Heyrðu hljóðið í vindinum og leysitæki á Mars Kjartan Kjartansson skrifar 11. mars 2021 16:29 Nærmynd af steini úr SuperCam-mælitæki Perseverance. Steinninn hlaut heitið Máaz. Það þýðir Mars á tungumáli Navajo-frumbyggja í Norður-Ameríku. Hann reyndist úr basalti. NASA/JPL-Caltech/LANL/CNES/CNRS Hljóðupptökur úr leysimælitæki bandaríska könnunarjeppans Perseverance á Mars hafa nú verið birtar opinberlega. Á þeim má heyra gnauðandi vindinn á nágrannareikistjörnunni og hljóðið í leysigeisla sem er skotið á steina. SuperCam-mælitækinu er ætlað að greina steina úr fjarlægð. Leysigeisli sem það skýtur veitir upplýsingar um efnasamsetningu steinanna. Tækið er einnig búið hljóðnema en hljóðið í geislanum þegar hann skellur á steinunum gefur vísindamönnum hugmynd um hversu harðir þeir eru. Það hjálpar til þegar efnasamsetning er keimlík. „Tökum sem dæmi kalkstein og marmara. Þessi tvö efni hafa nákvæmlega sömu efnasamsetningu, kalsíumkarbónat, en gerólíka efniseiginleika,“ útskýrir Naomi Murdoch frá Loftsiglinga- og geimstofnun Frakklands fyrir breska ríkisútvarpinu BBC. Fyrsti steinninn sem var skoðaður með SuperCam reyndist vera basalt en ofgnótt er af bergtegundinni á Mars. Bandaríska geimvísindastofnunin NASA hefur nú birt hljópupptækur úr SuperCam-tækinu. Í einni þeirra heyrast reglulegir smellir í leysigeislanum þegar hann skellur á steinum. Í annarri má hlusta á marsneska vindinn hvína. NASA · First Acoustic Recording of Laser Shots on Mars Perseverance lenti á Mars 18. febrúar. Meginmarkmið leiðangursins er að leita að merkjum um líf sem menn telja ekki útilokað að gæti hafa þrifist á Mars í fyrndinni þegar aðstæður þar voru mun lífvænlegri en nú. NASA · First Audio Recording of Sounds on Mars Mars Geimurinn Vísindi Tækni Tengdar fréttir Fyrsta ökuferð Perseverance á rauðu reikistjörnunni Bandaríski könnunarjeppinn Perseverance notaði hjól sín í fyrsta skipti og ók stuttan spöl á reikistjörnunni Mars í gær. Enn er verið að búa tæki og tól jeppans fyrir fimmtán kílómetra langt ferðalag um yfirborð reikistjörnunnar næstu tvö árin. 5. mars 2021 23:39 Byrja að þróa tækni til að sækja sýni Perseverance og koma þeim til jarðar Geimvísindastofnun Bandaríkjanna hefur gert samning við fyrirtækið Northrop Gumman Systems um að þróa leið til að koma jarðvegssýnum af yfirborði Mars og til jarðarinnar. 5. mars 2021 12:59 NASA birtir myndband af lendingu Preseverance á Mars NASA birti í dag myndband af sögulegri lendingu vélmennisins Preseverance á Mars í síðustu viku. Myndbandið sýnir síðustu mínúturnar af, að margra mati spennuþrungnum, aðdragandanum að lendingunni og af lendingunni sjálfri þegar hjól vélmennisins, eða geimjeppans, snertu loks yfirborð plánetunnar. 22. febrúar 2021 23:03 Mest lesið Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Sánan í Vesturbæ rifin Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Fleiri fréttir Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Sjá meira
SuperCam-mælitækinu er ætlað að greina steina úr fjarlægð. Leysigeisli sem það skýtur veitir upplýsingar um efnasamsetningu steinanna. Tækið er einnig búið hljóðnema en hljóðið í geislanum þegar hann skellur á steinunum gefur vísindamönnum hugmynd um hversu harðir þeir eru. Það hjálpar til þegar efnasamsetning er keimlík. „Tökum sem dæmi kalkstein og marmara. Þessi tvö efni hafa nákvæmlega sömu efnasamsetningu, kalsíumkarbónat, en gerólíka efniseiginleika,“ útskýrir Naomi Murdoch frá Loftsiglinga- og geimstofnun Frakklands fyrir breska ríkisútvarpinu BBC. Fyrsti steinninn sem var skoðaður með SuperCam reyndist vera basalt en ofgnótt er af bergtegundinni á Mars. Bandaríska geimvísindastofnunin NASA hefur nú birt hljópupptækur úr SuperCam-tækinu. Í einni þeirra heyrast reglulegir smellir í leysigeislanum þegar hann skellur á steinum. Í annarri má hlusta á marsneska vindinn hvína. NASA · First Acoustic Recording of Laser Shots on Mars Perseverance lenti á Mars 18. febrúar. Meginmarkmið leiðangursins er að leita að merkjum um líf sem menn telja ekki útilokað að gæti hafa þrifist á Mars í fyrndinni þegar aðstæður þar voru mun lífvænlegri en nú. NASA · First Audio Recording of Sounds on Mars
Mars Geimurinn Vísindi Tækni Tengdar fréttir Fyrsta ökuferð Perseverance á rauðu reikistjörnunni Bandaríski könnunarjeppinn Perseverance notaði hjól sín í fyrsta skipti og ók stuttan spöl á reikistjörnunni Mars í gær. Enn er verið að búa tæki og tól jeppans fyrir fimmtán kílómetra langt ferðalag um yfirborð reikistjörnunnar næstu tvö árin. 5. mars 2021 23:39 Byrja að þróa tækni til að sækja sýni Perseverance og koma þeim til jarðar Geimvísindastofnun Bandaríkjanna hefur gert samning við fyrirtækið Northrop Gumman Systems um að þróa leið til að koma jarðvegssýnum af yfirborði Mars og til jarðarinnar. 5. mars 2021 12:59 NASA birtir myndband af lendingu Preseverance á Mars NASA birti í dag myndband af sögulegri lendingu vélmennisins Preseverance á Mars í síðustu viku. Myndbandið sýnir síðustu mínúturnar af, að margra mati spennuþrungnum, aðdragandanum að lendingunni og af lendingunni sjálfri þegar hjól vélmennisins, eða geimjeppans, snertu loks yfirborð plánetunnar. 22. febrúar 2021 23:03 Mest lesið Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Sánan í Vesturbæ rifin Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Fleiri fréttir Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Sjá meira
Fyrsta ökuferð Perseverance á rauðu reikistjörnunni Bandaríski könnunarjeppinn Perseverance notaði hjól sín í fyrsta skipti og ók stuttan spöl á reikistjörnunni Mars í gær. Enn er verið að búa tæki og tól jeppans fyrir fimmtán kílómetra langt ferðalag um yfirborð reikistjörnunnar næstu tvö árin. 5. mars 2021 23:39
Byrja að þróa tækni til að sækja sýni Perseverance og koma þeim til jarðar Geimvísindastofnun Bandaríkjanna hefur gert samning við fyrirtækið Northrop Gumman Systems um að þróa leið til að koma jarðvegssýnum af yfirborði Mars og til jarðarinnar. 5. mars 2021 12:59
NASA birtir myndband af lendingu Preseverance á Mars NASA birti í dag myndband af sögulegri lendingu vélmennisins Preseverance á Mars í síðustu viku. Myndbandið sýnir síðustu mínúturnar af, að margra mati spennuþrungnum, aðdragandanum að lendingunni og af lendingunni sjálfri þegar hjól vélmennisins, eða geimjeppans, snertu loks yfirborð plánetunnar. 22. febrúar 2021 23:03