Minnst 30 nemendur Flensborgar með Covid-19 eftir útskriftarferð Eiður Þór Árnason skrifar 25. júlí 2021 17:41 Flestir í ferðinni útskrifuðust frá Flensborg í vor. Vísir/Vilhelm Síðustu daga hafa 30 útskriftarnemendur Flensborgarskólans greinst með Covid-19 eftir heimkomu þeirra úr 80 manna útskriftarferð á Krít. Allir nemendurnir eru nú ýmist í sóttkví eða einangrun en hópurinn kom til landsins á föstudagskvöld. Erla Sigríður Ragnarsdóttir, skólameistari Flensborgarskólans, segir í samtali við Vísi að ferðin hafi hvorki verið á vegum skólans né nemendafélags. Óneitanlega sé um að ræða leiðinlegar fregnir nú undir lok sumars. DV greindi fyrst frá málinu en flestir í ferðinni útskrifuðust frá skólanum í vor. Hópurinn kom til Íslands með erlendu leiguflugi auk annarra farþega. Samkvæmt heimildum Vísis var ekki búið að senda alla farþega vélarinnar í sóttkví fyrr í dag og hefur það leitt til mikillar óvissu meðal farþega. Að sögn almannavarna er þó öllum um borð gert að fara í sóttkví og eiga nú allir að vera búnir að fá sent boð þess efnis. Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna, hvetur farþega sem eru efins um stöðu sína til að nýta sér netspjallið á Covid.is. Stilltir og flottir krakkar Erla segist hafa komið batakveðjum á ferðalangana og beðið þá um að fara varlega. Hún hefur fulla trú á því að stúdentarnir hafi fylgt helstu tilmælum þar sem þeir þekki þessar reglur „Þau eru hlýðin og við erum nú vön ýmsu í framhaldsskólanum. Þau kunna allar þessar reglur, hafa staðið sig ofboðslega vel og fengu ítrekað hrós í vetur. Þetta eru stilltir og flottir krakkar en auðvitað er líf og fjör þegar maður er nítján eða tvítugur og fer í sína fyrstu ferð saman,“ segir Erla. Fréttin var uppfærð klukkan 18:35 með upplýsingum frá almannavörnum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grikkland Framhaldsskólar Hafnarfjörður Skóla - og menntamál Íslendingar erlendis Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Biden náðar son sinn Erlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Fleiri fréttir Fagna vel heppnaðri aðgerð sem hafi skilað árangri Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Sjá meira
Erla Sigríður Ragnarsdóttir, skólameistari Flensborgarskólans, segir í samtali við Vísi að ferðin hafi hvorki verið á vegum skólans né nemendafélags. Óneitanlega sé um að ræða leiðinlegar fregnir nú undir lok sumars. DV greindi fyrst frá málinu en flestir í ferðinni útskrifuðust frá skólanum í vor. Hópurinn kom til Íslands með erlendu leiguflugi auk annarra farþega. Samkvæmt heimildum Vísis var ekki búið að senda alla farþega vélarinnar í sóttkví fyrr í dag og hefur það leitt til mikillar óvissu meðal farþega. Að sögn almannavarna er þó öllum um borð gert að fara í sóttkví og eiga nú allir að vera búnir að fá sent boð þess efnis. Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna, hvetur farþega sem eru efins um stöðu sína til að nýta sér netspjallið á Covid.is. Stilltir og flottir krakkar Erla segist hafa komið batakveðjum á ferðalangana og beðið þá um að fara varlega. Hún hefur fulla trú á því að stúdentarnir hafi fylgt helstu tilmælum þar sem þeir þekki þessar reglur „Þau eru hlýðin og við erum nú vön ýmsu í framhaldsskólanum. Þau kunna allar þessar reglur, hafa staðið sig ofboðslega vel og fengu ítrekað hrós í vetur. Þetta eru stilltir og flottir krakkar en auðvitað er líf og fjör þegar maður er nítján eða tvítugur og fer í sína fyrstu ferð saman,“ segir Erla. Fréttin var uppfærð klukkan 18:35 með upplýsingum frá almannavörnum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grikkland Framhaldsskólar Hafnarfjörður Skóla - og menntamál Íslendingar erlendis Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Biden náðar son sinn Erlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Fleiri fréttir Fagna vel heppnaðri aðgerð sem hafi skilað árangri Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Sjá meira