Kvótakerfið og veiðigjaldið er sitt hvor hliðin á sama peningi Jón Ingi Hákonarson skrifar 1. september 2021 08:01 Kvótakerfið og veiðigjaldið er sitt hvor hliðin á sama peningi. Kvótakerfið er heimild útgerða til að veiða ákveðinn hluta leyfilegs afla og veiðigjaldið er árgjaldið sem greitt er, enda eðlilegt að greitt sé fyrir aðgang að takmarkaðri náttúruauðlind. Þessu er oft hrært saman. Kvótakerfið hefur sannað gildi sitt, greinin er gífurlega ábatasöm og sjálfbærni fiskistofna er staðreynd. Okkur hefur ekki tekist eins vel til við að semja um sanngjarna skiptingu ábatans á milli eigenda og kvótahafa. Markmið laga um veiðigjald eru að gjaldið skuli standa undir kostnaði ríkisins og tryggja þjóðinni sanngjarna hlutdeild í afkomu þeirra sem fá að nýta sjávarauðlind Íslendinga. Í lögunum segir: „Veiðigjald er lagt á í þeim tilgangi að mæta kostnaði ríkisins við rannsóknir, stjórn, eftirlit og umsjón með fiskveiðum og fiskvinnslu og til að tryggja þjóðinni í heild beina og sýnilega hlutdeild í afkomu við veiðar á nytjastofnum sjávar.“ Veiðigjaldið byggir því á tveimur stoðum, útlögðum kostnaði ríkisins annars vegar og sanngjarnri hlutdeild hins vegar. Það er varla í anda þessa markmiðs að reikna veiðigjaldið einvörðungu sem ákveðið hlutfall af aflaverðmæti útgerðarinnar. Kostnaður ríkisins við að halda utan um kerfið ræðst af öðrum þáttum en aflaverðmæti. Hluta veiðigjaldsins ætti því að miða út frá kostnaði ríkisins við að halda úti eftirliti, öryggi, rannsóknum og alls þess sem til fellur en ágóðahluti þjóðarinnar má vera tengdur aflaverðmæti hvers árs. Stór meirihluti þjóðarinnar vill sanngjarnari skiptingu þess auðs sem sjávarútvegurinn skapar. Nýleg könnun sýnir að 77 prósent þjóðarinnar vilji að greitt sé markaðsgjald fyrir aflaheimildir. Það er því undarlegt að útgerðin vilji ekki leggja sitt af mörkum til að vinna að sameiginlegri sátt um sjávarútveginn. Hættan er alltaf fyrir hendi að gremja landsmanna aukist um of og upp komi sú staða að kvótakerfið verði endurskipulagt út frá heift í stað skynsemi. Þá er voðinn vís bæði fyrir útgerð og þjóð. Hugmyndir Viðreisnar eru hófsamar og til þess fallnar að skapa langþráða sátt um þessa höfuðatvinnugrein landsins. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Skoðun: Kosningar 2021 Sjávarútvegur Viðreisn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Þjóðleiðir Íslands Högni Elfar Gylfason Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stigmögnun ofbeldis í nánum samböndum Kristín Snorradóttir skrifar Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn Íslands endurskoða hvalveiðileyfið? Elissa Phillips skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við raforkuöryggi almennings til framtíðar? Dagur Helgason skrifar Skoðun Erindisleysa Kennarasambandsins Ólafur Hauksson skrifar Sjá meira
Kvótakerfið og veiðigjaldið er sitt hvor hliðin á sama peningi. Kvótakerfið er heimild útgerða til að veiða ákveðinn hluta leyfilegs afla og veiðigjaldið er árgjaldið sem greitt er, enda eðlilegt að greitt sé fyrir aðgang að takmarkaðri náttúruauðlind. Þessu er oft hrært saman. Kvótakerfið hefur sannað gildi sitt, greinin er gífurlega ábatasöm og sjálfbærni fiskistofna er staðreynd. Okkur hefur ekki tekist eins vel til við að semja um sanngjarna skiptingu ábatans á milli eigenda og kvótahafa. Markmið laga um veiðigjald eru að gjaldið skuli standa undir kostnaði ríkisins og tryggja þjóðinni sanngjarna hlutdeild í afkomu þeirra sem fá að nýta sjávarauðlind Íslendinga. Í lögunum segir: „Veiðigjald er lagt á í þeim tilgangi að mæta kostnaði ríkisins við rannsóknir, stjórn, eftirlit og umsjón með fiskveiðum og fiskvinnslu og til að tryggja þjóðinni í heild beina og sýnilega hlutdeild í afkomu við veiðar á nytjastofnum sjávar.“ Veiðigjaldið byggir því á tveimur stoðum, útlögðum kostnaði ríkisins annars vegar og sanngjarnri hlutdeild hins vegar. Það er varla í anda þessa markmiðs að reikna veiðigjaldið einvörðungu sem ákveðið hlutfall af aflaverðmæti útgerðarinnar. Kostnaður ríkisins við að halda utan um kerfið ræðst af öðrum þáttum en aflaverðmæti. Hluta veiðigjaldsins ætti því að miða út frá kostnaði ríkisins við að halda úti eftirliti, öryggi, rannsóknum og alls þess sem til fellur en ágóðahluti þjóðarinnar má vera tengdur aflaverðmæti hvers árs. Stór meirihluti þjóðarinnar vill sanngjarnari skiptingu þess auðs sem sjávarútvegurinn skapar. Nýleg könnun sýnir að 77 prósent þjóðarinnar vilji að greitt sé markaðsgjald fyrir aflaheimildir. Það er því undarlegt að útgerðin vilji ekki leggja sitt af mörkum til að vinna að sameiginlegri sátt um sjávarútveginn. Hættan er alltaf fyrir hendi að gremja landsmanna aukist um of og upp komi sú staða að kvótakerfið verði endurskipulagt út frá heift í stað skynsemi. Þá er voðinn vís bæði fyrir útgerð og þjóð. Hugmyndir Viðreisnar eru hófsamar og til þess fallnar að skapa langþráða sátt um þessa höfuðatvinnugrein landsins. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar