Klopp gerði undantekningu og hrósaði leiðtoga andstæðinganna í hástert Sindri Sverrisson skrifar 15. september 2021 13:30 Simon Kjær á leið inn á völlinn á Anfield í gær, í undirbúningi fyrir leikinn í kvöld. Getty/Claudio Villa Liverpool mætir AC Milan á Anfield í stórleik kvöldsins í Meistaradeild Evrópu. Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, ákvað að hrósa sérstaklega einum leikmanna Milan fyrir leikinn. Danski landsliðsfyrirliðinn Simon Kjær heillaði greinilega Klopp eins og marga aðra þegar hann átti sinn þátt í að bjarga lífi Christians Eriksen á Evrópumótinu í fótbolta í sumar. Kjær kom hlaupandi fram völlinn þegar Eriksen féll til jarðar og kom honum í læsta hliðarlegu svo að tungan lokaði ekki öndunarveginum. „Vanalega einbeiti ég mér að eigin leikmönnum en ekki andstæðingunum en í kvöld verð ég að gera undantekningu,“ skrifaði Klopp í leikhefti Liverpool vegna leiksins. Jürgen Klopp á blaðamannafundi fyrir leikinn við AC Milan.Getty/Andrew Powell „Í kvöld er mögulegt að Simon Kjær spili á móti okkur og það er manneskja sem að allur fótbolta- og íþróttaheimurinn ber mikla virðingu fyrir,“ skrifaði Klopp. Hann vísaði að sjálfsögðu til þess þegar Kjær kom til aðstoðar eftir að Eriksen fór í hjartastopp á Parken í júní, í leik gegn Finnlandi á EM. „Þegar að menn lenda í hættulegum aðstæðum þá sést sönn leiðtogahæfni. Ég held að heimurinn hafi enn meiri skilning á því nú en áður, eftir allt það sem gengið hefur á,“ sagði Klopp. „Eins og milljónir annarra þá var ég í áfalli eftir það sem á gekk á Evrópumótinu í sumar, þegar Christian Eriksen hneig niður. Það voru margar hetjur á ferð það kvöld, ekki síst allt sjúkrateymi danska landsliðsins, á leikvanginum og á sjúkrahúsinu. En Simon skein á sinn eigin hátt á þessum átakanlega degi,“ skrifaði Klopp. Leikur Liverpool og AC Milan hefst klukkan 19 í kvöld og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Meistaradeild Evrópu Hjartastopp hjá Christian Eriksen Mest lesið Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Enski boltinn Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Handbolti Fleiri fréttir Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Kane kominn í jólafrí? Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Sjá meira
Danski landsliðsfyrirliðinn Simon Kjær heillaði greinilega Klopp eins og marga aðra þegar hann átti sinn þátt í að bjarga lífi Christians Eriksen á Evrópumótinu í fótbolta í sumar. Kjær kom hlaupandi fram völlinn þegar Eriksen féll til jarðar og kom honum í læsta hliðarlegu svo að tungan lokaði ekki öndunarveginum. „Vanalega einbeiti ég mér að eigin leikmönnum en ekki andstæðingunum en í kvöld verð ég að gera undantekningu,“ skrifaði Klopp í leikhefti Liverpool vegna leiksins. Jürgen Klopp á blaðamannafundi fyrir leikinn við AC Milan.Getty/Andrew Powell „Í kvöld er mögulegt að Simon Kjær spili á móti okkur og það er manneskja sem að allur fótbolta- og íþróttaheimurinn ber mikla virðingu fyrir,“ skrifaði Klopp. Hann vísaði að sjálfsögðu til þess þegar Kjær kom til aðstoðar eftir að Eriksen fór í hjartastopp á Parken í júní, í leik gegn Finnlandi á EM. „Þegar að menn lenda í hættulegum aðstæðum þá sést sönn leiðtogahæfni. Ég held að heimurinn hafi enn meiri skilning á því nú en áður, eftir allt það sem gengið hefur á,“ sagði Klopp. „Eins og milljónir annarra þá var ég í áfalli eftir það sem á gekk á Evrópumótinu í sumar, þegar Christian Eriksen hneig niður. Það voru margar hetjur á ferð það kvöld, ekki síst allt sjúkrateymi danska landsliðsins, á leikvanginum og á sjúkrahúsinu. En Simon skein á sinn eigin hátt á þessum átakanlega degi,“ skrifaði Klopp. Leikur Liverpool og AC Milan hefst klukkan 19 í kvöld og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu Hjartastopp hjá Christian Eriksen Mest lesið Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Enski boltinn Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Handbolti Fleiri fréttir Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Kane kominn í jólafrí? Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Sjá meira