Fjör hjá Agnari í einangrun: „Þetta er það heimskulegasta sem ég hef gert“ Sindri Sverrisson skrifar 23. nóvember 2021 08:30 Agnar Smári Jónsson gerði sér ýmislegt til dægradvalar, lokaður inni heima hjá sér í einangrun, en verður frelsinu eflaust feginn í dag. Handknattleiksmaðurinn Agnar Smári Jónsson losnar úr einangrun í dag eftir að hafa smitast af Covid-19. „Þræleðlileg“ innslög hans úr einangruninni, í Seinni bylgjunni í gærkvöld, vöktu mikla kátínu. Agnar Smári hefur misst af síðustu leikjum Vals vegna smitsins og sást því ekki í klippunum sem sýndar voru í Seinni bylgjunni úr sigri Vals gegn Aftureldingu. Hann var engu að síður áberandi í þættinum því reglulega sendi þáttastjórnandinn Stefán Árni Pálsson boltann heim til Agnars Smára til að komast að því hvað hann væri að bardúsa á lokakafla einangrunarinnar. „Þetta er það heimskulegasta sem ég hef gert,“ sagði Agnar Smári í einu innslaginu, eftir að hafa gripið í rakvélina og farið í hársnyrtingu sem hann var á endanum ekkert sérstaklega stoltur af. Klippa: Seinni bylgjan - Agnar Smári í stuði í einangrun Agnar var einnig duglegur að taka dansspor, bæði í diskófötum og fáum fötum, skellti sér á þrekhjólið, skreytti svalirnar, og virtist skemmta sér hið besta þó að eflaust verði hann frelsinu feginn í dag. „Svo segir fólk að það sé leiðinlegt að lenda í sóttkví og einangrun…“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson, annar af sérfræðingum þáttarins í gær. „Reyndar hafði ég smá áhyggjur þegar hann tók rakvél og fór að raka á sér hausinn. Svo tekur hann bara varalitinn næst og hríðskotabyssuna. Bara búinn að missa vitið,“ sagði Jóhann hlæjandi en skemmtilega samantekt með innslögum Agnars má sjá hér að ofan. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla Seinni bylgjan Valur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Enski boltinn Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Sjá meira
Agnar Smári hefur misst af síðustu leikjum Vals vegna smitsins og sást því ekki í klippunum sem sýndar voru í Seinni bylgjunni úr sigri Vals gegn Aftureldingu. Hann var engu að síður áberandi í þættinum því reglulega sendi þáttastjórnandinn Stefán Árni Pálsson boltann heim til Agnars Smára til að komast að því hvað hann væri að bardúsa á lokakafla einangrunarinnar. „Þetta er það heimskulegasta sem ég hef gert,“ sagði Agnar Smári í einu innslaginu, eftir að hafa gripið í rakvélina og farið í hársnyrtingu sem hann var á endanum ekkert sérstaklega stoltur af. Klippa: Seinni bylgjan - Agnar Smári í stuði í einangrun Agnar var einnig duglegur að taka dansspor, bæði í diskófötum og fáum fötum, skellti sér á þrekhjólið, skreytti svalirnar, og virtist skemmta sér hið besta þó að eflaust verði hann frelsinu feginn í dag. „Svo segir fólk að það sé leiðinlegt að lenda í sóttkví og einangrun…“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson, annar af sérfræðingum þáttarins í gær. „Reyndar hafði ég smá áhyggjur þegar hann tók rakvél og fór að raka á sér hausinn. Svo tekur hann bara varalitinn næst og hríðskotabyssuna. Bara búinn að missa vitið,“ sagði Jóhann hlæjandi en skemmtilega samantekt með innslögum Agnars má sjá hér að ofan. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla Seinni bylgjan Valur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Enski boltinn Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik