þess heimild. það er prestar, forstöðumen skráðra trúfélaga eða lífsskoðunarfélaga eða umboðsmenn þeirra og borgaralegir vígslumenn. Samkvæmt greinargerð með frumvarpsdrögunum hafa starfsmenn Þjóðskrár Íslands, sem hefur meðal annars það hlutverk að taka á móti og skrá tilkynningar um hjónavígslur, orðið varir við að ágallar séu á útfyllingu eyðublaðsins um tilkynningu hjónavígslu, könnunarvottorð og svaramannavottorð. Ágallarnir séu af ýmsu tagi og því tilefni til að endurskoða ferlið. Inga Auðbjörg Kristjánsdóttir Straumland, formaður Siðmenntar, segist hafa áhyggjur af því að tilfærsla könnunarinnar til sýslumanna verði hins vegar til þess að flækja ferlið, lengja það og auka kostnað þeirra sem vilja ganga í hjónband. „Við höfum áhyggjur af því að þetta auki flækjustig fyrir hinn almenna borgara sem vill ganga í hjónaband. Og það getur verið jafnvel í bráðatilfellum, þegar fólk er veikt og þarf að ganga hratt í hjónband,“ segir Inga. Eins og er taki tvo til þrjá daga að klára ferlið frá hugmynd til vígslu en með breytingunum gæti það lengst í tvær til þrjár vikur. Þá segir hún að verið sé að gera fólki erfiðara fyrir, til dæmis eigi ekki allir auðvelt með að komast frá á vinnutíma og þá feli breytingarnar í sér 20 prósent kostnaðarauka frá því sem er. „Löggjafinn þarf náttúrulega alltaf að hafa í huga hvað erum við að gera hérna..? Jú, við erum að gera fólki kleyft að ganga í hjónaband; hvernig getum við gert það? Það þarf að vera öruggt en það þarf líka að vera einfalt.“ Inga varpar fram þeirri hugmynd að einfalda ferlið með því að færa verkefnið allt yfir til Þjóðskrár, sem sér nú þegar um að gefa út fæðingar- og hjúskaparvottorð. Umsagnafrestur um frumvarpsdrögin rennur út á morgun. Umsögn Siðmenntar. Félagsmál Fjölskyldumál Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Í frumvarpinu er meðal annars lagt til að könnun hjónavígsluskilyrða fari einungis fram hjá sýslumönnum en í núgildandi lögum eru það löggildir hjónavígslumenn sem hafa til þess heimild. það er prestar, forstöðumen skráðra trúfélaga eða lífsskoðunarfélaga eða umboðsmenn þeirra og borgaralegir vígslumenn. Samkvæmt greinargerð með frumvarpsdrögunum hafa starfsmenn Þjóðskrár Íslands, sem hefur meðal annars það hlutverk að taka á móti og skrá tilkynningar um hjónavígslur, orðið varir við að ágallar séu á útfyllingu eyðublaðsins um tilkynningu hjónavígslu, könnunarvottorð og svaramannavottorð. Ágallarnir séu af ýmsu tagi og því tilefni til að endurskoða ferlið. Inga Auðbjörg Kristjánsdóttir Straumland, formaður Siðmenntar, segist hafa áhyggjur af því að tilfærsla könnunarinnar til sýslumanna verði hins vegar til þess að flækja ferlið, lengja það og auka kostnað þeirra sem vilja ganga í hjónband. „Við höfum áhyggjur af því að þetta auki flækjustig fyrir hinn almenna borgara sem vill ganga í hjónaband. Og það getur verið jafnvel í bráðatilfellum, þegar fólk er veikt og þarf að ganga hratt í hjónband,“ segir Inga. Eins og er taki tvo til þrjá daga að klára ferlið frá hugmynd til vígslu en með breytingunum gæti það lengst í tvær til þrjár vikur. Þá segir hún að verið sé að gera fólki erfiðara fyrir, til dæmis eigi ekki allir auðvelt með að komast frá á vinnutíma og þá feli breytingarnar í sér 20 prósent kostnaðarauka frá því sem er. „Löggjafinn þarf náttúrulega alltaf að hafa í huga hvað erum við að gera hérna..? Jú, við erum að gera fólki kleyft að ganga í hjónaband; hvernig getum við gert það? Það þarf að vera öruggt en það þarf líka að vera einfalt.“ Inga varpar fram þeirri hugmynd að einfalda ferlið með því að færa verkefnið allt yfir til Þjóðskrár, sem sér nú þegar um að gefa út fæðingar- og hjúskaparvottorð. Umsagnafrestur um frumvarpsdrögin rennur út á morgun. Umsögn Siðmenntar.
Félagsmál Fjölskyldumál Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira