Ólafur Ragnar vonar að samferðafólki á æskuárum bregði ekki við nýja bók hans Heimir Már Pétursson skrifar 26. október 2021 19:21 Rætur, á æskuslóðum minninga og mótunar, er önnur bók Ólafs Ragnars Grímssonar á innan við ári á tímum kórónuveirufaraldursins. Stöð 2/Arnar Ólafur Ragnar Grímsson vonar að samferðafólki hans verði ekki brugðið við lestur nýrrar bókar hans um æskuárini fyrir vestan og í þingholtunum í Reykjavík sem kom út í dag. Þetta er önnur bók hans á innan við ári samhliða því sem hann undirbjó Hringborð norðurslóða fyrr í þessum mánuði. Í fyrra kom út bók Ólafs Ragnars, Sögur handa Kára, þar sem hann segir af kynnum sínum af þekktu fólki úr heimi alþjóðastjórnmála og annarra sviða heimsmálanna undanfarna fjóra áratugi. Nú innan við ári síðar sendir hann svo frá sér bókina Rætur, á æskuslóðum minninga og mótunar. „Vegna þess að fram að þeim tíma (fyrir kórónuveirufaraldurinn) var ég á endalausum ferðalögum um heiminn til að styrkja Hringborð norðurslóða og sinna loftlagsbreytingum og umræðu um þær. Ásamt baráttu fyrir hreinni orku. En nú fékk ég tóm og hlé til að sitja á hverjum morgni fyrir framan autt blað með pennan. Því ég er enn þá svo gamaldags að ég verð að skrifa allt með blekpenna,“ segir forsetinn fyrrverandi léttur í bragði þar sem hann sýnir fréttamanni nýju bókina. Ólafur Ragnar með foreldrum sínum Svanhildi Ólafsdóttur og Grími Kristgeirssyni.einkasafn Reyndar gerir Ólafur Ragnar gott um betur en bara skrifa bækurnar því hann hefur lesið þær báðar inn á Storytel og aðrar sagnaveitur. Í nýju bókinni leitar hann í rætur sínar fyrir vestan, á Þingeyri og Ísafirði og síðar í Þingholtunum í Reykjavík eftir að foreldrar hans fluttu til Reykjavíkur þegar hann var tíu ára. Hann væri eiginlega að svara kalli dætra sinna um að fræða þær um æskuár hans með þessari bók. „Og hún varð smátt og smátt eiginlega eins konar leit að sjálfum mér. Ég fór að hitta aftur þennan dreng sem var fyrst á Ísafirði og kannski mótaðist meira af goðsögninni um Ísafjörð heldur en hinum raunverulega Ísafirði,“ segir Ólafur Ragnar. Árin á Þingeyri höfðu höfðu stek mótunaráhrif Þá rifjar hann ekki síður upp árin hjá ömmu sinni og afa á Þingeyri þar sem hann dvaldi í mörg ár vegna veikinda móður hans sem árum saman barðist við berkla. Á þeim tíma var Þingeyri lítið, fátækt og einangrað þorp. Ísfirðingurinn Ólafur Ragnar bendir fréttamanni frá sama bæ á fróðlegan kafla um "Rauða bæinn" eins og Ísafjörður var kallaður á áratugum áður þegar Kratar réðu þar öllu.Stöð 2/Arnar „Án Þingeyrar hefði hefði ég orðið annar maður,“ segir Ólafur Ragnar. Þegar hann hafi byrjað að rifja þessa tíma upp hafi sögusvið æskuáranna og persónur og leikendur vaknað upp af blundi í minninu. Í seinni hluti bókarinnar fjallar hann um árin í Reykjavík, í Miðbæjarskólanum og síðar í MR þar sem margt samferðafólk varð síðar þjóðþekkt fyrir forystu sína í stjórnmálum, menningarmálum, vísindum og viðskiptalífi. „Og ég ákvað að vera bara fullkomlega hreinskilin í þessari frásögn. Miskunarlaus við sjálfan mig og segja þá sögu um aðra sem ég þekkti besta. Veit svo sem ekkert hvernig menn taka því. Mínir gömlu skólafélagar hafa ekki hugmynd um að ég hafi verið að skrifa um þennan tíma. Vona að þeir muni ekki hrökkva mjög við þegar þeir lesa bókina. Hún er þess vegna að nokkru leyti svona sjálfsskoðun,“ segir Ólafur Ragnar. Ólafur Ragnar á ýmsum aldurskeiðum með ömmu sinni og afa á Þingeyri. Neðst til vinstri stendur Ólafur Ragnar kampakátur fyrir framan forsetabílinn þegar Sveinn Björnsson forseti Íslands kom í heimsókn til Þingeyrar.einkasafn Við skiljum við svo unga manninn þar sem hann heldur til háskólanáms í Bretlandi. „Bókin svarar þeirri spurningu, hvernig var þessi ungi maður sem lenti á flugvellinum í Glasgow sem þá var enn þá kolaborg, skítug og með óþef í loftinu, í fyrsta sinn kominn út í heim. Bókin reynir að svara því, hver var þessi ungi maður sem lenti í Glasgow haustið 1962 og var á leiðinni í háskólanám. Drengurinn frá Ísafirði og þingeyri. Sem hafði reyndar orðið nokkuð sjálfsöruggur ungur maður á árum sínum í menntaskóla,“ segir Ólafur Ragnar með nýju bókina við hönd í túninu heima í Mosfellsbænum. Ólafur Ragnar Grímsson Forseti Íslands Ísafjarðarbær Menning Höfundatal Bókaútgáfa Tengdar fréttir Ekki lengur hrópandinn í eyðimörkinni Lisa Murkowski öldungardeildarþingmaður Republikana fyrir Alaska mætti áhugaleysi og jafnvel efasemdum um raunveruleika loftlagsbreytinganna innan flokksins þegar hún hóf að vekja athygli á málefnum norðurslóða á Bandaríkjaþingi. Hún hefur sótt Hringborð norðurslóða frá upphafi og segir stöðuna hafa breyst mikið í dag. 16. október 2021 10:00 „Nú er síðasti séns, kæru vinir“ Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Hringborðs norðurslóða Arctic Circle, segir að skilaboðin frá Hringborðinu fyrir mikilvæga loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í næsta mánuði séu skýr, nú sé síðasti séns til þess að grípa til alvarlegra aðgerða vegna loftslagsmála. 14. október 2021 20:20 Boð í risapartý á Íslandi barst frá... Ólafi Ragnari Auglýsing fyrir ráðstefnuna Arctic Circle hefur heldur betur vakið athygli þeirra sem hana hafa heyrt eða séð. Þar heyrist formaður Arctic Circle, Ólafur Ragnar Grímsson, lofa feikna stuði. 6. október 2021 08:00 Enginn árangur án breytinga á orkustefnu heimsins Formaður Hringborðs norðurslóða segir að ef ekki takist að breyta orkukerfum heimsins náist aldrei árangur í baráttunni gegn loftlagsbreytingunum. Þing Hringborðsins í Hörpu í næstu viku sé mjög mikilvægt í aðdraganda loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow síðar í mánuðinum. 5. október 2021 19:41 Mest lesið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
Í fyrra kom út bók Ólafs Ragnars, Sögur handa Kára, þar sem hann segir af kynnum sínum af þekktu fólki úr heimi alþjóðastjórnmála og annarra sviða heimsmálanna undanfarna fjóra áratugi. Nú innan við ári síðar sendir hann svo frá sér bókina Rætur, á æskuslóðum minninga og mótunar. „Vegna þess að fram að þeim tíma (fyrir kórónuveirufaraldurinn) var ég á endalausum ferðalögum um heiminn til að styrkja Hringborð norðurslóða og sinna loftlagsbreytingum og umræðu um þær. Ásamt baráttu fyrir hreinni orku. En nú fékk ég tóm og hlé til að sitja á hverjum morgni fyrir framan autt blað með pennan. Því ég er enn þá svo gamaldags að ég verð að skrifa allt með blekpenna,“ segir forsetinn fyrrverandi léttur í bragði þar sem hann sýnir fréttamanni nýju bókina. Ólafur Ragnar með foreldrum sínum Svanhildi Ólafsdóttur og Grími Kristgeirssyni.einkasafn Reyndar gerir Ólafur Ragnar gott um betur en bara skrifa bækurnar því hann hefur lesið þær báðar inn á Storytel og aðrar sagnaveitur. Í nýju bókinni leitar hann í rætur sínar fyrir vestan, á Þingeyri og Ísafirði og síðar í Þingholtunum í Reykjavík eftir að foreldrar hans fluttu til Reykjavíkur þegar hann var tíu ára. Hann væri eiginlega að svara kalli dætra sinna um að fræða þær um æskuár hans með þessari bók. „Og hún varð smátt og smátt eiginlega eins konar leit að sjálfum mér. Ég fór að hitta aftur þennan dreng sem var fyrst á Ísafirði og kannski mótaðist meira af goðsögninni um Ísafjörð heldur en hinum raunverulega Ísafirði,“ segir Ólafur Ragnar. Árin á Þingeyri höfðu höfðu stek mótunaráhrif Þá rifjar hann ekki síður upp árin hjá ömmu sinni og afa á Þingeyri þar sem hann dvaldi í mörg ár vegna veikinda móður hans sem árum saman barðist við berkla. Á þeim tíma var Þingeyri lítið, fátækt og einangrað þorp. Ísfirðingurinn Ólafur Ragnar bendir fréttamanni frá sama bæ á fróðlegan kafla um "Rauða bæinn" eins og Ísafjörður var kallaður á áratugum áður þegar Kratar réðu þar öllu.Stöð 2/Arnar „Án Þingeyrar hefði hefði ég orðið annar maður,“ segir Ólafur Ragnar. Þegar hann hafi byrjað að rifja þessa tíma upp hafi sögusvið æskuáranna og persónur og leikendur vaknað upp af blundi í minninu. Í seinni hluti bókarinnar fjallar hann um árin í Reykjavík, í Miðbæjarskólanum og síðar í MR þar sem margt samferðafólk varð síðar þjóðþekkt fyrir forystu sína í stjórnmálum, menningarmálum, vísindum og viðskiptalífi. „Og ég ákvað að vera bara fullkomlega hreinskilin í þessari frásögn. Miskunarlaus við sjálfan mig og segja þá sögu um aðra sem ég þekkti besta. Veit svo sem ekkert hvernig menn taka því. Mínir gömlu skólafélagar hafa ekki hugmynd um að ég hafi verið að skrifa um þennan tíma. Vona að þeir muni ekki hrökkva mjög við þegar þeir lesa bókina. Hún er þess vegna að nokkru leyti svona sjálfsskoðun,“ segir Ólafur Ragnar. Ólafur Ragnar á ýmsum aldurskeiðum með ömmu sinni og afa á Þingeyri. Neðst til vinstri stendur Ólafur Ragnar kampakátur fyrir framan forsetabílinn þegar Sveinn Björnsson forseti Íslands kom í heimsókn til Þingeyrar.einkasafn Við skiljum við svo unga manninn þar sem hann heldur til háskólanáms í Bretlandi. „Bókin svarar þeirri spurningu, hvernig var þessi ungi maður sem lenti á flugvellinum í Glasgow sem þá var enn þá kolaborg, skítug og með óþef í loftinu, í fyrsta sinn kominn út í heim. Bókin reynir að svara því, hver var þessi ungi maður sem lenti í Glasgow haustið 1962 og var á leiðinni í háskólanám. Drengurinn frá Ísafirði og þingeyri. Sem hafði reyndar orðið nokkuð sjálfsöruggur ungur maður á árum sínum í menntaskóla,“ segir Ólafur Ragnar með nýju bókina við hönd í túninu heima í Mosfellsbænum.
Ólafur Ragnar Grímsson Forseti Íslands Ísafjarðarbær Menning Höfundatal Bókaútgáfa Tengdar fréttir Ekki lengur hrópandinn í eyðimörkinni Lisa Murkowski öldungardeildarþingmaður Republikana fyrir Alaska mætti áhugaleysi og jafnvel efasemdum um raunveruleika loftlagsbreytinganna innan flokksins þegar hún hóf að vekja athygli á málefnum norðurslóða á Bandaríkjaþingi. Hún hefur sótt Hringborð norðurslóða frá upphafi og segir stöðuna hafa breyst mikið í dag. 16. október 2021 10:00 „Nú er síðasti séns, kæru vinir“ Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Hringborðs norðurslóða Arctic Circle, segir að skilaboðin frá Hringborðinu fyrir mikilvæga loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í næsta mánuði séu skýr, nú sé síðasti séns til þess að grípa til alvarlegra aðgerða vegna loftslagsmála. 14. október 2021 20:20 Boð í risapartý á Íslandi barst frá... Ólafi Ragnari Auglýsing fyrir ráðstefnuna Arctic Circle hefur heldur betur vakið athygli þeirra sem hana hafa heyrt eða séð. Þar heyrist formaður Arctic Circle, Ólafur Ragnar Grímsson, lofa feikna stuði. 6. október 2021 08:00 Enginn árangur án breytinga á orkustefnu heimsins Formaður Hringborðs norðurslóða segir að ef ekki takist að breyta orkukerfum heimsins náist aldrei árangur í baráttunni gegn loftlagsbreytingunum. Þing Hringborðsins í Hörpu í næstu viku sé mjög mikilvægt í aðdraganda loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow síðar í mánuðinum. 5. október 2021 19:41 Mest lesið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
Ekki lengur hrópandinn í eyðimörkinni Lisa Murkowski öldungardeildarþingmaður Republikana fyrir Alaska mætti áhugaleysi og jafnvel efasemdum um raunveruleika loftlagsbreytinganna innan flokksins þegar hún hóf að vekja athygli á málefnum norðurslóða á Bandaríkjaþingi. Hún hefur sótt Hringborð norðurslóða frá upphafi og segir stöðuna hafa breyst mikið í dag. 16. október 2021 10:00
„Nú er síðasti séns, kæru vinir“ Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Hringborðs norðurslóða Arctic Circle, segir að skilaboðin frá Hringborðinu fyrir mikilvæga loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í næsta mánuði séu skýr, nú sé síðasti séns til þess að grípa til alvarlegra aðgerða vegna loftslagsmála. 14. október 2021 20:20
Boð í risapartý á Íslandi barst frá... Ólafi Ragnari Auglýsing fyrir ráðstefnuna Arctic Circle hefur heldur betur vakið athygli þeirra sem hana hafa heyrt eða séð. Þar heyrist formaður Arctic Circle, Ólafur Ragnar Grímsson, lofa feikna stuði. 6. október 2021 08:00
Enginn árangur án breytinga á orkustefnu heimsins Formaður Hringborðs norðurslóða segir að ef ekki takist að breyta orkukerfum heimsins náist aldrei árangur í baráttunni gegn loftlagsbreytingunum. Þing Hringborðsins í Hörpu í næstu viku sé mjög mikilvægt í aðdraganda loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow síðar í mánuðinum. 5. október 2021 19:41
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið