Matur

Blindur bakstur: Bollakökur með sítrónufyllingu og marengskremi

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Í þáttunum Blindur bakstur fá keppendur hvorki að vita hvað þau eiga að baka né hvað uppskriftin inniheldur, þau þurfa algjörlega að fylgja leiðbeiningum Evu í blindni. Í
Í þáttunum Blindur bakstur fá keppendur hvorki að vita hvað þau eiga að baka né hvað uppskriftin inniheldur, þau þurfa algjörlega að fylgja leiðbeiningum Evu í blindni. Í Blindur bakstur

Í Blindum bakstri um helgina bökuðu keppendurnir Guðrún Gunnars og Margrét Eir bollakökur með sítrónufyllingu og marengskremi. 

Uppskriftina má finna hér fyrir neðan. 

Fylling:

  • 2 msk sítrónubörkur, rifinn
  • 2 msk sítrónusafi
  • 75 g sykur
  • 4 eggjarauður
  • 60 smjör

Aðferð:

  1. Setjið öll hráefnin í skál, setjið skálina yfir vatnsbað og hrærið þar til blandan er farin að þykkna. Hellið í skál og inn í kæli.

Bollakökur:

  • 5 dl sykur
  • 200 g smjör, við stofuhita
  • 4 egg
  • 7 ½ dl hveiti
  • 1 tsk salt
  • 2 tsk lyftiduft
  • 1 tsk vanilludropar
  • 2 msk sítrónusafi
  • Börkur af einni sítrónu
  • 1 ½ msk rjómi

Aðferð:

  1. Þeytið sykur og smjör þar til létt og ljóst. Bætið eggjum saman við, einu í einu og þeytið vel á milli.
  2. Sigtið þurrefnin og bætið þeim saman við ásamt vanillu og sítrónuberki
  3. Rjóminn og sítrónusafinn fer saman við í lokin og þeytið áfram þar til deigið er orðið silkimjúkt. Gott að stoppa einu sinni til tvisvar og skafa meðfram skálinni.
  4. Skiptið blöndunni niður í bollakökuform og bakið við 180°C í 20 mínútur.
Lokaútkoman hjá Evu Laufey í þættinum.Bllndur bakstur

Ítalskur Marengs:

  • 4 eggjahvítur
  • 300 g sykur
  • 6 msk vatn

Aðferð:

  1. Þeytið saman eggjahvítur þar til þær eru stífar.
  2. Setjið sykur og vatn og sjóðið saman þar til hitinn er orðinn 120 gráður, passa að hafa ekki of mikinn hita. Ekki koma við.
  3. Bætið sírópinu hægt saman við marengsinn.

Skreytið kökurnar svo að vild.


Tengdar fréttir

Gulrótarkakan úr Blindum bakstri

Sverrir Bergmann og Elísabet Ormslev kepptu í Blindum bakstri um helgina. Söngvararnir fylgdu Evu Laufey í blindni í baksturskeppninni og bökuðu þau gulrótarköku. 

Oreo bomban úr Blindum bakstri

Þeir Jógvan og Friðrik Ómar mættu í baksturskeppninni Blindur bakstur á Stöð 2 um helgina.








×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.