Óttast frekari árásir ISIS í Afganistan Kjartan Kjartansson skrifar 27. ágúst 2021 09:02 Læknar hlúa að manni sem særðist í hryðjuverkaárásinni við flugvöllinn í Kabúl í gær. Tvær sjálfsmorðssprengjur voru sprengdar í mannþröng og eru fleiri en hundrað manns látnir. AP/Khwaja Tawfiq Sediqi Viðbúnaður er hjá bandarísku herliði sem aðstoðar við brottflutning afganskra flóttamanna frá Kabúl vegna möguleikans á fleiri hryðjuverkaárásum. Fleiri en hundrað manns, afganskir borgarar og bandarískir hermenn, féllu í sjálfsmorðssprengjuárás í gær. Deild hryðjuverkasamtakanna Ríkis íslams í Afganistan lýsti ábyrgð á fjöldamorðinu við flugvöllinn í Kabúl í gær á hendur sér. Tala látinna stendur nú í 95 afgönskum borgurum og þrettán bandarískum hermönnum. Frank McKenzie, hershöfðingi og yfirmaður stjórnar Bandaríkjahers, segir að bandarískir herforingjar séu nú á varðbergi fyrir frekari árásum Ríkis íslams, þar á meðal eldflauga- eða bílsprengjuárásum á flugvöllinn. „Við erum að gera allt sem við getum til að vera undir það búin,“ sagði McKenzie við Reuters-fréttastofuna. Bandaríkjaher hefur deilt upplýsingum með talibönum sem stjórna nú Kabúl og telur McKenzie að þeir hafi stöðvað einhverjar árásir. Brottflutningi bandaríska herliðsins frá Afganistan á að ljúka 31. ágúst en enn er verið að forða þúsundum Afgana og erlendra ríkisborgara úr landi. Joe Biden Bandaríkjaforseti hét því að koma fram hefndum gegn Ríki íslams eftir hryðjuverkin í gær. Skipaði hann varnarmálaráðuneyti sínu að skipuleggja árásir á samtökin. Afganistan Bandaríkin Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Deild hryðjuverkasamtakanna Ríkis íslams í Afganistan lýsti ábyrgð á fjöldamorðinu við flugvöllinn í Kabúl í gær á hendur sér. Tala látinna stendur nú í 95 afgönskum borgurum og þrettán bandarískum hermönnum. Frank McKenzie, hershöfðingi og yfirmaður stjórnar Bandaríkjahers, segir að bandarískir herforingjar séu nú á varðbergi fyrir frekari árásum Ríkis íslams, þar á meðal eldflauga- eða bílsprengjuárásum á flugvöllinn. „Við erum að gera allt sem við getum til að vera undir það búin,“ sagði McKenzie við Reuters-fréttastofuna. Bandaríkjaher hefur deilt upplýsingum með talibönum sem stjórna nú Kabúl og telur McKenzie að þeir hafi stöðvað einhverjar árásir. Brottflutningi bandaríska herliðsins frá Afganistan á að ljúka 31. ágúst en enn er verið að forða þúsundum Afgana og erlendra ríkisborgara úr landi. Joe Biden Bandaríkjaforseti hét því að koma fram hefndum gegn Ríki íslams eftir hryðjuverkin í gær. Skipaði hann varnarmálaráðuneyti sínu að skipuleggja árásir á samtökin.
Afganistan Bandaríkin Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira