Íslendingar fylltu litla hólfið sitt í Manchester strax Sindri Sverrisson skrifar 4. nóvember 2021 10:31 Litríkur stuðningsmaður Íslands á leiknum gegn Austurríki í Rotterdam á EM 2017. Getty/Maja Hitji Stuðningsmenn íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta voru ekki lengi að tryggja sér þá miða sem Íslendingum voru úthlutaðir vegna fyrstu leikja Íslands á EM næsta sumar. Ísland dróst í D-riðil með Belgíu, Ítalíu og Frakklandi, og fara leikirnir fram 10., 14. og 18. júlí. Ísland mætir Belgíu og Ítalíu á minnsta leikvangi keppninnar, akademíuleikvangi Manchester City, sem aðeins er með 4.700 sæti. Knattspyrnusamband Íslands fékk 600 miða á hvorn leikjanna í Manchester, í sérstakt Íslendingahólf. Þeir miðar fóru fljótt út og miðað við það að 2-3.000 Íslendingar mættu á hvern af leikjum Íslands á EM í Hollandi 2017 virðist völlurinn fulllítill. Enn er þó hægt að fá miða með öðrum leiðum. Ísland fékk svo 1.000 miða á lokaleikinn í riðlinum, gegn Frökkum, en sá leikur fer fram á New York leikvanginum í Rotherham sem rúmar 12.000 manns. Í gær voru enn miðar lausir í hólf Íslendinga á þeim leik. Leik sem gæti ráðið úrslitum um hvort Ísland kemst í 8-liða úrslit. Þó að Íslendingahólfin séu full eða að fyllast þá geta Íslendingar enn fengið miða á leiki Íslands í gegnum almenna miðasölu UEFA. Hægt er að sækja um miða fram til 16. nóvember og ef eftirspurnin er meiri en framboðið er svo dregið um það hverjir fá miða. Miðaverð er mjög hóflegt en ódýrustu miðarnir kosta tæplega 1.800 krónur fyrir fullorðna og 900 krónur fyrir börn. Íslendingar fjölmenntu til Hollands á EM 2017 en urðu að sætta sig þar við þrjú töp í þremur leikjum.Getty/Maja Hitji UEFA hlífði Frökkum við minnsta leikvanginum Það var í höndum UEFA að ákveða hvaða leikir í D-riðli yrðu í Manchester og hvaða leikir í Rotherham. Landið með stærsta markaðssvæðið, Frakkland, fékk alla sína leiki í Rotherham og hin liðin í riðlinum því einn leik hvert þar. „Það eru auðvitað bara vonbrigði að UEFA sé að nota svona litla velli. Ég held að allir séu sammála um það. En við gætum alveg séð 2.000 Íslendinga á þessum leikjum í Manchester og vonandi að þeir sem vilja sjá leiki Íslands sæki um í almennu miðasölunni,“ segir Óskar Örn Guðbrandsson, samskiptafulltrúi KSÍ. Allar upplýsingar um miðasölu má finna hér. EM 2021 í Englandi Mest lesið Tók starfi í NBA eftir hvatningu frá íslenskum vinkonum Körfubolti Fékk framlengdan samning hjá Malmö eftir þrennuna Fótbolti Íþróttastjórinn hættur hjá United eftir fimm mánuði í starfi Enski boltinn Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Íslenski boltinn Áttundi sigur Alberts og félaga í röð Fótbolti Dramatík þegar Arsenal gerði jafntefli á Craven Cottage Enski boltinn Brestir í samstarfi Ratcliffe og Ashworth Enski boltinn Setti tvö og var bestur á vellinum Fótbolti LA Galaxy MLS-meistari í sjötta sinn Fótbolti Antonio búinn í aðgerð Enski boltinn Fleiri fréttir Antonio búinn í aðgerð Setti tvö og var bestur á vellinum Í beinni: Fulham - Arsenal | Nær Fulham að koma á óvart? Áttundi sigur Alberts og félaga í röð Brestir í samstarfi Ratcliffe og Ashworth Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Íþróttastjórinn hættur hjá United eftir fimm mánuði í starfi LA Galaxy MLS-meistari í sjötta sinn Lokkur úr hári Maradona til sölu og metinn á margar milljónir Fékk framlengdan samning hjá Malmö eftir þrennuna Mbappé á skotskónum og Real Madrid getur tekið toppsætið af Barcelona Eddie Howe biður stuðningsmenn Newcastle afsökunar Forest aftur á sigurbraut en United tapað tveimur í röð Júlíus tryggði Fredrikstad bikarmeistaratitilinn Jón Daði aftur utan hóps og ólíklegt talið að hann verði áfram hjá Wrexham Michail Antonio lenti í alvarlegu bílslysi Frábært gengi Brentford á heimavelli heldur áfram City kom tvisvar til baka á Selhurst Park Staða Bayern á toppnum styrktist Skoraði mínútu eftir að hún kom inn á Diljá með þrennu í bikarsigri Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Amanda skoraði og Glódís fór á toppinn Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Í beinni: Real Betis - Barcelona | Barca ætlar ekki að gefa toppsætið eftir Jón Dagur tekinn af velli í hálfleik Hélt að rauð viðvörun þýddi stórsigur Liverpool-manna „Erum stórt félag en ekki stórt lið“ Þurftu að halda Guardiola svo hann myndi ekki hjóla í mann Sjá meira
Ísland dróst í D-riðil með Belgíu, Ítalíu og Frakklandi, og fara leikirnir fram 10., 14. og 18. júlí. Ísland mætir Belgíu og Ítalíu á minnsta leikvangi keppninnar, akademíuleikvangi Manchester City, sem aðeins er með 4.700 sæti. Knattspyrnusamband Íslands fékk 600 miða á hvorn leikjanna í Manchester, í sérstakt Íslendingahólf. Þeir miðar fóru fljótt út og miðað við það að 2-3.000 Íslendingar mættu á hvern af leikjum Íslands á EM í Hollandi 2017 virðist völlurinn fulllítill. Enn er þó hægt að fá miða með öðrum leiðum. Ísland fékk svo 1.000 miða á lokaleikinn í riðlinum, gegn Frökkum, en sá leikur fer fram á New York leikvanginum í Rotherham sem rúmar 12.000 manns. Í gær voru enn miðar lausir í hólf Íslendinga á þeim leik. Leik sem gæti ráðið úrslitum um hvort Ísland kemst í 8-liða úrslit. Þó að Íslendingahólfin séu full eða að fyllast þá geta Íslendingar enn fengið miða á leiki Íslands í gegnum almenna miðasölu UEFA. Hægt er að sækja um miða fram til 16. nóvember og ef eftirspurnin er meiri en framboðið er svo dregið um það hverjir fá miða. Miðaverð er mjög hóflegt en ódýrustu miðarnir kosta tæplega 1.800 krónur fyrir fullorðna og 900 krónur fyrir börn. Íslendingar fjölmenntu til Hollands á EM 2017 en urðu að sætta sig þar við þrjú töp í þremur leikjum.Getty/Maja Hitji UEFA hlífði Frökkum við minnsta leikvanginum Það var í höndum UEFA að ákveða hvaða leikir í D-riðli yrðu í Manchester og hvaða leikir í Rotherham. Landið með stærsta markaðssvæðið, Frakkland, fékk alla sína leiki í Rotherham og hin liðin í riðlinum því einn leik hvert þar. „Það eru auðvitað bara vonbrigði að UEFA sé að nota svona litla velli. Ég held að allir séu sammála um það. En við gætum alveg séð 2.000 Íslendinga á þessum leikjum í Manchester og vonandi að þeir sem vilja sjá leiki Íslands sæki um í almennu miðasölunni,“ segir Óskar Örn Guðbrandsson, samskiptafulltrúi KSÍ. Allar upplýsingar um miðasölu má finna hér.
EM 2021 í Englandi Mest lesið Tók starfi í NBA eftir hvatningu frá íslenskum vinkonum Körfubolti Fékk framlengdan samning hjá Malmö eftir þrennuna Fótbolti Íþróttastjórinn hættur hjá United eftir fimm mánuði í starfi Enski boltinn Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Íslenski boltinn Áttundi sigur Alberts og félaga í röð Fótbolti Dramatík þegar Arsenal gerði jafntefli á Craven Cottage Enski boltinn Brestir í samstarfi Ratcliffe og Ashworth Enski boltinn Setti tvö og var bestur á vellinum Fótbolti LA Galaxy MLS-meistari í sjötta sinn Fótbolti Antonio búinn í aðgerð Enski boltinn Fleiri fréttir Antonio búinn í aðgerð Setti tvö og var bestur á vellinum Í beinni: Fulham - Arsenal | Nær Fulham að koma á óvart? Áttundi sigur Alberts og félaga í röð Brestir í samstarfi Ratcliffe og Ashworth Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Íþróttastjórinn hættur hjá United eftir fimm mánuði í starfi LA Galaxy MLS-meistari í sjötta sinn Lokkur úr hári Maradona til sölu og metinn á margar milljónir Fékk framlengdan samning hjá Malmö eftir þrennuna Mbappé á skotskónum og Real Madrid getur tekið toppsætið af Barcelona Eddie Howe biður stuðningsmenn Newcastle afsökunar Forest aftur á sigurbraut en United tapað tveimur í röð Júlíus tryggði Fredrikstad bikarmeistaratitilinn Jón Daði aftur utan hóps og ólíklegt talið að hann verði áfram hjá Wrexham Michail Antonio lenti í alvarlegu bílslysi Frábært gengi Brentford á heimavelli heldur áfram City kom tvisvar til baka á Selhurst Park Staða Bayern á toppnum styrktist Skoraði mínútu eftir að hún kom inn á Diljá með þrennu í bikarsigri Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Amanda skoraði og Glódís fór á toppinn Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Í beinni: Real Betis - Barcelona | Barca ætlar ekki að gefa toppsætið eftir Jón Dagur tekinn af velli í hálfleik Hélt að rauð viðvörun þýddi stórsigur Liverpool-manna „Erum stórt félag en ekki stórt lið“ Þurftu að halda Guardiola svo hann myndi ekki hjóla í mann Sjá meira