Þorsteinn segir völlinn í Manchester of lítinn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. október 2021 17:45 Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska landsliðsins, telur möguleika liðsins á að komast upp úr riðlinum góða. Vísir/Hulda Margrét Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, sat fyrir svörum eftir að ljóst var að Ísland verður í D-riðli með Frökkum, Ítölum og Belgum á EM sem fram fer í Englandi næsta sumar. Hann segir að hann telji að liðið eigi ágætis möguleika á að komast upp úr riðlinum, en að fyrsti leikur liðsins fari fram á of litlum velli. „Þetta leggst bara vel í mig. Ég held að þetta sé bara fínn riðill og að við séum í ágætis málum,“ sagði Þorsteinn. Fyrstu leikir íslenska liðsins fara fram á akademíuleikvangi Manchester City, gegn Belgum 10. júlí og Ítölum 14. júlí. Þorsteinn segist hafa áhyggjur af því að færri Íslendingar komist að en vilja. „Sem City aðdáanda finnst mér það allt í lagi, en persónulega finnst mér þetta allt of lítill völlur. Ég hef áhyggjur af því að í einhverjum tilfellum verði vandamál fyrir Íslendinga að fá miða á völlinn.“ Þorsteinn var svo spurður hvort að hann hefði viljað fá einhvern annan riðil, en hann segist ekki hafa mikla skoðun á því. „Þetta er bara riðillinn sem við lendum í og við bara vinnum út frá því. Auðvitað hefði alltaf verið gaman að spila opnunarleikinn og allt það. En í sjálfu sér snýst þetta bara um að þetta er riðillinn sem við erum í og við einbeitum okkur að því og hættum að láta okkur dreyma um eitthvað annað.“ En hvernig metur Þorsteinn möguleika Íslands á því að komast upp úr riðlinum? „Við eigum fína möguleika. Við spiluðum tvö hörkuleiki við Ítali í apríl og Frakkarnir eru náttúrulega alltaf sterkir en Belgía er alveg lið sem við eigum að geta unnið líka. Ég tel okkur eiga ágætis möguleika.“ „Við þekkjum orðið ítalska liðið nokkuð vel en það eru held ég komin tvö ár síðan Ísland spilaði seinast við Frakkland og tapaði í erfiðum leik. Frakkarnir eru góðir en við teljum okkur hafa tekið framförum og að við eigum góða möguleika á móti þeim. Belgana veit ég ekkert mjög mikið um en ef maður skoðar hlutina og hvernig þær líta út gagnvart stöðu á einhverjum styrkleikaflokk og við hverja þær hafa verið að spila þá tel ég okkur bara eiga ágætis möguleika á móti þeim,“ sagði Þorsteinn að lokum. Fótbolti EM 2021 í Englandi Mest lesið Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Formúla 1 Sýndi ljóta áverka eftir fallið Sport Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Íslenski boltinn Greip gæsina en sökuð um óheiðarleika Handbolti Fær 2,6 milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Breyta landsliðsbúningnum sínum eftir flótta forsetans Fótbolti Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Handbolti „Var svo hræddur um hvað yrði um hann“ Enski boltinn Þakklátur Slot og glaður yfir að vera líkt við goðsögn Fótbolti Missti tönn en fann hana á vellinum Fótbolti Fleiri fréttir Áfram fullkomið hjá Liverpool í Meistaradeildinni Í beinni: Atalanta - Real Madrid | Meistararnir í miklum vanda Norðmenn mótmæla meingölluðum starfsháttum FIFA Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Arnar og Eiður Smári gætu sameinað krafta sína í Danmörku Gagnrýnir stjórn eigin félags Arsenal gæti sótt manninn sem hætti fljótt hjá Man. Utd Pabbi Ödegaards tekinn við Lilleström Þakklátur Slot og glaður yfir að vera líkt við goðsögn Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Besta ár Júlíusar til þessa: „Búin að vera smá geðshræring síðan í sumar“ Félagi Alberts fær bjargráð en má þá ekki spila á Ítalíu Missti tönn en fann hana á vellinum „Var svo hræddur um hvað yrði um hann“ Breyta landsliðsbúningnum sínum eftir flótta forsetans Gekk á hnjánum yfir allan völlinn Andlitið dettur af sumum: Mourinho hrósaði dómaranum eftir tapleik Sjáðu frábær tilþrif Cecilíu í sögulegum leik á San Siro Bowen fagnaði sigurmarkinu með treyju Michail Antonio Neuer spilar ekki fleiri leiki á árinu 2024 Messi ekki í liði ársins í fyrsta sinn í sautján ár Kom í veg fyrir spjald liðsfélaga síns hjá Chelsea Alisson snýr aftur í Liverpool liðið Verður áfram í grænu næsta sumar Coote rekinn úr ensku úrvalsdeildinni eftir alvarleg brot Mætt aftur eftir heilablóðfall: „Ekkert mun toppa þessa tilfinningu“ Áfram bendir Hareide á Solskjær Getur ekki spilað fótbolta næsta árið eftir bílslysið Henti skónum í ruslið eftir leik en mátti ekki segja frá því Rooney ræður fyrrum aðstoðarmann Sir Alex til starfa Sjá meira
„Þetta leggst bara vel í mig. Ég held að þetta sé bara fínn riðill og að við séum í ágætis málum,“ sagði Þorsteinn. Fyrstu leikir íslenska liðsins fara fram á akademíuleikvangi Manchester City, gegn Belgum 10. júlí og Ítölum 14. júlí. Þorsteinn segist hafa áhyggjur af því að færri Íslendingar komist að en vilja. „Sem City aðdáanda finnst mér það allt í lagi, en persónulega finnst mér þetta allt of lítill völlur. Ég hef áhyggjur af því að í einhverjum tilfellum verði vandamál fyrir Íslendinga að fá miða á völlinn.“ Þorsteinn var svo spurður hvort að hann hefði viljað fá einhvern annan riðil, en hann segist ekki hafa mikla skoðun á því. „Þetta er bara riðillinn sem við lendum í og við bara vinnum út frá því. Auðvitað hefði alltaf verið gaman að spila opnunarleikinn og allt það. En í sjálfu sér snýst þetta bara um að þetta er riðillinn sem við erum í og við einbeitum okkur að því og hættum að láta okkur dreyma um eitthvað annað.“ En hvernig metur Þorsteinn möguleika Íslands á því að komast upp úr riðlinum? „Við eigum fína möguleika. Við spiluðum tvö hörkuleiki við Ítali í apríl og Frakkarnir eru náttúrulega alltaf sterkir en Belgía er alveg lið sem við eigum að geta unnið líka. Ég tel okkur eiga ágætis möguleika.“ „Við þekkjum orðið ítalska liðið nokkuð vel en það eru held ég komin tvö ár síðan Ísland spilaði seinast við Frakkland og tapaði í erfiðum leik. Frakkarnir eru góðir en við teljum okkur hafa tekið framförum og að við eigum góða möguleika á móti þeim. Belgana veit ég ekkert mjög mikið um en ef maður skoðar hlutina og hvernig þær líta út gagnvart stöðu á einhverjum styrkleikaflokk og við hverja þær hafa verið að spila þá tel ég okkur bara eiga ágætis möguleika á móti þeim,“ sagði Þorsteinn að lokum.
Fótbolti EM 2021 í Englandi Mest lesið Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Formúla 1 Sýndi ljóta áverka eftir fallið Sport Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Íslenski boltinn Greip gæsina en sökuð um óheiðarleika Handbolti Fær 2,6 milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Breyta landsliðsbúningnum sínum eftir flótta forsetans Fótbolti Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Handbolti „Var svo hræddur um hvað yrði um hann“ Enski boltinn Þakklátur Slot og glaður yfir að vera líkt við goðsögn Fótbolti Missti tönn en fann hana á vellinum Fótbolti Fleiri fréttir Áfram fullkomið hjá Liverpool í Meistaradeildinni Í beinni: Atalanta - Real Madrid | Meistararnir í miklum vanda Norðmenn mótmæla meingölluðum starfsháttum FIFA Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Arnar og Eiður Smári gætu sameinað krafta sína í Danmörku Gagnrýnir stjórn eigin félags Arsenal gæti sótt manninn sem hætti fljótt hjá Man. Utd Pabbi Ödegaards tekinn við Lilleström Þakklátur Slot og glaður yfir að vera líkt við goðsögn Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Besta ár Júlíusar til þessa: „Búin að vera smá geðshræring síðan í sumar“ Félagi Alberts fær bjargráð en má þá ekki spila á Ítalíu Missti tönn en fann hana á vellinum „Var svo hræddur um hvað yrði um hann“ Breyta landsliðsbúningnum sínum eftir flótta forsetans Gekk á hnjánum yfir allan völlinn Andlitið dettur af sumum: Mourinho hrósaði dómaranum eftir tapleik Sjáðu frábær tilþrif Cecilíu í sögulegum leik á San Siro Bowen fagnaði sigurmarkinu með treyju Michail Antonio Neuer spilar ekki fleiri leiki á árinu 2024 Messi ekki í liði ársins í fyrsta sinn í sautján ár Kom í veg fyrir spjald liðsfélaga síns hjá Chelsea Alisson snýr aftur í Liverpool liðið Verður áfram í grænu næsta sumar Coote rekinn úr ensku úrvalsdeildinni eftir alvarleg brot Mætt aftur eftir heilablóðfall: „Ekkert mun toppa þessa tilfinningu“ Áfram bendir Hareide á Solskjær Getur ekki spilað fótbolta næsta árið eftir bílslysið Henti skónum í ruslið eftir leik en mátti ekki segja frá því Rooney ræður fyrrum aðstoðarmann Sir Alex til starfa Sjá meira