The Chair: Netflix gullmoli tæklar slaufunarmenningu Heiðar Sumarliðason skrifar 4. september 2021 14:14 Samstarfskonur á fundi. Netflix tók nýlega til sýningar gamanþáttaröð með hinu óspennandi nafni The Chair. Þættirnir eru hins vegar töluvert áhugaverðari en titillinn gefur til kynna. The Chair fjallar nefnilega ekki um stól (ef einhver hélt að svo væri), heldur deildarforseta við enskudeild lítils háskóla í Bandaríkjunum, sem lendir í hinum ýmsu hremmingum með starfsmenn sína, nemendur, sem og í einkalífinu. Það er Sandra Oh (Killing Eve, Grey´s Anatomy) sem leikur deildarforsetann, á meðan önnur hlutverk eru í höndum leikara sem við könnumst öll við en fæst þekkjum þó með nafni (því er óþarfi að telja þau upp). The Chair eru virkilega vel heppnaðir þættir, en því miður er áhorfið ekki í takti við gæðin (þátturinn hefur ekki verið ofarlega á listanum yfir vinsælasta efnið). Sú niðurstaða þarf e.t.v. ekki að koma á óvart þar sem ansi margt vinnur gegn velgengni þáttaraðarinnar (t.d. titillinn) og ekki hjálpa Netflix til með óspennandi auglýsingamynd inni á síðunni sinni. Langar ekki alla til að smella á þennan þátt? Þetta er svo sem ekki í fyrsta sinn sem óspennandi titill og framsetning í valmynd streymisveitunnar valda því að fáir horfa á frambærilegar þáttaraðir á Netflix. Skemmst er að minnast þáttanna Feel Good, sem alltof fáir sáu. Það er í raun merkilegt hve slöpp þau hjá Netflix eru í að „selja“ áskrifendum þáttaraðirnar sínar, því framsetningin í valmyndinni er oft mjög sjoppuleg. En líkt og áður sagði eru The Chair það vel heppnaðir að óhætt er að mæla með þeim, því bakvið sjoppulega framsetninguna dylst gullmoli sem fjallar m.a. um slaufunarmenningu samfélagsmiðla og spyr erfiðra spurninga er varða múgæsing sem getur komið upp í tengslum við slík mál. Það eru þó fleiri málefni sem The Chair tæklar. T.d. fjölskyldutengsl, það að eldast og verða úreltur, sem og að komast ekki að vegna þess að einhver gamall og úreltur er með stöðuna sem þú sækist eftir. Hér mætast heimar og kynslóðir og úr verður skemmtilegur bræðingur. Amanda Peet og Annie Julia Wyman eru höfundar þáttanna. Þetta er fyrsta höfundarverk þeirra beggja, en Peet er þó enginn nýgræðingur í bransanum og ætti að vera áhorfendum að góðu kunn fyrir hlutverk sín í kvikmyndum á borð við The Whole Nine Yards, sem og sjónvarpsþáttunum Togetherness og Dirty John. Fyndnir og óvæntir Höfundarnir eru ekki beinlínis í liði með einhverjum af hinum stríðandi fylkingum og koma fram með góðar og gildar ástæður fyrir því hvers vegna allar persónurnar hafa rétt fyrir sér, en á sama tíma rangt fyrir sér. Amanda Peet og Bruce WIllis í The Whole Nine Yards. Framvinda þáttanna er oft óvænt og fyndin, sérstaklega innkoma X-Files-stjörnunnar Davids Duchovnys, sem leikur hér sjálfan sig. Sjálfur er ég orðinn heldur þreyttur á tískubylgjunni „frægir að leika sjálfa sig,“ en Peet og Wyman ná með ferskri nálgun að sauma þetta svo vel inn í framvinduna að ég náði aldrei að pirra mig á því. Netflix hefur ekki enn gefið út hvort að framhald verði á The Chair. Undirritaður er a.m.k. tilbúinn í meira háskóladrama og mun ýta á play-takkann um leið og ný þáttaröð birtist. Niðurstaða: The Chair eru sniðugir gamanþættir sem mættu gjarnan ná augum fleiri áhorfenda. Stjörnubíó Bíó og sjónvarp Netflix Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Lífið Manuela og Eiður ástfangin á ný Lífið Kvöddu með stæl Lífið Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Tíska og hönnun Gísli Pálmi er orðinn pabbi Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Feluleikur hjá GameTíví Leikjavísir Harold með ólæknandi krabbamein Lífið Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
The Chair fjallar nefnilega ekki um stól (ef einhver hélt að svo væri), heldur deildarforseta við enskudeild lítils háskóla í Bandaríkjunum, sem lendir í hinum ýmsu hremmingum með starfsmenn sína, nemendur, sem og í einkalífinu. Það er Sandra Oh (Killing Eve, Grey´s Anatomy) sem leikur deildarforsetann, á meðan önnur hlutverk eru í höndum leikara sem við könnumst öll við en fæst þekkjum þó með nafni (því er óþarfi að telja þau upp). The Chair eru virkilega vel heppnaðir þættir, en því miður er áhorfið ekki í takti við gæðin (þátturinn hefur ekki verið ofarlega á listanum yfir vinsælasta efnið). Sú niðurstaða þarf e.t.v. ekki að koma á óvart þar sem ansi margt vinnur gegn velgengni þáttaraðarinnar (t.d. titillinn) og ekki hjálpa Netflix til með óspennandi auglýsingamynd inni á síðunni sinni. Langar ekki alla til að smella á þennan þátt? Þetta er svo sem ekki í fyrsta sinn sem óspennandi titill og framsetning í valmynd streymisveitunnar valda því að fáir horfa á frambærilegar þáttaraðir á Netflix. Skemmst er að minnast þáttanna Feel Good, sem alltof fáir sáu. Það er í raun merkilegt hve slöpp þau hjá Netflix eru í að „selja“ áskrifendum þáttaraðirnar sínar, því framsetningin í valmyndinni er oft mjög sjoppuleg. En líkt og áður sagði eru The Chair það vel heppnaðir að óhætt er að mæla með þeim, því bakvið sjoppulega framsetninguna dylst gullmoli sem fjallar m.a. um slaufunarmenningu samfélagsmiðla og spyr erfiðra spurninga er varða múgæsing sem getur komið upp í tengslum við slík mál. Það eru þó fleiri málefni sem The Chair tæklar. T.d. fjölskyldutengsl, það að eldast og verða úreltur, sem og að komast ekki að vegna þess að einhver gamall og úreltur er með stöðuna sem þú sækist eftir. Hér mætast heimar og kynslóðir og úr verður skemmtilegur bræðingur. Amanda Peet og Annie Julia Wyman eru höfundar þáttanna. Þetta er fyrsta höfundarverk þeirra beggja, en Peet er þó enginn nýgræðingur í bransanum og ætti að vera áhorfendum að góðu kunn fyrir hlutverk sín í kvikmyndum á borð við The Whole Nine Yards, sem og sjónvarpsþáttunum Togetherness og Dirty John. Fyndnir og óvæntir Höfundarnir eru ekki beinlínis í liði með einhverjum af hinum stríðandi fylkingum og koma fram með góðar og gildar ástæður fyrir því hvers vegna allar persónurnar hafa rétt fyrir sér, en á sama tíma rangt fyrir sér. Amanda Peet og Bruce WIllis í The Whole Nine Yards. Framvinda þáttanna er oft óvænt og fyndin, sérstaklega innkoma X-Files-stjörnunnar Davids Duchovnys, sem leikur hér sjálfan sig. Sjálfur er ég orðinn heldur þreyttur á tískubylgjunni „frægir að leika sjálfa sig,“ en Peet og Wyman ná með ferskri nálgun að sauma þetta svo vel inn í framvinduna að ég náði aldrei að pirra mig á því. Netflix hefur ekki enn gefið út hvort að framhald verði á The Chair. Undirritaður er a.m.k. tilbúinn í meira háskóladrama og mun ýta á play-takkann um leið og ný þáttaröð birtist. Niðurstaða: The Chair eru sniðugir gamanþættir sem mættu gjarnan ná augum fleiri áhorfenda.
Stjörnubíó Bíó og sjónvarp Netflix Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Lífið Manuela og Eiður ástfangin á ný Lífið Kvöddu með stæl Lífið Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Tíska og hönnun Gísli Pálmi er orðinn pabbi Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Feluleikur hjá GameTíví Leikjavísir Harold með ólæknandi krabbamein Lífið Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið