Foreldrar gagnrýna arkitekt og umsjónarmenn endurbóta og krefjast aðkomu að verkefninu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. október 2021 09:02 Foreldrar eru afar ósáttir við hvernig haldið hefur verið á málunum. Vísir/Egill Foreldrafélag Fossvogsskóla hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem finna má þær kröfur sem félagið kom á framfæri við borgarstjóra á fundi með fulltrúum allra árganga á þriðjudag. Fundinn sat einnig skólaráð skólans. Í tilkynningunni segir meðal annars að foreldrar krefjist þess að öllum börnum í skólanum verði kennt í Fossvoginum í síðasta lagi frá upphafi skólaárs 2022. „Frekari hreppaflutningar koma ekki til greina,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að rífa þurfi miðálmu skólans en í húsinu sé illviðráðanlegt rakavandamál og byggingin sé frá öllum hliðum séð úrelt sem skólahúsnæði. Endurhanna þurfi byggingar og endurhugsa. Foreldrar hafi verulegar og rökstuddar áhyggjur af færni, samstarfsvilja og afkastagetu núverandi arkitekts. Þá sé þess krafist að foreldrar eigi fulltrúa í skipulags- og framkvæmdahópum verkefnisins. „Þeim starfsmönnum umhverfis- og skipulagssviðs og ráðgjafa frá Verkís, sem hafa ítrekað brugðist börnunum okkar undanfarin þrjú ár, verði skipt út. Fullkomið vantraust ríkir af hálfu foreldra til þessara manna sem hafa of lengi staðið fyrir vanefndum og villuljósum,“ segir í tilkynningunni. Tryggja þurfi að umhverfis- og skipulagssvið borgarinnar gangi ekki skemur í endurbótum en ráðleggingar EFLU kalli eftir. Þá er þess krafist að borgin veiti án tafar meiri aðstoð inn í skólastarfið og að upplýsingagjöf til foreldra og starfsmanna verði efld. Arkitektinn hafnar ásökununum Helga Gunnarsdóttir, arkitekt á teiknistofu Gunnars Hanssonar, hefur hafnað ásökunum foreldra um að hún eða stofan hafi valdið töfum á framkvæmdum. Fréttablaðið hafði eftir Karli Óskari Þráinssyni, formanni foreldrafélagsins, á þriðjudag að svo virtist sem Helga stjórnaði för í framkvæmdunum og tefði verkefnið. Helga sagði hins vegar í samtali við Fréttablaðið í dag að fleiri kæmu að ákvarðanatöku um til dæmis klæðningu hússins. „Það er búið að vanda vel til vinnunnar og margir komið þar að. Það eru byggingatæknifræðingar, við arkitektarnir á Teiknistofunni, Reykjavíkurborg og Efla og von mín að málið gangi hraðar fyrir sig núna.“ Tengd skjöl 211014_Frettatilkynning_frá_FFFPDF98KBSækja skjal Mygla í Fossvogsskóla Reykjavík Skóla - og menntamál Grunnskólar Arkitektúr Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Fleiri fréttir Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Sjá meira
Í tilkynningunni segir meðal annars að foreldrar krefjist þess að öllum börnum í skólanum verði kennt í Fossvoginum í síðasta lagi frá upphafi skólaárs 2022. „Frekari hreppaflutningar koma ekki til greina,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að rífa þurfi miðálmu skólans en í húsinu sé illviðráðanlegt rakavandamál og byggingin sé frá öllum hliðum séð úrelt sem skólahúsnæði. Endurhanna þurfi byggingar og endurhugsa. Foreldrar hafi verulegar og rökstuddar áhyggjur af færni, samstarfsvilja og afkastagetu núverandi arkitekts. Þá sé þess krafist að foreldrar eigi fulltrúa í skipulags- og framkvæmdahópum verkefnisins. „Þeim starfsmönnum umhverfis- og skipulagssviðs og ráðgjafa frá Verkís, sem hafa ítrekað brugðist börnunum okkar undanfarin þrjú ár, verði skipt út. Fullkomið vantraust ríkir af hálfu foreldra til þessara manna sem hafa of lengi staðið fyrir vanefndum og villuljósum,“ segir í tilkynningunni. Tryggja þurfi að umhverfis- og skipulagssvið borgarinnar gangi ekki skemur í endurbótum en ráðleggingar EFLU kalli eftir. Þá er þess krafist að borgin veiti án tafar meiri aðstoð inn í skólastarfið og að upplýsingagjöf til foreldra og starfsmanna verði efld. Arkitektinn hafnar ásökununum Helga Gunnarsdóttir, arkitekt á teiknistofu Gunnars Hanssonar, hefur hafnað ásökunum foreldra um að hún eða stofan hafi valdið töfum á framkvæmdum. Fréttablaðið hafði eftir Karli Óskari Þráinssyni, formanni foreldrafélagsins, á þriðjudag að svo virtist sem Helga stjórnaði för í framkvæmdunum og tefði verkefnið. Helga sagði hins vegar í samtali við Fréttablaðið í dag að fleiri kæmu að ákvarðanatöku um til dæmis klæðningu hússins. „Það er búið að vanda vel til vinnunnar og margir komið þar að. Það eru byggingatæknifræðingar, við arkitektarnir á Teiknistofunni, Reykjavíkurborg og Efla og von mín að málið gangi hraðar fyrir sig núna.“ Tengd skjöl 211014_Frettatilkynning_frá_FFFPDF98KBSækja skjal
Mygla í Fossvogsskóla Reykjavík Skóla - og menntamál Grunnskólar Arkitektúr Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Fleiri fréttir Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Sjá meira