Umfjöllun og viðtöl: Valur - Afturelding 27-25 | Mosfellingum tókst ekki að losa hreðjatak Valsmanna Andri Már Eggertsson skrifar 22. nóvember 2021 21:30 Valsmenn unnu tveggja marka sigur á Aftureldingu í kvöld. vísir/daníel Valur mætti Aftureldingu í lokaleik níundu umferðar Olís deildar-karla í handbolta. Valsmenn fóru með tveggja marka sigur af hólmi, lokatölur 27-25. Jafnræði var með liðunum til að byrja með. Bæði lið tóku nokkrar sóknir í að finna sinn takt en þegar fyrstu tvö mörk leiksins komu gekk sóknarleikur beggja liða betur fyrir sig. Eftir tólf mínútur var staðan 5-5 en þá tók við góður kafli Vals. Þrándur Gíslason gerði þrjú af fyrstu fjórum mörkum Aftureldingar. Þrándur fékk beint rautt spjald á 13. mínútu. Þrándur skellti Benedikt Gunnari Óskarsyni beint í gólfið sem skall beint með hnakkann í gólfið. Þrándur fékk réttilega beint rautt spjald. Afturelding var í miklum vandræðum með að finna sinn takt eftir rauða spjald Þrándar. Valur gerði sex mörk á meðan Afturelding skoraði eitt mark. Aftureldingu tókst að kroppa örlítið í forskot Vals og gerði þrjú mörk á meðan Valur skoraði eitt mark. Staðan í hálfleik var 12-9. Sóknarleikur Aftureldingar skánaði töluvert í seinni hálfleik. Afturelding byrjaði þó síðari hálfleik illa. Björgvin Páll Gústavsson, markmaður Vals, varði eins og berserkur á tímabili sem skilaði sér í haug af hraðaupphlaupum. Björgvin Páll endaði leikinn með 22 varða bolta og 47 prósent markvörslu. Afturelding minnkaði leikinn niður í tvö mörk þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Tilfinningin mín í leiknum var þó aldrei að Valur myndi missa leikinn niður í jafntefli líkt og síðustu tveir leikir Vals hafa endað. Þrátt fyrir ágætis endasprett Aftureldingar vann Valur tveggja marka sigur 27-25. Af hverju vann Valur? Vörn og markvarsla Vals lagði grunninn að sigrinum. Afturelding skoraði aðeins níu mörk í fyrri hálfleik sem er ansi stór hola gegn sterku liði Vals. Hverjir stóðu upp úr? Björgvin Páll Gústavsson, markmaður Vals, var besti maður vallarins. Björgvin Páll varði 22 bolta og endaði með 47 prósent markvörslu. Finnur Ingi Stefánsson átti góðan leik í hægra horni Vals. Heimamenn keyrðu mikið upp hraðann í leiknum sem hentaði Finni vel. Finnur Ingi endaði með 5 mörk úr 6 skotum. Hvað gekk illa? Þrándur Gíslason gerði liðinu sínu afar mikinn óleik með að fá rautt spjald um miðjan fyrri hálfleik. Þrándur var eini línumaður Aftureldingar í leiknum og var sóknarleikur liðsins aldrei sá sami eftir að Þrándur fékk afar klaufalegt rautt spjald um miðjan fyrri hálfleik. Guðmundur Bragi Ástþórsson var slakasti maður Aftureldingar í leiknum. Guðmundur Bragi skoraði eitt mark og náði sér aldrei á strik í kvöld. Hvað gerist næst? Næsta sunnudag mætast Afturelding og FH klukkan 19:30. Leikurinn verður sýndur í beinni á Stöð 2 Sport. Valur mætir Selfossi laugardaginn 4. desember klukkan 16:00. Leikurinn verður sýndur í beinni á Stöð 2 Sport. Snorri Steinn: Leikurinn var aldrei í hættu Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var ánægður með sigur kvöldsinsVísir/Hulda Margrét Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var ánægður með tveggja marka sigur á Aftureldingu. „Mér fannst við góðir í kvöld. Við vorum með yfirhöndina allan leikinn og fannst mér leikurinn aldrei vera í hættu,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson eftir leik. Þrándur Gíslason fékk beint rautt spjald í fyrri hálfleik. Snorra fannst niðurstaða dómara vera hárrétt. „Dómararnir fóru í skjáinn og kíktu á atvikið aftur þannig það er ekki hægt að klúðra því.“ Valur náði góðu áhlaupi eftir rauða spjald Þrándar sem Snorri var ánægður með. „Þetta rauða spjald var dýrt fyrir þá. Okkur tókst að nýta okkur það og náðum við góðum tökum á leiknum á þessum kafla.“ Valur fékk mörg mörk eftir hraðar sóknir en Snorra fannst uppstilltur sóknarleikur liðsins ekki merkilegur. „Við fengum fullt af mörkum úr hröðum sóknum. Mér fannst við eiga að gera betur í uppstilltum sóknarleik. Ég mun skoða þennan leik betur og athuga hvað við getum bætt,“ sagði Snorri að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla Valur Afturelding
Valur mætti Aftureldingu í lokaleik níundu umferðar Olís deildar-karla í handbolta. Valsmenn fóru með tveggja marka sigur af hólmi, lokatölur 27-25. Jafnræði var með liðunum til að byrja með. Bæði lið tóku nokkrar sóknir í að finna sinn takt en þegar fyrstu tvö mörk leiksins komu gekk sóknarleikur beggja liða betur fyrir sig. Eftir tólf mínútur var staðan 5-5 en þá tók við góður kafli Vals. Þrándur Gíslason gerði þrjú af fyrstu fjórum mörkum Aftureldingar. Þrándur fékk beint rautt spjald á 13. mínútu. Þrándur skellti Benedikt Gunnari Óskarsyni beint í gólfið sem skall beint með hnakkann í gólfið. Þrándur fékk réttilega beint rautt spjald. Afturelding var í miklum vandræðum með að finna sinn takt eftir rauða spjald Þrándar. Valur gerði sex mörk á meðan Afturelding skoraði eitt mark. Aftureldingu tókst að kroppa örlítið í forskot Vals og gerði þrjú mörk á meðan Valur skoraði eitt mark. Staðan í hálfleik var 12-9. Sóknarleikur Aftureldingar skánaði töluvert í seinni hálfleik. Afturelding byrjaði þó síðari hálfleik illa. Björgvin Páll Gústavsson, markmaður Vals, varði eins og berserkur á tímabili sem skilaði sér í haug af hraðaupphlaupum. Björgvin Páll endaði leikinn með 22 varða bolta og 47 prósent markvörslu. Afturelding minnkaði leikinn niður í tvö mörk þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Tilfinningin mín í leiknum var þó aldrei að Valur myndi missa leikinn niður í jafntefli líkt og síðustu tveir leikir Vals hafa endað. Þrátt fyrir ágætis endasprett Aftureldingar vann Valur tveggja marka sigur 27-25. Af hverju vann Valur? Vörn og markvarsla Vals lagði grunninn að sigrinum. Afturelding skoraði aðeins níu mörk í fyrri hálfleik sem er ansi stór hola gegn sterku liði Vals. Hverjir stóðu upp úr? Björgvin Páll Gústavsson, markmaður Vals, var besti maður vallarins. Björgvin Páll varði 22 bolta og endaði með 47 prósent markvörslu. Finnur Ingi Stefánsson átti góðan leik í hægra horni Vals. Heimamenn keyrðu mikið upp hraðann í leiknum sem hentaði Finni vel. Finnur Ingi endaði með 5 mörk úr 6 skotum. Hvað gekk illa? Þrándur Gíslason gerði liðinu sínu afar mikinn óleik með að fá rautt spjald um miðjan fyrri hálfleik. Þrándur var eini línumaður Aftureldingar í leiknum og var sóknarleikur liðsins aldrei sá sami eftir að Þrándur fékk afar klaufalegt rautt spjald um miðjan fyrri hálfleik. Guðmundur Bragi Ástþórsson var slakasti maður Aftureldingar í leiknum. Guðmundur Bragi skoraði eitt mark og náði sér aldrei á strik í kvöld. Hvað gerist næst? Næsta sunnudag mætast Afturelding og FH klukkan 19:30. Leikurinn verður sýndur í beinni á Stöð 2 Sport. Valur mætir Selfossi laugardaginn 4. desember klukkan 16:00. Leikurinn verður sýndur í beinni á Stöð 2 Sport. Snorri Steinn: Leikurinn var aldrei í hættu Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var ánægður með sigur kvöldsinsVísir/Hulda Margrét Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var ánægður með tveggja marka sigur á Aftureldingu. „Mér fannst við góðir í kvöld. Við vorum með yfirhöndina allan leikinn og fannst mér leikurinn aldrei vera í hættu,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson eftir leik. Þrándur Gíslason fékk beint rautt spjald í fyrri hálfleik. Snorra fannst niðurstaða dómara vera hárrétt. „Dómararnir fóru í skjáinn og kíktu á atvikið aftur þannig það er ekki hægt að klúðra því.“ Valur náði góðu áhlaupi eftir rauða spjald Þrándar sem Snorri var ánægður með. „Þetta rauða spjald var dýrt fyrir þá. Okkur tókst að nýta okkur það og náðum við góðum tökum á leiknum á þessum kafla.“ Valur fékk mörg mörk eftir hraðar sóknir en Snorra fannst uppstilltur sóknarleikur liðsins ekki merkilegur. „Við fengum fullt af mörkum úr hröðum sóknum. Mér fannst við eiga að gera betur í uppstilltum sóknarleik. Ég mun skoða þennan leik betur og athuga hvað við getum bætt,“ sagði Snorri að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik