Atkvæðagreiðsla um sameiningu Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar í júní Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. mars 2021 13:04 Mývatnssveit er í Skútustaðahreppi. Vísir/Vilhelm Sveitarstjórnir Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar hafa samþykkt að atkvæðagreiðsla um sameiningu sveitarfélaganna fari fram þann 5. júní næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Mývatnsstofu. Í tilkynningunni segir að samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaganna hafi verið skipuð í júní 2019 og hefur síðan komið saman á átján bókuðum fundum. „Nefndin skipaði fimm starfshópa sem fjölluðu um málaflokka sveitarfélaganna og lögðu fram efni og upplýsingar í greiningu og tillögugerð. Nefndin skilaði áliti sínu til sveitarstjórna þann 9. mars síðastliðinn. Nánari upplýsingar um verkefnið má finna á www.thingeyingur.is,“ segir í tilkynningunni. Atkvæðagreiðsla um sameiningu var síðan samþykkt á sveitarstjórnarfundum í vikunni þar sem bæði sveitarfélögin skoruðu jafnframt á ríkisstjórnina og Alþingi að bæta samgöngur innan svæðisins: „Að sérstök áhersla verði lögð á bundið slitlag á héraðs- og tengivegum. Að flýta breikkun einbreiðra brúa yfir Skjálfandafljót og Jökulsá á Fjöllum á þjóðvegi 1 og á tengingum milli byggða, til dæmis um Engidalsveg. Þá leggja sveitarstjórnir áherslu á að öruggar samgöngur verði tryggðar innan svæðisins og við nærliggjandi þjónustukjarna, svo sem um Ljósavatnsskarð og að það verði hugað að endurskipulagningu almenningssamgangna þannig að þær þjóni hagsmunum íbúa svæðisins. Skútustaðahreppur og Þingeyjarsveit hafa átt í miklu samstarfi sín á milli síðustu ár. Sveitarfélögin eiga formlegt samstarf um skipulags- og byggingarmál og brunavarnir ásamt ýmsum samstarfsverkefnum. Í Skútustaðahreppi búa um 500 íbúar og í Þingeyjarsveit tæplega 900 íbúar,“ segir í tilkynningu. Skútustaðahreppur Þingeyjarsveit Sveitarstjórnarmál Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira
Í tilkynningunni segir að samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaganna hafi verið skipuð í júní 2019 og hefur síðan komið saman á átján bókuðum fundum. „Nefndin skipaði fimm starfshópa sem fjölluðu um málaflokka sveitarfélaganna og lögðu fram efni og upplýsingar í greiningu og tillögugerð. Nefndin skilaði áliti sínu til sveitarstjórna þann 9. mars síðastliðinn. Nánari upplýsingar um verkefnið má finna á www.thingeyingur.is,“ segir í tilkynningunni. Atkvæðagreiðsla um sameiningu var síðan samþykkt á sveitarstjórnarfundum í vikunni þar sem bæði sveitarfélögin skoruðu jafnframt á ríkisstjórnina og Alþingi að bæta samgöngur innan svæðisins: „Að sérstök áhersla verði lögð á bundið slitlag á héraðs- og tengivegum. Að flýta breikkun einbreiðra brúa yfir Skjálfandafljót og Jökulsá á Fjöllum á þjóðvegi 1 og á tengingum milli byggða, til dæmis um Engidalsveg. Þá leggja sveitarstjórnir áherslu á að öruggar samgöngur verði tryggðar innan svæðisins og við nærliggjandi þjónustukjarna, svo sem um Ljósavatnsskarð og að það verði hugað að endurskipulagningu almenningssamgangna þannig að þær þjóni hagsmunum íbúa svæðisins. Skútustaðahreppur og Þingeyjarsveit hafa átt í miklu samstarfi sín á milli síðustu ár. Sveitarfélögin eiga formlegt samstarf um skipulags- og byggingarmál og brunavarnir ásamt ýmsum samstarfsverkefnum. Í Skútustaðahreppi búa um 500 íbúar og í Þingeyjarsveit tæplega 900 íbúar,“ segir í tilkynningu.
Skútustaðahreppur Þingeyjarsveit Sveitarstjórnarmál Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira