Lögregla segir ekki hægt að útiloka að átt hafi verið við kjörgögn Sunna Sæmundsdóttir skrifar 20. október 2021 14:17 Á myndum úr myndbandsupptöku sem fylgja lögregluskýrslu sést fólk á gangi um salinn á ýmsum tímum eftir að talningu atkvæða lauk um klukkan sjö og þar til talning hófst að nýju. Lögreglan á Vesturlandi getur ekki fullyrt út frá upptökum úr öryggismyndavélum hvort átt hafi verið við óinnsigluð kjörgögn í talningarsalnum á Hótel Borgarnesi. Á upptökum sést fólk ganga inn og út úr salnum eftir að fyrri talningu lauk. Þetta kemur fram í lögregluskýrslu sem fréttastofa hefur undir höndum. Í lögregluskýrslu er farið yfir að tvær eftirlitsmyndavélar séu í salnum og þrjár utan við innganga. Engin þeirra sýni hins vegar svæðið þar sem kjörgögn voru geymd á meðan yfirkjörstjórn var fjarverandi. Upptökurnar eru í vörslu lögreglu í tengslum við rannsókn á kæru Karls Gauta Hjaltasonar, oddvita Miðflokksins í Suðurkjördæmi, á talningunni. Lögregla hefur lokið þeirri rannsókn og líkt og greint var frá í morgun hefur meðlimum yfirkjörstjórnar verið boðið að ljúka málinu með sektargreiðslu - sem að minnsta kosti hluti þeirra hafnar. Í lögregluskýrslu kemur fram að rannsókn lögreglu hafi leitt í ljós að á því tímabili sem yfirkjörstjórn var fjarverandi hafi starfsfólk hótelsins gengið um salinn. Af upptökum af dæma virðast þau vinna ýmis tiltektar- og frágangsverk. Vegna sjónarhorns eftirlitsmyndavélanna hverfur starfsfólkið annað slagið úr mynd - allt frá því að vera úr mynd í nokkrar sekúndur og upp í tvær og hálfa mínútu. Lögregla segist ekki geta fullyrt að enginn hafi snert gögnin. Í skýrslunni segir: „Vegna þess að eftirlitsmyndavélar sýna ekki svæðið þar sem kjörgögn vorur geymd getur lögregla ekki fullyrt, af eða á, um hvort farið var að svæðinu þar sem kjörgögn voru geymd á meðan yfirkjörstjórn var fjarverandi.“ Líkt og fram hefur komið leiddi talningin til mikilla hræringa á jöfnunarmönnum þingflokka þrátt fyrir að þingstyrkur þeirra hafi ekki breyst. Tólf kærur hafa borist vegna þingkosninganna en undirbúningskjörbréfanefnd liggur nú yfir næstu skrefum í málinu og fundaði meðal annars í morgun. Að neðan má sjá myndir úr skýrslu lögreglu þar sem fólk sést í og við salinn á milli talninga. Gengið út úr salnum klukkna 07:10. Einstaklingur í salnum 07:11. Gengið inn í salinn 07:11. Þrír í salnum klukkan 07:12. Þrír í salnum klukkan 07:12. Í salnum klukkan 09:40. Í salnum klukkan 10:10. Tveir í salnum klukkan 11:30. Mynd tekin klukkan 11:59. Í salnum klukkan 11:59:57. Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Borgarbyggð Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Lögreglumál Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Biden náðar son sinn Erlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Sjá meira
Í lögregluskýrslu er farið yfir að tvær eftirlitsmyndavélar séu í salnum og þrjár utan við innganga. Engin þeirra sýni hins vegar svæðið þar sem kjörgögn voru geymd á meðan yfirkjörstjórn var fjarverandi. Upptökurnar eru í vörslu lögreglu í tengslum við rannsókn á kæru Karls Gauta Hjaltasonar, oddvita Miðflokksins í Suðurkjördæmi, á talningunni. Lögregla hefur lokið þeirri rannsókn og líkt og greint var frá í morgun hefur meðlimum yfirkjörstjórnar verið boðið að ljúka málinu með sektargreiðslu - sem að minnsta kosti hluti þeirra hafnar. Í lögregluskýrslu kemur fram að rannsókn lögreglu hafi leitt í ljós að á því tímabili sem yfirkjörstjórn var fjarverandi hafi starfsfólk hótelsins gengið um salinn. Af upptökum af dæma virðast þau vinna ýmis tiltektar- og frágangsverk. Vegna sjónarhorns eftirlitsmyndavélanna hverfur starfsfólkið annað slagið úr mynd - allt frá því að vera úr mynd í nokkrar sekúndur og upp í tvær og hálfa mínútu. Lögregla segist ekki geta fullyrt að enginn hafi snert gögnin. Í skýrslunni segir: „Vegna þess að eftirlitsmyndavélar sýna ekki svæðið þar sem kjörgögn vorur geymd getur lögregla ekki fullyrt, af eða á, um hvort farið var að svæðinu þar sem kjörgögn voru geymd á meðan yfirkjörstjórn var fjarverandi.“ Líkt og fram hefur komið leiddi talningin til mikilla hræringa á jöfnunarmönnum þingflokka þrátt fyrir að þingstyrkur þeirra hafi ekki breyst. Tólf kærur hafa borist vegna þingkosninganna en undirbúningskjörbréfanefnd liggur nú yfir næstu skrefum í málinu og fundaði meðal annars í morgun. Að neðan má sjá myndir úr skýrslu lögreglu þar sem fólk sést í og við salinn á milli talninga. Gengið út úr salnum klukkna 07:10. Einstaklingur í salnum 07:11. Gengið inn í salinn 07:11. Þrír í salnum klukkan 07:12. Þrír í salnum klukkan 07:12. Í salnum klukkan 09:40. Í salnum klukkan 10:10. Tveir í salnum klukkan 11:30. Mynd tekin klukkan 11:59. Í salnum klukkan 11:59:57.
Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Borgarbyggð Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Lögreglumál Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Biden náðar son sinn Erlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Sjá meira