Upphafsspyrna Hannesar gæti skotið honum á svið með meisturunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. október 2021 13:00 Ágúst Guðmundsson og Baltasar Kormákur, tveir stórlaxar í íslenska kvikmyndageiranum. Hundruð þúsunda hafa séð myndir þeirra í bíó í gegnum árin. Nú er það stóra spurningin: Hversu margir mæta á Leynilöggu Hannesar Þórs Halldórssonar? Það vakti athygli bíóunnenda og fleiri þegar í ljós kom að kvikmyndin Leynilöggan rakaði inn 15,9 milljónum króna opnunarhelgina 22. til 24. október. Aðeins einu sinni áður hafði kvikmynd rofið 15 milljóna múrinn og var það fyrir fimmtán árum. Ýmislegt hefur breyst í landslaginu síðan þá, bæði hvað varðar aðsókn í bíó og verðlag í landinu. Sýning á Leynilöggunni er nýhafin og verður fróðlegt að sjá hvort myndinni takist að skrá sig enn frekar á spjöld íslenskrar kvikmyndasögu. Aðsókn og tekjur Velgengni kvikmynda má meta út frá tveimur stærðum. Tekjum annars vegar og gestafjölda hins vegar. Fyrri mælikvarðinn er sá mælikvarði sem fyrst og fremst er notast við um allan heim. Hefð hefur verið fyrir því að greina frá aðsókn á kvikmyndir hér heima í formi fjölda gesta. Félag rétthafa í sjónvarpi og kvikmyndum (FRÍSK) heldur utan um opinberan lista hérlendis og samkvæmt upplýsingum frá félaginu hefur verið miðað við tekjur frá árinu 2005. Ástæðan er meðal annars sú að fjöldi boðsmiða gat haft mikil áhrif á mælingar á árangur kvikmynda. Vísir óskaði eftir upplýsingum frá FRÍSK varðandi tekjur kvikmynda frá árinu 2005 og um leið fjölda gesta. Flestar toppmyndirnar eru á báðum listum en þó ekki allar enda misjafnt hve mikið miðinn í bíó kostaði árið sem myndin var sýnd. FRÍSK leggur áherslu á að frá árinu 2005 hafi opinberi listi samtakanna miðað við tekjur kvikmynda, eins og tíðkast erlendis, þó lengst af hafi á Íslandi verið miðað við aðsókn á myndir. Flestir gestir um opnunarhelgi Fjórar myndir hafa fengið yfir tíu þúsund gesti um opnunarhelgi. Ingvar E. Sigurðsson lék Erlend lögregluþjón í Mýrinni árið 2006 og mættu 13.956 manns í bíó helgina 20. til 22. október árið 2006. Alls sáu 84.445 myndina í bíó á meðan hún var til sýninga í kvikmyndahúsum og er Mýrin mest sótta íslenska kvikmyndin miðað við talningar FRÍSK frá 2005. Sverrir Þór Sverrisson, betur þekktur sem Sveppi og einn handritshöfunda Leynilöggunnar, var í aðalhlutverki ásamt Guðjóni Davíð Karlssyni í kvikmyndunum Algjör Sveppi og Gói bjargar málunum og Algjör Sveppi & dularfulla hótelherbergið. Myndirnar eru í öðru, fjórða og fimmta sæti yfir stærstu opnunarhelgar með 11.425 áhorfendur, 10.375 áhorfendur hins vegar. Í þriðja sæti er svo Bjarnfreðarson sem Jón Gnarr lék eftirminnilega. 11.004 mættu á myndina um opnunarhelgina en 66.876 sóttu myndina áður en sýningum lauk sem gerir hana að næstaðsóknarmestu íslensku myndinni frá upphafi mælinga. Í tilfelli Bjarnfreðarsonar var hins vegar aðeins um tveggja daga opnunarhelgi að ræða en ekki þriggja eins og hefðbundið er. Vinsældir Sveppamynda Braga Þórs Hinrikssonar hafa verið afar miklar og þá sérstaklega um opnunarhelgi. Algjör Sveppi og Töfraskápurinn er í fimmta sæti og Algjör Sveppi: Leitin að Villa í níunda sæti yfir aðsókn um opnunarhelgi. Alls mættu 8.503 á Leynilögguna um opnunarhelgina sem setur hana í áttunda sæti yfir fjölmennustu opnunarhelgarnar. Flestir gestir á sýningartíma Þegar litið er til þeirra kvikmynda sem hafa fengið mesta aðsókn á sýningartíma kvikmyndanna eru Mýrin í leikstjórn Baltasars Kormáks og Bjarnfreðarson í leikstjórn Ragnars Bragasonar í tveimur efstu sætum. Næst kemur Svartur á leik í leikstjórn Óskars Þórs Axelssonar með 62.783 áhorfendur í bíó. Í fjórða sæti er Brúðguminn í leikstjórn Baltasars en Ólafur Egilsson skrifaði handritið með honum. 55.300 áhorfendur mættu í bíó. Lof mér að falla í leikstjórn Baldvins Z er í fimmta sæti en 52.963 sáu myndina í bíó. Birgir Örn Steinarsson skrifaði handritið með Baldvini. Mestar tekjur um opnunarhelgi Sem fyrr segir halaði Leynilögga inn 15,9 milljónir króna um opnunarhelgina og bætti met Mýrinnar frá 2006 um 134 þúsund krónur. Algjör Sveppi og Gói bjargar málunum höluðu inn 13,4 milljónir króna opnunarhelgina í lok október 2014. Myndin er í þriðja sæti listans. Bjarnfreðarson fékk tæplega 13 milljónir í kassann um jólin 2009. Eiðurinn, í leikstjórn Baltasars, halaði svo inn 12,6 milljónum í september 2016 og situr í fimmta sæti. Mestar tekjur á sýningartíma Baráttan er ansi hörð þegar kemur að mestum tekjum á sýningartíma. Sýningar á Leynilöggunni eru nýhafnar og koma verður í ljós hverjar heildartekjurnar verða. Mýrin halaði inn tæplega 91 milljón króna árið 2006 en rétt á hæla hennar kemur Lof mér að falla með miðasölutekjur upp á 88 milljónir árið 2018. Svartur á leik situr í þriðja sæti með 83 milljónir í miðasölutekjur árið 2012. Bjarnfreðarson rakaði inn miðasölutekjum upp á rúmlega 78 milljónir árið 2009 og situr í fjórða sæti. Ég man þig í leikstjórn Óskars Þórs Nikulássonar eftir skáldsögu Yrsu Sigurðardóttur halaði inn tæplega 77 milljónum króna sem dugar í fimmta sæti. Ýmislegt mætti taka inn í myndina Bíómiðinn kostar í dag hátt í tvö þúsund krónur og hefur verðið farið hækkandi undanfarin ár. Sú var tíðin að hægt var að komast í bíó fyrir 500 kall. Það er önnur saga. Þær 15,8 milljónir sem Mýrin halaði inn árið 2006 svara til um 30 milljóna miðað við verðlagið í dag. Á núvirði er Mýrin langtekjuhæsta mynd Íslandssögunnar. Kvikmyndavefurinn Klapptré birti í vikunni til samanburðar tekjur á fimm tekjuhæstu myndunum miðað við núvirði.Klapptré En fleira má hafa í huga þegar bíólandslagið er borið saman yfir langt tímabil. Framboð á efni sem er í boði hefur stóraukist og sífellt færri mæta í bíó. Netflix, Stöð 2+, Síminn, Amazon Prime, Disney Plus og lengi mætti telja. Framboðið á úrvalsefni í sófanum heima er margfalt á við það sem áður var þegar fólk streymdi í bíóhúsin eða á vídeóleigurnar. Aðsókn í bíó undanfarin 25 ár má sjá á grafinu að neðan. Eins og sjá má hefur aðsókn í bíó undanfarin 25 ár aldrei verið minni. Grafið er fengið af vef Hagstofunnar. Segja má að aðsókn í kvikmyndahús hafi farið minnkandi frá árinu 2009. Hverju sætir má lengi velta fyrir sér en augljóst er að framboð fólks af sjónvarpsefni heima í stofu hefur stóraukist síðan þá. Þótt landsmönnum hafi fjölgað um fjörutíu prósent frá árinu 1995 hefur bíógestum á sama tíma farið stöðugt fækkandi. Það reynist erfiðara að fá fólk í bíó. Aðsóknarmestu kvikmyndir Íslandssögunnar? Hvað með Stellu í orlofi? Eða Með allt á hreinu? Hversu margir mættu á þær myndir? Einhverjir lesendur spyrja sig vafalítið þessarar spurningar minnugir hvernig fólk stormaði í kvikmyndahúsin á níunda áratugnum. Formlegar mælingar SMÁÍS, nú FRÍSK, á aðsókn á íslenskar kvikmyndir í fullri lengd hófust árið 1995. Samtökin eiga ekki til staðfestar aðsóknartölur fyrir kvikmyndir fyrir árið 1995. Klapptré, sem sérhæfir sig í umfjöllun um bíómyndir, bendir þó á umfjöllun Páls Ásgeirs Ásgeirssonar úr DV árið 2000 þar sem tíndar voru til aðsóknartölur á margar bíómyndir á árunum 1980 til 2000. Tekið er fram að ekki er getið heimilda í greininni og sumar tölur stangast hreinlega á við tölur FRÍSK. Til dæmis segir DV að 85 þúsund manns hafi mætt á Djöflaeyjuna, í leikstjórn Friðriks Þórs Friðrikssonar, á meðan 82.264 mættu samkvæmt tölum FRÍSK. Með þeim fyrirvara má þó sjá grófan topp tuttugu lista að neðan yfir aðsóknarmestu íslensku kvikmyndirnar frá árinu 1980. Myndirnar sem eru af lista DV eru stjörnumerktar á grafinu að neðan. Tekjuhæstu erlendu myndirnar í bíó frá árinu 2005 Fyrsta við erum að skoða aðsókn í bíó hér á landi á annað borð er kannski áhugavert að skoða listann yfir tekjuhæstu bíómyndirnar hér á landi frá árinu 2005 þegar kemur að erlendum bíómyndum. Listann má sjá að neðan en segja má að ævintýramyndir á borð við Avatar, Star Wars, Lord of the Rings og The Hobbit séu í aðalhlutverkum. Þar er líka að finna báðar Mamma Mia! myndirnar, með tónlist Abba, og tvær kvikmyndir um James Bond. Þar er einnig að finna tvær myndir með sterka Íslandstengingu. Annars vegar Everest í leikstjórn Baltasar Kormáks og hins vegar Joker en Hildur Guðnadóttir fékk Óskarsverðlaun fyrir tónlist sína í myndinni. Fróðlegt verður að sjá hvort frumraun Hannesar Þórs Halldórssonar í leikstjórahlutverkinu haldi áfram að laða að bíógesti næstu vikurnar, og hvort Leynilöggan eigi séns í að velgja stórmyndum Íslandssögunnar undir uggum þegar kemur að aðsókn. Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Sýning á Leynilöggunni er nýhafin og verður fróðlegt að sjá hvort myndinni takist að skrá sig enn frekar á spjöld íslenskrar kvikmyndasögu. Aðsókn og tekjur Velgengni kvikmynda má meta út frá tveimur stærðum. Tekjum annars vegar og gestafjölda hins vegar. Fyrri mælikvarðinn er sá mælikvarði sem fyrst og fremst er notast við um allan heim. Hefð hefur verið fyrir því að greina frá aðsókn á kvikmyndir hér heima í formi fjölda gesta. Félag rétthafa í sjónvarpi og kvikmyndum (FRÍSK) heldur utan um opinberan lista hérlendis og samkvæmt upplýsingum frá félaginu hefur verið miðað við tekjur frá árinu 2005. Ástæðan er meðal annars sú að fjöldi boðsmiða gat haft mikil áhrif á mælingar á árangur kvikmynda. Vísir óskaði eftir upplýsingum frá FRÍSK varðandi tekjur kvikmynda frá árinu 2005 og um leið fjölda gesta. Flestar toppmyndirnar eru á báðum listum en þó ekki allar enda misjafnt hve mikið miðinn í bíó kostaði árið sem myndin var sýnd. FRÍSK leggur áherslu á að frá árinu 2005 hafi opinberi listi samtakanna miðað við tekjur kvikmynda, eins og tíðkast erlendis, þó lengst af hafi á Íslandi verið miðað við aðsókn á myndir. Flestir gestir um opnunarhelgi Fjórar myndir hafa fengið yfir tíu þúsund gesti um opnunarhelgi. Ingvar E. Sigurðsson lék Erlend lögregluþjón í Mýrinni árið 2006 og mættu 13.956 manns í bíó helgina 20. til 22. október árið 2006. Alls sáu 84.445 myndina í bíó á meðan hún var til sýninga í kvikmyndahúsum og er Mýrin mest sótta íslenska kvikmyndin miðað við talningar FRÍSK frá 2005. Sverrir Þór Sverrisson, betur þekktur sem Sveppi og einn handritshöfunda Leynilöggunnar, var í aðalhlutverki ásamt Guðjóni Davíð Karlssyni í kvikmyndunum Algjör Sveppi og Gói bjargar málunum og Algjör Sveppi & dularfulla hótelherbergið. Myndirnar eru í öðru, fjórða og fimmta sæti yfir stærstu opnunarhelgar með 11.425 áhorfendur, 10.375 áhorfendur hins vegar. Í þriðja sæti er svo Bjarnfreðarson sem Jón Gnarr lék eftirminnilega. 11.004 mættu á myndina um opnunarhelgina en 66.876 sóttu myndina áður en sýningum lauk sem gerir hana að næstaðsóknarmestu íslensku myndinni frá upphafi mælinga. Í tilfelli Bjarnfreðarsonar var hins vegar aðeins um tveggja daga opnunarhelgi að ræða en ekki þriggja eins og hefðbundið er. Vinsældir Sveppamynda Braga Þórs Hinrikssonar hafa verið afar miklar og þá sérstaklega um opnunarhelgi. Algjör Sveppi og Töfraskápurinn er í fimmta sæti og Algjör Sveppi: Leitin að Villa í níunda sæti yfir aðsókn um opnunarhelgi. Alls mættu 8.503 á Leynilögguna um opnunarhelgina sem setur hana í áttunda sæti yfir fjölmennustu opnunarhelgarnar. Flestir gestir á sýningartíma Þegar litið er til þeirra kvikmynda sem hafa fengið mesta aðsókn á sýningartíma kvikmyndanna eru Mýrin í leikstjórn Baltasars Kormáks og Bjarnfreðarson í leikstjórn Ragnars Bragasonar í tveimur efstu sætum. Næst kemur Svartur á leik í leikstjórn Óskars Þórs Axelssonar með 62.783 áhorfendur í bíó. Í fjórða sæti er Brúðguminn í leikstjórn Baltasars en Ólafur Egilsson skrifaði handritið með honum. 55.300 áhorfendur mættu í bíó. Lof mér að falla í leikstjórn Baldvins Z er í fimmta sæti en 52.963 sáu myndina í bíó. Birgir Örn Steinarsson skrifaði handritið með Baldvini. Mestar tekjur um opnunarhelgi Sem fyrr segir halaði Leynilögga inn 15,9 milljónir króna um opnunarhelgina og bætti met Mýrinnar frá 2006 um 134 þúsund krónur. Algjör Sveppi og Gói bjargar málunum höluðu inn 13,4 milljónir króna opnunarhelgina í lok október 2014. Myndin er í þriðja sæti listans. Bjarnfreðarson fékk tæplega 13 milljónir í kassann um jólin 2009. Eiðurinn, í leikstjórn Baltasars, halaði svo inn 12,6 milljónum í september 2016 og situr í fimmta sæti. Mestar tekjur á sýningartíma Baráttan er ansi hörð þegar kemur að mestum tekjum á sýningartíma. Sýningar á Leynilöggunni eru nýhafnar og koma verður í ljós hverjar heildartekjurnar verða. Mýrin halaði inn tæplega 91 milljón króna árið 2006 en rétt á hæla hennar kemur Lof mér að falla með miðasölutekjur upp á 88 milljónir árið 2018. Svartur á leik situr í þriðja sæti með 83 milljónir í miðasölutekjur árið 2012. Bjarnfreðarson rakaði inn miðasölutekjum upp á rúmlega 78 milljónir árið 2009 og situr í fjórða sæti. Ég man þig í leikstjórn Óskars Þórs Nikulássonar eftir skáldsögu Yrsu Sigurðardóttur halaði inn tæplega 77 milljónum króna sem dugar í fimmta sæti. Ýmislegt mætti taka inn í myndina Bíómiðinn kostar í dag hátt í tvö þúsund krónur og hefur verðið farið hækkandi undanfarin ár. Sú var tíðin að hægt var að komast í bíó fyrir 500 kall. Það er önnur saga. Þær 15,8 milljónir sem Mýrin halaði inn árið 2006 svara til um 30 milljóna miðað við verðlagið í dag. Á núvirði er Mýrin langtekjuhæsta mynd Íslandssögunnar. Kvikmyndavefurinn Klapptré birti í vikunni til samanburðar tekjur á fimm tekjuhæstu myndunum miðað við núvirði.Klapptré En fleira má hafa í huga þegar bíólandslagið er borið saman yfir langt tímabil. Framboð á efni sem er í boði hefur stóraukist og sífellt færri mæta í bíó. Netflix, Stöð 2+, Síminn, Amazon Prime, Disney Plus og lengi mætti telja. Framboðið á úrvalsefni í sófanum heima er margfalt á við það sem áður var þegar fólk streymdi í bíóhúsin eða á vídeóleigurnar. Aðsókn í bíó undanfarin 25 ár má sjá á grafinu að neðan. Eins og sjá má hefur aðsókn í bíó undanfarin 25 ár aldrei verið minni. Grafið er fengið af vef Hagstofunnar. Segja má að aðsókn í kvikmyndahús hafi farið minnkandi frá árinu 2009. Hverju sætir má lengi velta fyrir sér en augljóst er að framboð fólks af sjónvarpsefni heima í stofu hefur stóraukist síðan þá. Þótt landsmönnum hafi fjölgað um fjörutíu prósent frá árinu 1995 hefur bíógestum á sama tíma farið stöðugt fækkandi. Það reynist erfiðara að fá fólk í bíó. Aðsóknarmestu kvikmyndir Íslandssögunnar? Hvað með Stellu í orlofi? Eða Með allt á hreinu? Hversu margir mættu á þær myndir? Einhverjir lesendur spyrja sig vafalítið þessarar spurningar minnugir hvernig fólk stormaði í kvikmyndahúsin á níunda áratugnum. Formlegar mælingar SMÁÍS, nú FRÍSK, á aðsókn á íslenskar kvikmyndir í fullri lengd hófust árið 1995. Samtökin eiga ekki til staðfestar aðsóknartölur fyrir kvikmyndir fyrir árið 1995. Klapptré, sem sérhæfir sig í umfjöllun um bíómyndir, bendir þó á umfjöllun Páls Ásgeirs Ásgeirssonar úr DV árið 2000 þar sem tíndar voru til aðsóknartölur á margar bíómyndir á árunum 1980 til 2000. Tekið er fram að ekki er getið heimilda í greininni og sumar tölur stangast hreinlega á við tölur FRÍSK. Til dæmis segir DV að 85 þúsund manns hafi mætt á Djöflaeyjuna, í leikstjórn Friðriks Þórs Friðrikssonar, á meðan 82.264 mættu samkvæmt tölum FRÍSK. Með þeim fyrirvara má þó sjá grófan topp tuttugu lista að neðan yfir aðsóknarmestu íslensku kvikmyndirnar frá árinu 1980. Myndirnar sem eru af lista DV eru stjörnumerktar á grafinu að neðan. Tekjuhæstu erlendu myndirnar í bíó frá árinu 2005 Fyrsta við erum að skoða aðsókn í bíó hér á landi á annað borð er kannski áhugavert að skoða listann yfir tekjuhæstu bíómyndirnar hér á landi frá árinu 2005 þegar kemur að erlendum bíómyndum. Listann má sjá að neðan en segja má að ævintýramyndir á borð við Avatar, Star Wars, Lord of the Rings og The Hobbit séu í aðalhlutverkum. Þar er líka að finna báðar Mamma Mia! myndirnar, með tónlist Abba, og tvær kvikmyndir um James Bond. Þar er einnig að finna tvær myndir með sterka Íslandstengingu. Annars vegar Everest í leikstjórn Baltasar Kormáks og hins vegar Joker en Hildur Guðnadóttir fékk Óskarsverðlaun fyrir tónlist sína í myndinni. Fróðlegt verður að sjá hvort frumraun Hannesar Þórs Halldórssonar í leikstjórahlutverkinu haldi áfram að laða að bíógesti næstu vikurnar, og hvort Leynilöggan eigi séns í að velgja stórmyndum Íslandssögunnar undir uggum þegar kemur að aðsókn.
Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið