Eigum við öll rétt til mennsku? Heiða Ingimarsdóttir skrifar 21. ágúst 2021 19:01 Mig setur hljóðan þessa dagana. Ég er einfaldlega þannig gerð að ég sé fólk sem manneskjur. Þess vegna verð ég svo leið þegar ég les umræðu sem snýst um „okkur“ og „þau“. Umræðu sem felur í sér gagnrýni á menningu, trúarbrögð og siði annarra, því þau búa handan landamæranna. Ég verð líka alveg ofboðslega leið þegar fólk stígur fram fullum fetum og er tilbúið að verðleggja líf annarra. Ég þekki fólk frá öllum heimsálfum þessarar blessuðu jarðar. Ég er svo heppin að hafa fengið að skyggnast inn í þeirra menningu. Ég er þakklát og heppin að hafa fæðst í Keflavík Ég er þakklát. Ég er þakklát því árið 1984 fæddist ég á Íslandi. Ég mætti alsnakin, hágrenjandi og nauðasköllótt á fæðingardeildina á heilsugæslu Keflavíkur. Ég bað ekkert um að fæðast þar. Ég fékk ekki að velja kyn mitt, að hvaða kyni ég heillaðist, hvernig ég væri á litinn eða hvaða trú væri prangað inn á mig. Þetta bara gerðist eins og það gerðist. Þarna var ég mætt. Ég hefði alveg eins getað fæðst í Afganistan. Jafn nakin, grenjað eins hátt og haft jafnlítið hár en strax átt minni möguleika á jörðinni sem við þó deilum. Þar hefði ég þurft að búa við það að mega gera ráð fyrir að vera neydd í hjónaband fyrir aldur fram með einstakling sem er líklegur til að beita mig og jafnvel fjölskyldu mína ofbeldi. Ég hefði getað lifað við það að ofbeldi, ofsóknir, ótti og morð væru hluti af daglegu lífi mínu. Hvaða rétt á ég á því að lifa öruggu lífi, með þak yfir höfuð með þeim manni sem ég elska og valdi mér sem maka? Af hverju eru börnin mín í þeirri stöðu að geta valið sér sína leið í lífinu og geta notið þess að vera í núinu? Svarið er einfalt. Við fæddumst á Íslandi. Við vorum heppin. Við erum ekkert betri en fólk sem fæðist inn í neyð. Einstaklingar sem lifa við stríðsástand eru ekki þar því þeir óskuðu þess eða af því að þeir eiga það skilið. Þeir bara fæddust í röngu landi. Ímyndum okkur hryllinginn Ég á það til að gera hugaræfingu. Æfingu sem mér finnst erfið og sársaukafull því ég vil helst ekki leyfa huganum að fara þangað. Æfingin snýst um að sjá fyrir mér hið öfuga. Ég fæðist þar sem ríkir upplausn og hryðjuverk eru daglegt brauð. Að ég eigi það á hættu að barn mitt sé numið á brott frá mér til að giftast hrotta sem ég veit að mun ekki reynast því vel. Að dætur mínar eigi ekki möguleika á menntun og að sonur minn verði alinn upp af skæruliðum sem munu afmá allt manneskjulegt úr honum. Að maðurinn minn verði beittur hryllilegu ofbeldi og jafnvel myrtur ef við göngumst ekki við þessu. Fyrir framan mig og fyrir framan börnin okkar. Í þessum aðstæðum er ég viss um að ég myndi þrá hjálp frá öðrum. Bara einhverjum sem gæti aðstoðað. Komið mér og mínum í skjól. Hjálp frá einhverjum sem fékk það hlutskipti að fæðast við frið og allsnægtir og sér að í grunninn erum við öll manneskjur, misheppin með fæðingarstað. Verum manneskjuleg, hvert við annað Það væri eflaust sárt að heyra að ég fengi ekki séns því ég fæddist í landi þar sem eru önnur trúarbrögð eða af því að það væri ekki hægt að græða nægan pening á mér. Það væri grátlegt ef líf mitt og minna væri hunsað af því að ég væri ekki „við“ heldur „þau“. Hættum að skipta fólki upp. Verum bara fólk og verum manneskjuleg hvert við annað. Við búum í mismunandi löndum, eigum öll okkar merkilegu menningu, ólíku trúarbrögð og svo framvegis en erum samt sem áður bara manneskjur samansett úr sömu líffærum og eigum okkar drauma, þrár og ástvini. Það er siðferðisleg skylda okkar að hjálpa öðru fólki í neyð! Ríkisstjórnin VERÐUR að bregðast við og taka á móti fólki sem sætir ofsóknum frá Afganistan! Við megum ekki líta undan eða standa hjá þegar verið er að ráðast á aðrar manneskjur. Höfundur skipar 5. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingiskosningar 2021 Viðreisn Reykjavíkurkjördæmi suður Afganistan Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Mig setur hljóðan þessa dagana. Ég er einfaldlega þannig gerð að ég sé fólk sem manneskjur. Þess vegna verð ég svo leið þegar ég les umræðu sem snýst um „okkur“ og „þau“. Umræðu sem felur í sér gagnrýni á menningu, trúarbrögð og siði annarra, því þau búa handan landamæranna. Ég verð líka alveg ofboðslega leið þegar fólk stígur fram fullum fetum og er tilbúið að verðleggja líf annarra. Ég þekki fólk frá öllum heimsálfum þessarar blessuðu jarðar. Ég er svo heppin að hafa fengið að skyggnast inn í þeirra menningu. Ég er þakklát og heppin að hafa fæðst í Keflavík Ég er þakklát. Ég er þakklát því árið 1984 fæddist ég á Íslandi. Ég mætti alsnakin, hágrenjandi og nauðasköllótt á fæðingardeildina á heilsugæslu Keflavíkur. Ég bað ekkert um að fæðast þar. Ég fékk ekki að velja kyn mitt, að hvaða kyni ég heillaðist, hvernig ég væri á litinn eða hvaða trú væri prangað inn á mig. Þetta bara gerðist eins og það gerðist. Þarna var ég mætt. Ég hefði alveg eins getað fæðst í Afganistan. Jafn nakin, grenjað eins hátt og haft jafnlítið hár en strax átt minni möguleika á jörðinni sem við þó deilum. Þar hefði ég þurft að búa við það að mega gera ráð fyrir að vera neydd í hjónaband fyrir aldur fram með einstakling sem er líklegur til að beita mig og jafnvel fjölskyldu mína ofbeldi. Ég hefði getað lifað við það að ofbeldi, ofsóknir, ótti og morð væru hluti af daglegu lífi mínu. Hvaða rétt á ég á því að lifa öruggu lífi, með þak yfir höfuð með þeim manni sem ég elska og valdi mér sem maka? Af hverju eru börnin mín í þeirri stöðu að geta valið sér sína leið í lífinu og geta notið þess að vera í núinu? Svarið er einfalt. Við fæddumst á Íslandi. Við vorum heppin. Við erum ekkert betri en fólk sem fæðist inn í neyð. Einstaklingar sem lifa við stríðsástand eru ekki þar því þeir óskuðu þess eða af því að þeir eiga það skilið. Þeir bara fæddust í röngu landi. Ímyndum okkur hryllinginn Ég á það til að gera hugaræfingu. Æfingu sem mér finnst erfið og sársaukafull því ég vil helst ekki leyfa huganum að fara þangað. Æfingin snýst um að sjá fyrir mér hið öfuga. Ég fæðist þar sem ríkir upplausn og hryðjuverk eru daglegt brauð. Að ég eigi það á hættu að barn mitt sé numið á brott frá mér til að giftast hrotta sem ég veit að mun ekki reynast því vel. Að dætur mínar eigi ekki möguleika á menntun og að sonur minn verði alinn upp af skæruliðum sem munu afmá allt manneskjulegt úr honum. Að maðurinn minn verði beittur hryllilegu ofbeldi og jafnvel myrtur ef við göngumst ekki við þessu. Fyrir framan mig og fyrir framan börnin okkar. Í þessum aðstæðum er ég viss um að ég myndi þrá hjálp frá öðrum. Bara einhverjum sem gæti aðstoðað. Komið mér og mínum í skjól. Hjálp frá einhverjum sem fékk það hlutskipti að fæðast við frið og allsnægtir og sér að í grunninn erum við öll manneskjur, misheppin með fæðingarstað. Verum manneskjuleg, hvert við annað Það væri eflaust sárt að heyra að ég fengi ekki séns því ég fæddist í landi þar sem eru önnur trúarbrögð eða af því að það væri ekki hægt að græða nægan pening á mér. Það væri grátlegt ef líf mitt og minna væri hunsað af því að ég væri ekki „við“ heldur „þau“. Hættum að skipta fólki upp. Verum bara fólk og verum manneskjuleg hvert við annað. Við búum í mismunandi löndum, eigum öll okkar merkilegu menningu, ólíku trúarbrögð og svo framvegis en erum samt sem áður bara manneskjur samansett úr sömu líffærum og eigum okkar drauma, þrár og ástvini. Það er siðferðisleg skylda okkar að hjálpa öðru fólki í neyð! Ríkisstjórnin VERÐUR að bregðast við og taka á móti fólki sem sætir ofsóknum frá Afganistan! Við megum ekki líta undan eða standa hjá þegar verið er að ráðast á aðrar manneskjur. Höfundur skipar 5. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar