Mælingar truflast áfram vegna rigningar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 8. október 2021 12:01 Skriðan sem féll á Seyðisfirði í desember er sú stærsta sem fallið hefur í þéttbýli á Íslandi. Vísir/Egill Aðalsteinsson Jarðvegsfleki utan við Búðará á Seyðisfirði hefur færst um rúma fjóra sentímetra síðan á sunnudag. Truflun hefur hins vegar orðið á mælingum þar sem mælar virka aðeins í þurru veðri og góðu skyggni. Íbúar á rýmingarsvæðum fá ekki að fara inn í hús sín um helgina. Um klukkan níu í gærkvöldi stytti upp eftir um fjörutíu millimetra úrkomu líkt og spáð var. Hreyfing mælist enn í hlíðinni hægra megin við Búðará í skriðusárinu sem myndaðist í skriðuföllunum í desember í fyrra og er hættustig því enn í gildi. „Þetta eru orðnir rúmir fjórir sentimetrar þar sem mælist mest síðan á sunnudag,” segir Magni Hreinn Jónsson, ofanflóðasérfræðingur hjá Veðurstofunni. Almannavarnir tilkynntu í morgun að vegna úrkomunnar og þeirrar óvissu sem henni fylgi fái íbúar á rýmingarsvæðum ekki að fara inn í hús sín fram yfir helgi. Hreyfingar síðasta sólarhring mældar með Bylgjuvíxlmælingu. Hreyfingin er svipuð og verið hefur frá því á sunnudag.Ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands Magni segir erfitt að bera saman hreyfingarnar sem nú mælist við hreyfingarnar í fyrra, þar sem önnur tækni sé nú til staðar. „Þá var þetta sama mælakerfi ekki komið upp. Þannig að við höfum svo sem ekki beinan samanburð en svona miðað við sjónmat þá er þetta væntanlega mun minni hreyfing heldur en var,” segir hann en bætir við að hreyfingarnar séu engu að síður töluverðar. „Á þessum tíma er þetta mikil hreyfing, verður að teljast,” segir Magni. Ekki var hægt að fylgjast sérstaklega með hreyfingum við Búðará í fyrra þar sem mælar Veðurstofunnar virka aðeins í þurru veðri og góðu skyggni, en hamfararigning hafði verið í bænum dagana áður en stóra skriðan féll. Nýir mælar voru settir upp í kjölfarið en þeir eru þó áfram að vissu leyti bundnir við góðar aðstæður. Þannig varð truflun á alstöðinni í rigningunni í gær og hefur hún enn ekki farið rétt í gang eftir að stytti upp. „GPS tækin og radarskanninn þau virka alveg óháð aðstæðum hvort sem það er rigning eða þoka. Alstöðin mælir með lasermælingu, hún þarf gott skyggni þannig að hún truflast eins og í úrkomunni í gær og þá eru truflanir á þeim þá þurfum við að styðjast við radargögnin og GPS mælingar í gegnum svoleiðis atburði.” Íbúafundur verður haldinn á Teams og í Herðubreið klukkan sextán þar sem fulltrúar Veðurstofu munu svara spurningum. Íbúar á rýmingarsvæðum eru sérstaklega hvattir til að mæta. Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Almannavarnir Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Um klukkan níu í gærkvöldi stytti upp eftir um fjörutíu millimetra úrkomu líkt og spáð var. Hreyfing mælist enn í hlíðinni hægra megin við Búðará í skriðusárinu sem myndaðist í skriðuföllunum í desember í fyrra og er hættustig því enn í gildi. „Þetta eru orðnir rúmir fjórir sentimetrar þar sem mælist mest síðan á sunnudag,” segir Magni Hreinn Jónsson, ofanflóðasérfræðingur hjá Veðurstofunni. Almannavarnir tilkynntu í morgun að vegna úrkomunnar og þeirrar óvissu sem henni fylgi fái íbúar á rýmingarsvæðum ekki að fara inn í hús sín fram yfir helgi. Hreyfingar síðasta sólarhring mældar með Bylgjuvíxlmælingu. Hreyfingin er svipuð og verið hefur frá því á sunnudag.Ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands Magni segir erfitt að bera saman hreyfingarnar sem nú mælist við hreyfingarnar í fyrra, þar sem önnur tækni sé nú til staðar. „Þá var þetta sama mælakerfi ekki komið upp. Þannig að við höfum svo sem ekki beinan samanburð en svona miðað við sjónmat þá er þetta væntanlega mun minni hreyfing heldur en var,” segir hann en bætir við að hreyfingarnar séu engu að síður töluverðar. „Á þessum tíma er þetta mikil hreyfing, verður að teljast,” segir Magni. Ekki var hægt að fylgjast sérstaklega með hreyfingum við Búðará í fyrra þar sem mælar Veðurstofunnar virka aðeins í þurru veðri og góðu skyggni, en hamfararigning hafði verið í bænum dagana áður en stóra skriðan féll. Nýir mælar voru settir upp í kjölfarið en þeir eru þó áfram að vissu leyti bundnir við góðar aðstæður. Þannig varð truflun á alstöðinni í rigningunni í gær og hefur hún enn ekki farið rétt í gang eftir að stytti upp. „GPS tækin og radarskanninn þau virka alveg óháð aðstæðum hvort sem það er rigning eða þoka. Alstöðin mælir með lasermælingu, hún þarf gott skyggni þannig að hún truflast eins og í úrkomunni í gær og þá eru truflanir á þeim þá þurfum við að styðjast við radargögnin og GPS mælingar í gegnum svoleiðis atburði.” Íbúafundur verður haldinn á Teams og í Herðubreið klukkan sextán þar sem fulltrúar Veðurstofu munu svara spurningum. Íbúar á rýmingarsvæðum eru sérstaklega hvattir til að mæta.
Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Almannavarnir Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira