„Sjaldgæft að heimildarmyndir komist á hvíta tjaldið vestan hafs“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 25. júní 2021 14:31 Íslenska heimildamyndin „Á móti straumnum/Against the Current„ verður frumsýnd í Bandaríkjunum í dag. Á móti straumnum Íslenska heimildamyndin Á móti straumnum/Against the Current eftir Óskar Pál Sveinsson kvikmyndagerðamann verður frumsýnd í dag í kvikmyndahúsum í New York og Los Angeles í Bandaríkjunum. Myndin segir frá lífshlaupi Veigu Grétarsdóttur, kynleiðréttingu og ótrúlegu ferðalagi hennar á kajak í kringum Ísland, en hún er fyrsta manneskjan í heiminum til að róa á kajak 2.100 km í kringum um landið rangsælis, á móti straumnum. Á móti straumnum var frumsýnd á RIFF (Reykjavik International Film Festival) í október 2020 og sýnd á Stöð 2 í lok síðasta árs. Hún er tilnefnd til tveggja Edduverðlauna 2021, í flokkunum heimildamynd ársins og hljóð ársins. Myndin er framleidd af Klikk Productions og Pétri Einarssyni en hið virta Zeitgeist Films, sem hefur áratuga reynslu af dreifingu alþjóðlegra verðlaunamynda, hefur tryggt sér rétt á sýningum í N-Ameríku. Klikk Productions var stofnað árið 2002 af Kristínu Ólafsdóttur leikstjóra og framleiðanda og hefur það að markmiði að framleiða myndir tengdar mannúðarmálum, einkum sem snúa að réttindum barna og kvenna. Á meðal mynda má nefna Innsæi, Town of Runners, og Sólskinsdrenginn sem hlotið hafa fjölda tilnefninga og verðlauna. „Við erum innilega glöð og ánægð með þann áhuga og viðtökur sem Á móti straumnum hefur fengið. Erum við ekki síður stolt af að myndin verði frumsýnd í kvikmyndahúsum, en það er fremur sjaldgæft að heimildarmyndir komist á hvíta tjaldið vestan hafs. Það sýnir okkur kannski best hve vel Óskari Páli og teyminu öllu tókst að fanga þessa mikilvægu sögu og ferðalag Veigu, sem á svo mikið erindi og fór fram við hreint ótrúlegar aðstæður“ segir Kristín Ólafsdóttir. Það er skammt stórra högga á milli hjá Kristínu og hennar samstarfsfólki því sunnudaginn 27. júní verður heimildamyndin Rebel Hearts, sem einnig er framleidd af Klikk, frumsýnd á Discovery+. Er henni leikstýrt af Pedro Kos og fjallar um baráttu sem nunnur kaþólsku reglunnar Sisters of the Immaculate Heart í Los Angeles hófu gegn feðraveldi kaþólsku kirkjunnar fyrir 50 árum og stendur en. Myndin hefur hlotið mikla athygli, tilnefningar og verðlaun, meðal annars á Sundance kvikmyndahátíðinni í janúar á þessu ári. „Segja má að það sé mikið framundan hjá okkur hjá Klikk Productions, Á móti straumnum frumsýnd í Bandaríkjunum á morgun, Rebel Hearts á Discovery+ á sunnudaginn og í haust frumsýnum við stuttmyndina Footsteps On The Wind. Er hún byggð á laginu Inshallah eftir tónlistarmanninn Sting og fjallar um flóttamenn og er sögð frá sjónarhóli barna á flótta.“ Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Rær á móti straumnum til styrktar Pieta Fyrsta íslenska konan til að freista þess að róa á kajak hringinn í kringum landið hóf ferð sína í dag sem mun taka tvo til fjóra mánuði. Hún er líklega fyrsta transkonan í heiminum til að reyna slíkt afrek og mun þar að auki róa á móti straumnum sem hún segir táknrænt fyrir líf sitt. 14. maí 2019 20:00 Segist ekki upplifa fordóma í sundi: Fólk horfi en það sé saklaus forvitni „Ég er búin að fara í margar sundlaugar á Íslandi og ég hef ekki upplifað neina fordóma,“ sagði Veiga Grétarsdóttir í Bítinu á Bylgunni í morgun. „Ég hef alveg upplifað að fólk horfir, það er ekki það, en ekki fordóma.“ 14. apríl 2021 11:27 Mest lesið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Myndin segir frá lífshlaupi Veigu Grétarsdóttur, kynleiðréttingu og ótrúlegu ferðalagi hennar á kajak í kringum Ísland, en hún er fyrsta manneskjan í heiminum til að róa á kajak 2.100 km í kringum um landið rangsælis, á móti straumnum. Á móti straumnum var frumsýnd á RIFF (Reykjavik International Film Festival) í október 2020 og sýnd á Stöð 2 í lok síðasta árs. Hún er tilnefnd til tveggja Edduverðlauna 2021, í flokkunum heimildamynd ársins og hljóð ársins. Myndin er framleidd af Klikk Productions og Pétri Einarssyni en hið virta Zeitgeist Films, sem hefur áratuga reynslu af dreifingu alþjóðlegra verðlaunamynda, hefur tryggt sér rétt á sýningum í N-Ameríku. Klikk Productions var stofnað árið 2002 af Kristínu Ólafsdóttur leikstjóra og framleiðanda og hefur það að markmiði að framleiða myndir tengdar mannúðarmálum, einkum sem snúa að réttindum barna og kvenna. Á meðal mynda má nefna Innsæi, Town of Runners, og Sólskinsdrenginn sem hlotið hafa fjölda tilnefninga og verðlauna. „Við erum innilega glöð og ánægð með þann áhuga og viðtökur sem Á móti straumnum hefur fengið. Erum við ekki síður stolt af að myndin verði frumsýnd í kvikmyndahúsum, en það er fremur sjaldgæft að heimildarmyndir komist á hvíta tjaldið vestan hafs. Það sýnir okkur kannski best hve vel Óskari Páli og teyminu öllu tókst að fanga þessa mikilvægu sögu og ferðalag Veigu, sem á svo mikið erindi og fór fram við hreint ótrúlegar aðstæður“ segir Kristín Ólafsdóttir. Það er skammt stórra högga á milli hjá Kristínu og hennar samstarfsfólki því sunnudaginn 27. júní verður heimildamyndin Rebel Hearts, sem einnig er framleidd af Klikk, frumsýnd á Discovery+. Er henni leikstýrt af Pedro Kos og fjallar um baráttu sem nunnur kaþólsku reglunnar Sisters of the Immaculate Heart í Los Angeles hófu gegn feðraveldi kaþólsku kirkjunnar fyrir 50 árum og stendur en. Myndin hefur hlotið mikla athygli, tilnefningar og verðlaun, meðal annars á Sundance kvikmyndahátíðinni í janúar á þessu ári. „Segja má að það sé mikið framundan hjá okkur hjá Klikk Productions, Á móti straumnum frumsýnd í Bandaríkjunum á morgun, Rebel Hearts á Discovery+ á sunnudaginn og í haust frumsýnum við stuttmyndina Footsteps On The Wind. Er hún byggð á laginu Inshallah eftir tónlistarmanninn Sting og fjallar um flóttamenn og er sögð frá sjónarhóli barna á flótta.“
Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Rær á móti straumnum til styrktar Pieta Fyrsta íslenska konan til að freista þess að róa á kajak hringinn í kringum landið hóf ferð sína í dag sem mun taka tvo til fjóra mánuði. Hún er líklega fyrsta transkonan í heiminum til að reyna slíkt afrek og mun þar að auki róa á móti straumnum sem hún segir táknrænt fyrir líf sitt. 14. maí 2019 20:00 Segist ekki upplifa fordóma í sundi: Fólk horfi en það sé saklaus forvitni „Ég er búin að fara í margar sundlaugar á Íslandi og ég hef ekki upplifað neina fordóma,“ sagði Veiga Grétarsdóttir í Bítinu á Bylgunni í morgun. „Ég hef alveg upplifað að fólk horfir, það er ekki það, en ekki fordóma.“ 14. apríl 2021 11:27 Mest lesið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Rær á móti straumnum til styrktar Pieta Fyrsta íslenska konan til að freista þess að róa á kajak hringinn í kringum landið hóf ferð sína í dag sem mun taka tvo til fjóra mánuði. Hún er líklega fyrsta transkonan í heiminum til að reyna slíkt afrek og mun þar að auki róa á móti straumnum sem hún segir táknrænt fyrir líf sitt. 14. maí 2019 20:00
Segist ekki upplifa fordóma í sundi: Fólk horfi en það sé saklaus forvitni „Ég er búin að fara í margar sundlaugar á Íslandi og ég hef ekki upplifað neina fordóma,“ sagði Veiga Grétarsdóttir í Bítinu á Bylgunni í morgun. „Ég hef alveg upplifað að fólk horfir, það er ekki það, en ekki fordóma.“ 14. apríl 2021 11:27
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið