Borgarstjóri Parísar blandar sér í forsetaslaginn Þorgils Jónsson skrifar 12. september 2021 14:31 Borgarstjórinn í París, Anne Hidalgo, hefur nú blandað sér í forsetaslaginn í Frakklandi, en kosningarnar fara fram á næsta ári. Emmanuel Macron forseti og Marine Le Pen eru efst í skoðanakönnunum um þessar mundir. Borgarstjórinn í París, Anne Hidalgo, lýsti yfir framboði til frönsku forsetakosninganna í dag. Hidalgo, sem er fyrsta konan til að gegna embætti borgarstjóra í París, bíður ærið verkefni þar sem flokkur hennar, sósíalistaflokkurinn, hefur staðið höllum fæti á landsvísu síðustu ár. Verkalýðsstéttin hefur snúið baki við flokknum og í síðustu forsetakosningum fékk frambjóðandi sósíalista aðeins 6%. Fylgi vinstri kjósenda dreifist nú á marga minni flokkar og er líklegt að allt að sjö frambjóðendur muni keppa um hituna. Hidalgo tilkynnti framboðið á fundi við höfnina í heimasveit sinni, Rúðuborg, í dag og sagðist vonast til þess að hún sem kona af verkalýðs- og innflytjendaættum, gæti sameinað frönsku þjóðina á þessum tímum misskiptingar, klofnings og reiði. Í frétt Guardian segir að Hidalgo hafi sem borgarstjóri lagt mikla áherslu á að gera höfuðborgina vistvænni, meðal annars með því að draga úr bílaumferð og bæta aðgengi hjólreiðafólks. Sem forseti vil hún efla franskan iðnað, vinna að loftslagsmálum og hækka laun á vinnumarkaði, en það er alls óvíst að hún geti blandað sér í baráttuna af alvöru. Núverandi forseti, miðjumaðurinn Emmanuel Macron, sækist eftir endurkjöri og benda skoðanakannanir til þess að aðalbaráttan muni standa á milli hans og Marine Le Pen af hægri jaðrinum. Frakkland Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Verkalýðsstéttin hefur snúið baki við flokknum og í síðustu forsetakosningum fékk frambjóðandi sósíalista aðeins 6%. Fylgi vinstri kjósenda dreifist nú á marga minni flokkar og er líklegt að allt að sjö frambjóðendur muni keppa um hituna. Hidalgo tilkynnti framboðið á fundi við höfnina í heimasveit sinni, Rúðuborg, í dag og sagðist vonast til þess að hún sem kona af verkalýðs- og innflytjendaættum, gæti sameinað frönsku þjóðina á þessum tímum misskiptingar, klofnings og reiði. Í frétt Guardian segir að Hidalgo hafi sem borgarstjóri lagt mikla áherslu á að gera höfuðborgina vistvænni, meðal annars með því að draga úr bílaumferð og bæta aðgengi hjólreiðafólks. Sem forseti vil hún efla franskan iðnað, vinna að loftslagsmálum og hækka laun á vinnumarkaði, en það er alls óvíst að hún geti blandað sér í baráttuna af alvöru. Núverandi forseti, miðjumaðurinn Emmanuel Macron, sækist eftir endurkjöri og benda skoðanakannanir til þess að aðalbaráttan muni standa á milli hans og Marine Le Pen af hægri jaðrinum.
Frakkland Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira