Fórnarkostnaður verðmætasköpunar Nanna Hermannsdóttir og Isabel Alejandra Diaz skrifa 8. nóvember 2021 09:30 Ákvörðun um að skrá sig í nám snýst að mörgu leyti um fórnarkostnað. Raunin er auðvitað ekki sú að þeir sem hyggja á nám setjist niður og setji upp excel-skjal með kostnaðar- og ábatagreiningu en mörg þurfa þó að taka afstöðu til þeirra áhrifa sem það hefur á fjárhaginn að fara í nám og fresta þar með þátttöku á vinnumarkaði. Ákvörðunin um að fara í nám snýst um að fresta því að vinna sér inn tekjur, stytta starfsævina og jafnvel að bera byrði námslána að námi loknu. Það er því eðlileg krafa að laun háskólamenntaðra endurspegli þennan fórnarkostnað en einnig þá þekkingu sem öðlast í námi. Sú þekking skilar sér til samfélagsins, eykur lífskjör, samkeppnishæfni og verðmætasköpun þjóðarinnar. Samkvæmt skýrslu kjaratölfræðinefndar hefur kaupmáttur háskólamenntaðra aukist minna en kaupmáttur annarra hópa frá 2019 en þessa þróun má rekja til markmiðs Lífskjarasamningsins um að hækka sérstaklega lægstu laun. Það er að sjálfsögðu mikilvægt og löngu tímabært skref í átt að jöfnuði að bæta kjör þeirra lægst launuðu. Að sama skapi kann framtíðarnámsfólk að staldra við og spyrja sig hver hvatinn sé til þess að sækja sér frekari menntun. Það er margt sem þarf að bæta ef auka á hvata til náms. Frá sjónarhóli stúdentahreyfingarinnar er ljóst að endurskoða þarf þau félagslegu kerfi sem eiga að styðja við stúdenta á meðan á námi stendur. Þar eru áherslur Stúdentaráðs Háskóla Íslands um fjárhagslegt öryggi lykilmál. Ber þar fyrst að nefna kröfuna um að stúdentum skuli tryggður réttur til atvinnuleysisbóta á ný eins og öðru vinnandi fólki. Það er jafnréttismál að stúdentar geti sótt sér þann rétt sem það ávinnur sér með þátttöku á vinnumarkað og greiðslu í atvinnuleysistryggingasjóð. Jafnframt þarf viðhorfsbreytingu stjórnenda Menntasjóðs námsmanna og stjórnvalda gagnvart stúdentum og bindur Stúdentaráð vonir við að næsta ríkissstjórn taki alvarlega þeirri endurskoðun á nýjum lánasjóðslögum sem boðuð eru í lögum fyrir lok haustþings 2023. Þessir þættir og fjöldi annarra valda því að stúdentar búa við fjárhagslegt óöryggi og eru aðstæður margra þannig að einn tannlæknatími getur sett fjárhaginn úr skorðum. Einnig er brýnt að stjórnvöld séu meðvituð um að þrátt fyrir að atvinnuástandið sé að batna er erfitt að segja til um hvernig ungt fólk mun fóta sig á vinnumarkaði. Fjöldi rannsókna hafa sýnt að það að hefja starfsævina í eða í kjölfar kreppu getur haft veruleg neikvæð áhrif til frambúðar þar sem fyrstu skrefin á vinnumarkaði hafa yfirleitt mikil áhrif um framtíðartækifæri og þar með ævitekjur fólks. Þá ber að hafa það að forgangsmáli að launamunur kynjanna sé tekinn föstum tökum. Áðurnefnd skýrsla Kjaratölfræðinefndar undirstrikar enn frekar að launamunur kynjanna sé enn viðvarandi vandamál. Þótt dregið hafi bæði úr leiðréttum og óleiðréttum launamun kynjanna mælist hann enn nokkur. Kynbundin skipting vinnumarkaðarins, þ.e. að konur og karlar séu í mismunandi störfum og atvinnugreinum, skýrir að miklu leyti þennan launamun. Sú skipting endurspeglast í þeirri skiptingu sem enn er að finna innan menntastofnana landsins. Undanfarin ár hafa konur verið í miklum meirihluta í háskólanámi og hefur hlutfall þeirra við Háskóla Íslands verið um 70%. Skiptingin eftir fræðasviðum og deildum er þar sterk vísbending um lárétta kynjaskiptingu vinnumarkaðar en konur eru mun fleiri í helstu heilbrigðisvísindum og menntavísindum en einnig félagsvísindum, á meðan leikurinn er jafnari í hugvísindum og karlar fleiri í verkfræði- og náttúruvísindum. Ennfremur er vert að vekja athygli á að hlutfall starfandi kvenna í námi hefur einnig mælst hærra en hlutfall starfandi karla. Frá aldamótum hefur hlutfall kvenna sem vinna samhliða námi aukist en á sama tíma hafa réttindi stúdenta á vinnumarkaði verið skert. Það er því eðlilegt að velta því upp hvort að afnám félagslegra réttinda á meðan á námi stendur bitni frekar á konum og hvort sú birtingarmynd kynjamisréttis skili sér út á vinnumarkaðinn. Það er því verulegt hagsmunamál fyrir stúdenta að ráðist verði í aðgerðir til þess draga úr launamuni kynjanna og hefur Stúdentaráð lýst yfir stuðningi sínum við tillögur starfshóps forsætisráðherra um endurmat á virði kvennastarfa. Það er tími til komin að samfélagið viðurkenni að sú þekking sem fæst með menntun sé til hagsbóta fyrir samfélagið allt en jafnframt að það að mennta sig feli í sér kostnað fyrir einstaklinginn. Stúdentaráð Háskóla Íslands skorar því á næstu ríkisstjórn að fjárfesta í ungu fólki og setja menntakerfið í forgang. Höfundar eru forseti og verkefnastjóri Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Skóla - og menntamál Háskólar Isabel Alejandra Díaz Nanna Hermannsdóttir Mest lesið „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi. Anna Sigurðardóttir Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal Skoðun Skoðun Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi. Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skyndihjálp: Lykillinn að öruggara samfélagi Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal skrifar Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Sjá meira
Ákvörðun um að skrá sig í nám snýst að mörgu leyti um fórnarkostnað. Raunin er auðvitað ekki sú að þeir sem hyggja á nám setjist niður og setji upp excel-skjal með kostnaðar- og ábatagreiningu en mörg þurfa þó að taka afstöðu til þeirra áhrifa sem það hefur á fjárhaginn að fara í nám og fresta þar með þátttöku á vinnumarkaði. Ákvörðunin um að fara í nám snýst um að fresta því að vinna sér inn tekjur, stytta starfsævina og jafnvel að bera byrði námslána að námi loknu. Það er því eðlileg krafa að laun háskólamenntaðra endurspegli þennan fórnarkostnað en einnig þá þekkingu sem öðlast í námi. Sú þekking skilar sér til samfélagsins, eykur lífskjör, samkeppnishæfni og verðmætasköpun þjóðarinnar. Samkvæmt skýrslu kjaratölfræðinefndar hefur kaupmáttur háskólamenntaðra aukist minna en kaupmáttur annarra hópa frá 2019 en þessa þróun má rekja til markmiðs Lífskjarasamningsins um að hækka sérstaklega lægstu laun. Það er að sjálfsögðu mikilvægt og löngu tímabært skref í átt að jöfnuði að bæta kjör þeirra lægst launuðu. Að sama skapi kann framtíðarnámsfólk að staldra við og spyrja sig hver hvatinn sé til þess að sækja sér frekari menntun. Það er margt sem þarf að bæta ef auka á hvata til náms. Frá sjónarhóli stúdentahreyfingarinnar er ljóst að endurskoða þarf þau félagslegu kerfi sem eiga að styðja við stúdenta á meðan á námi stendur. Þar eru áherslur Stúdentaráðs Háskóla Íslands um fjárhagslegt öryggi lykilmál. Ber þar fyrst að nefna kröfuna um að stúdentum skuli tryggður réttur til atvinnuleysisbóta á ný eins og öðru vinnandi fólki. Það er jafnréttismál að stúdentar geti sótt sér þann rétt sem það ávinnur sér með þátttöku á vinnumarkað og greiðslu í atvinnuleysistryggingasjóð. Jafnframt þarf viðhorfsbreytingu stjórnenda Menntasjóðs námsmanna og stjórnvalda gagnvart stúdentum og bindur Stúdentaráð vonir við að næsta ríkissstjórn taki alvarlega þeirri endurskoðun á nýjum lánasjóðslögum sem boðuð eru í lögum fyrir lok haustþings 2023. Þessir þættir og fjöldi annarra valda því að stúdentar búa við fjárhagslegt óöryggi og eru aðstæður margra þannig að einn tannlæknatími getur sett fjárhaginn úr skorðum. Einnig er brýnt að stjórnvöld séu meðvituð um að þrátt fyrir að atvinnuástandið sé að batna er erfitt að segja til um hvernig ungt fólk mun fóta sig á vinnumarkaði. Fjöldi rannsókna hafa sýnt að það að hefja starfsævina í eða í kjölfar kreppu getur haft veruleg neikvæð áhrif til frambúðar þar sem fyrstu skrefin á vinnumarkaði hafa yfirleitt mikil áhrif um framtíðartækifæri og þar með ævitekjur fólks. Þá ber að hafa það að forgangsmáli að launamunur kynjanna sé tekinn föstum tökum. Áðurnefnd skýrsla Kjaratölfræðinefndar undirstrikar enn frekar að launamunur kynjanna sé enn viðvarandi vandamál. Þótt dregið hafi bæði úr leiðréttum og óleiðréttum launamun kynjanna mælist hann enn nokkur. Kynbundin skipting vinnumarkaðarins, þ.e. að konur og karlar séu í mismunandi störfum og atvinnugreinum, skýrir að miklu leyti þennan launamun. Sú skipting endurspeglast í þeirri skiptingu sem enn er að finna innan menntastofnana landsins. Undanfarin ár hafa konur verið í miklum meirihluta í háskólanámi og hefur hlutfall þeirra við Háskóla Íslands verið um 70%. Skiptingin eftir fræðasviðum og deildum er þar sterk vísbending um lárétta kynjaskiptingu vinnumarkaðar en konur eru mun fleiri í helstu heilbrigðisvísindum og menntavísindum en einnig félagsvísindum, á meðan leikurinn er jafnari í hugvísindum og karlar fleiri í verkfræði- og náttúruvísindum. Ennfremur er vert að vekja athygli á að hlutfall starfandi kvenna í námi hefur einnig mælst hærra en hlutfall starfandi karla. Frá aldamótum hefur hlutfall kvenna sem vinna samhliða námi aukist en á sama tíma hafa réttindi stúdenta á vinnumarkaði verið skert. Það er því eðlilegt að velta því upp hvort að afnám félagslegra réttinda á meðan á námi stendur bitni frekar á konum og hvort sú birtingarmynd kynjamisréttis skili sér út á vinnumarkaðinn. Það er því verulegt hagsmunamál fyrir stúdenta að ráðist verði í aðgerðir til þess draga úr launamuni kynjanna og hefur Stúdentaráð lýst yfir stuðningi sínum við tillögur starfshóps forsætisráðherra um endurmat á virði kvennastarfa. Það er tími til komin að samfélagið viðurkenni að sú þekking sem fæst með menntun sé til hagsbóta fyrir samfélagið allt en jafnframt að það að mennta sig feli í sér kostnað fyrir einstaklinginn. Stúdentaráð Háskóla Íslands skorar því á næstu ríkisstjórn að fjárfesta í ungu fólki og setja menntakerfið í forgang. Höfundar eru forseti og verkefnastjóri Stúdentaráðs Háskóla Íslands.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun
Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun