Arnar: Ég nenni ekkert að vera í þessu viðtali Andri Már Eggertsson skrifar 5. mars 2021 21:39 Arnar Daði var súr og svekktur í kvöld. vísir/hulda margrét Stjarnan vann ævintýralegan sigur á Gróttu í kvöld 28 - 27. Leikurinn var í járnum allan leikinn og skoraði Sverrir Eyjólfsson sigur mark Stjörnunnar þegar tæplega þrjár sekúndur voru eftir af leiknum. „Ég nenni þessu viðtali lítið sem ekkert þessa stundina, mér líður ömurlega þetta er mjög leiðinlegt. Sóknin okkar í restina fer með leikinn, eftir að við komumst yfir 27-25 skorum við ekki mark sem fer með leikinn,” sagði Arnar Daði þjálfari Gróttu hundsvekktur eftir leik. „Strákarnir voru að gera það sem við lögðum upp með undir lok leiks. Við áttum góðan kafla á undan þar sem við vorum lentir þremur mörkum undir sem við breytum í fimm marka kafla frá okkur sem kemur okkur tveimur mörkum yfir. Ég hefði mögulega átt að taka leikhlé fyrr en ég veðjaði á að fá betri sókn alveg í lokinn,” sagði Arnar Daði og bætti við að leikhlés ákvörðunin hans kom í bakið á honum. Bæði lið voru lengi að koma sér í takt við leikinn. Eftir að rúmlega tíu mínútur voru liðnar af leiknum var staðan aðeins 2-2 og lítið um góðar sóknir. „Byrjun leiksins var mjög léleg, við köstum boltanum oft frá okkur, þegar við skutum á sjálft markið þá skoruðum við. Við erum bara í vegferð sem gerir okkur mjög erfitt fyrir að æfa nýja hluti og koma inn áherslum þar sem það er stutt á milli leikja.” Sverrir Eyjólfsson línumaður Stjörnunnar skoraði sigurmark leiksins á mjög dramatískan hátt þegar tæplega þrjár sekúndur voru eftir af leiknum. „Mér finnst þetta mjög líkt mark og það sem Haukarnir gerðu á móti okkur í fyrstu umferð mótsins, línan er laus vegna þess að þristurinn fer út í Tandra sem er góður skotmaður, Tandri hefði eflaust skorað sjálfur hefði hann fengið opið skot,” sagði Arnar svekktur og bætti við að þetta verður ekki leiðinlegra en þetta. Olís-deild karla Grótta Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Grótta 28-27 | Flautumark í Garðabæ Það var aftur spennutryllir er Stjarnan og Grótta mættust í Olís deild karla í kvöld. Báðir leikir liðanna á þessari leiktíð hafa verið mikil skemmtun. 5. mars 2021 20:58 Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Sport Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Markvörður City: „Liverpool ekki besti hlutinn af Bretlandi“ Enski boltinn Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Enski boltinn Fleiri fréttir Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Sjá meira
„Ég nenni þessu viðtali lítið sem ekkert þessa stundina, mér líður ömurlega þetta er mjög leiðinlegt. Sóknin okkar í restina fer með leikinn, eftir að við komumst yfir 27-25 skorum við ekki mark sem fer með leikinn,” sagði Arnar Daði þjálfari Gróttu hundsvekktur eftir leik. „Strákarnir voru að gera það sem við lögðum upp með undir lok leiks. Við áttum góðan kafla á undan þar sem við vorum lentir þremur mörkum undir sem við breytum í fimm marka kafla frá okkur sem kemur okkur tveimur mörkum yfir. Ég hefði mögulega átt að taka leikhlé fyrr en ég veðjaði á að fá betri sókn alveg í lokinn,” sagði Arnar Daði og bætti við að leikhlés ákvörðunin hans kom í bakið á honum. Bæði lið voru lengi að koma sér í takt við leikinn. Eftir að rúmlega tíu mínútur voru liðnar af leiknum var staðan aðeins 2-2 og lítið um góðar sóknir. „Byrjun leiksins var mjög léleg, við köstum boltanum oft frá okkur, þegar við skutum á sjálft markið þá skoruðum við. Við erum bara í vegferð sem gerir okkur mjög erfitt fyrir að æfa nýja hluti og koma inn áherslum þar sem það er stutt á milli leikja.” Sverrir Eyjólfsson línumaður Stjörnunnar skoraði sigurmark leiksins á mjög dramatískan hátt þegar tæplega þrjár sekúndur voru eftir af leiknum. „Mér finnst þetta mjög líkt mark og það sem Haukarnir gerðu á móti okkur í fyrstu umferð mótsins, línan er laus vegna þess að þristurinn fer út í Tandra sem er góður skotmaður, Tandri hefði eflaust skorað sjálfur hefði hann fengið opið skot,” sagði Arnar svekktur og bætti við að þetta verður ekki leiðinlegra en þetta.
Olís-deild karla Grótta Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Grótta 28-27 | Flautumark í Garðabæ Það var aftur spennutryllir er Stjarnan og Grótta mættust í Olís deild karla í kvöld. Báðir leikir liðanna á þessari leiktíð hafa verið mikil skemmtun. 5. mars 2021 20:58 Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Sport Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Markvörður City: „Liverpool ekki besti hlutinn af Bretlandi“ Enski boltinn Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Enski boltinn Fleiri fréttir Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Grótta 28-27 | Flautumark í Garðabæ Það var aftur spennutryllir er Stjarnan og Grótta mættust í Olís deild karla í kvöld. Báðir leikir liðanna á þessari leiktíð hafa verið mikil skemmtun. 5. mars 2021 20:58
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik