Arnaldur tilnefndur til verðlauna fyrir besta krimmann í Svíþjóð Jakob Bjarnar skrifar 22. október 2021 15:37 Arnaldur er tilnefndur af sænsku glæpasagnaakademíunni fyrir besta þýdda krimmann í Svíðþjóð, fyrir bókina Stúlkan á brúnni. Arnaldur verður ekki með nýja glæpasögu þetta árið. getty/ulf Anderson Arnaldur Indriðason glæpasagnahöfundur hefur verið tilnefndur til verðlauna af sænsku glæpaakademíunni. „Útgefandi bóka Arnaldar Indriðasonar á sænsku lét okkur sumsé vita í gær að Stúlkan hjá brúnni er núna tilnefnd sem besta þýdda glæpasaga ársins í Svíþjóð,“ segir Egill Örn Jóhannsson framkvæmdastjóri Forlagsins. Um er að ræða bók hans Stúlkan hjá brúnni sem heitir uppá sænska tungu „Flickan vid bron“ en það er Sænska glæpaakademían, eða The Svenska Declarakademin sem veitir árlega þessi verðlaun. Tilkynnt verður um hver verður fyrir valinu á sérstakri glæpahátíð sem fram fer dagana 19. til 21. nóvember. Arnaldur hefur hlotið þessi verðlaun en það var árið 2005 fyrir Röddina. Þá voru verðlaunin kennd við Martin Beck, lögreglumann sem þau Maj og Sjöwall og Per Wahlöö skópu eftirminnilega á síðum bóka sinna. Eins og Morgunblaðið greindi frá nýverið verður Arnaldur ekki með glæpasögu í jólabókaflóðinu að þessu sinni en hann hefur nánast einokað lista yfir söluhæstu bækurnar hvers árs. Hann mun hins vegar senda frá sér sögulega skáldsögu sem heitir Sigurverkið. Arnaldur hefur áður brugðið undir sig betri fætinum með þessum hætti en árið 2006 kom út slík bók frá honum sem ber titilinn Konungsbók. En ef það ár er undanskilið hafa árlega komið út frá honum reyfarar allt frá árinu 1997. Arnaldur var í viðtali við Vísi fyrir tveimur árum og þá sagðist hann ekki líta á ritstörf sín sem keppni. „Ég lít ekki á þetta sem íþróttakeppni um toppsæti. Um hver jól kemur út ótrúlegur fjöldi af góðum bókum eftir frábæra rithöfunda og það eru forréttindi að fá að taka þátt í þeirri sköpun allri,“ sagði Arnaldur þá. Engu að síður má ætla að þetta hliðarspor hins vinsæla glæpasagnahöfundar muni hafa verulega áhrif á bóksölulista komandi jólabókaflóðs. Bókaútgáfa Bókmenntir Svíþjóð Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Leikjavísir Manuela og Eiður ástfangin á ný Lífið Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
„Útgefandi bóka Arnaldar Indriðasonar á sænsku lét okkur sumsé vita í gær að Stúlkan hjá brúnni er núna tilnefnd sem besta þýdda glæpasaga ársins í Svíþjóð,“ segir Egill Örn Jóhannsson framkvæmdastjóri Forlagsins. Um er að ræða bók hans Stúlkan hjá brúnni sem heitir uppá sænska tungu „Flickan vid bron“ en það er Sænska glæpaakademían, eða The Svenska Declarakademin sem veitir árlega þessi verðlaun. Tilkynnt verður um hver verður fyrir valinu á sérstakri glæpahátíð sem fram fer dagana 19. til 21. nóvember. Arnaldur hefur hlotið þessi verðlaun en það var árið 2005 fyrir Röddina. Þá voru verðlaunin kennd við Martin Beck, lögreglumann sem þau Maj og Sjöwall og Per Wahlöö skópu eftirminnilega á síðum bóka sinna. Eins og Morgunblaðið greindi frá nýverið verður Arnaldur ekki með glæpasögu í jólabókaflóðinu að þessu sinni en hann hefur nánast einokað lista yfir söluhæstu bækurnar hvers árs. Hann mun hins vegar senda frá sér sögulega skáldsögu sem heitir Sigurverkið. Arnaldur hefur áður brugðið undir sig betri fætinum með þessum hætti en árið 2006 kom út slík bók frá honum sem ber titilinn Konungsbók. En ef það ár er undanskilið hafa árlega komið út frá honum reyfarar allt frá árinu 1997. Arnaldur var í viðtali við Vísi fyrir tveimur árum og þá sagðist hann ekki líta á ritstörf sín sem keppni. „Ég lít ekki á þetta sem íþróttakeppni um toppsæti. Um hver jól kemur út ótrúlegur fjöldi af góðum bókum eftir frábæra rithöfunda og það eru forréttindi að fá að taka þátt í þeirri sköpun allri,“ sagði Arnaldur þá. Engu að síður má ætla að þetta hliðarspor hins vinsæla glæpasagnahöfundar muni hafa verulega áhrif á bóksölulista komandi jólabókaflóðs.
Bókaútgáfa Bókmenntir Svíþjóð Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Leikjavísir Manuela og Eiður ástfangin á ný Lífið Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira