Umfjöllun og viðtöl: Grótta - ÍBV 36-26| Grótta niðurlægði ÍBV Andri Már Eggertsson skrifar 28. nóvember 2021 18:39 Grótta vann sinn þriðja leik á tímabilinu Vísir/Hulda Margrét Grótta vann ótrúlegan sigur á ÍBV. Fyrri hálfleikur Gróttu var frábær á báðum endum vallarins. Grótta var tíu mörkum yfir í hálfleik og tókst ÍBV aldrei að gera leikinn spennandi í seinni hálfleik. Grótta vann að lokum tíu marka sigur 36-26. Það er erfitt að leggja fingurinn á það hvort Grótta hafi byrjað leikinn fullkomlega eða ÍBV átt sína lélegustu byrjun frá því Erlingur Richardsson tók við liðinu. Líklegast blanda af bæði. Þegar tæplega tíu mínútur voru liðnar af leiknum var Grótta 8-1 yfir. Sóknarleikur ÍBV var hörmulegur í alla staði. Þrátt fyrir að Einar Baldvin Baldvinsson, markmaður Gróttu, hafi átt stórleik og varið 11 skot í fyrri hálfleik gátu Eyjamenn aðeins sjálfum sér um kennt. Birgir Steinn Jónsson skoraði 10 mörk gegn ÍBVVísir/Hulda Margrét Rúnar Kárason, markahæsti leikmaður ÍBV, átti afleiddan leik. Rúnar var áberandi slakasti leikmaður ÍBV í leiknum. Rúnar endaði leikinn með 2 mörk úr 8 skotum. Einar Baldvin Baldvinsson, markmaður Gróttu, skoraði marki meira en Rúnar. Eftir ótrúlegan fyrri hálfleik var Grótta tíu mörkum yfir í hálfleik 20-10. ÍBV náði ágætis kafla í byrjun seinni hálfleiks þar sem Kári Kristján Kristjánsson skoraði þrjú mörk í röð. Brekkan var þó ansi brött fyrir Eyjamenn sem voru sjö mörkum undir. Heimamenn voru ekki lengi að svara með þremur mörkum í röð og voru aftur komnir tíu mörkum yfir. Um miðjan seinni hálfleik voru úrslit leiksins löngu ráðin og Eyjamenn einfaldlega að bíða eftir að leikurinn kláraðist. Grótta vann leikinn á endanum 36-26 og brutust út mikil fagnaðarlæti hjá heimamönnum sem fögnuðu góðum sigri með stæl. Af hverju vann Grótta? Grótta spilaði sinn langbesta leik á tímabilinu. Fyrri hálfleikur Gróttu var magnaður. ÍBV sem hafði skorað 30.6 mörk að meðaltali í leik fyrir daginn í dag, átti enginn svör við vel skipulögðum varnarleik Gróttu. Þrátt fyrir að vera tíu mörkum yfir í hálfleik hleypti Grótta Eyjamönnum aldrei inn í leikinn. Heldur héldu áfram að refsa áhugalausum Eyjamönnum. Hverjir stóðu upp úr? Skyttur Gróttu áttu frábæran leik. Birgir Steinn Jónsson var markahæstur í leiknum með tíu mörk. Ólafur Brim Stefánsson skoraði sjö mörk. Einar Baldvin Baldvinsson, markmaður Gróttu, átti stórleik. Einar Baldvin varði 16 bolta og voru það þó nokkur dauðafæri sem Einar varði. Einar Baldvin skoraði einnig 3 mörk. Hvað gekk illa? Rúnar Kárason átti sinn lélegasta leik á tímabilinu. Rúnar sá ekki til sólar í fyrri hálfleik og þurfti Erlingur að kippa honum út af. Rúnar endaði á að skora 2 mörk úr 8 skotum. Varnarleikur ÍBV var mjög slakur frá upphafi til enda. Það á ekki að vera hægt að vinna leik ef andstæðingurinn skorar 36 mörk. Hvað gerist næst? ÍBV fær HK í heimsókn laugardaginn 4. desember klukkan 16:00. Sunnudaginn 5. desember fer Grótta norður og mætir KA klukkan 18:00. Erlingur: Það klikkaði allt í okkar leik Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, var svekktur eftir leik.Vísir/Hulda Margrét Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, var hundfúll með tíu marka tap gegn Gróttu. „Grótta var sterkari aðilinn og átti sigurinn skilið,“ sagði Erlingur eftir leik. Eyjamenn byrjuðu leikinn afar illa og lentu sjö mörkum undir þegar tæplega tíu mínútur voru liðnar af leiknum. „Það klikkaði allt í okkar leik. Varnarleikurinn var slakur, sóknarleikurinn var slakur. Grótta fékk fullt af hraðaupphlaupum og spilaði Grótta leikinn virkilega vel.“ „Við höfum oft komið til baka eftir erfiðan fyrri hálfleik. Markmiðið okkar var að koma sér betur inn í leikinn í seinni hálfleik. Mér fannst við gera það ágætlega.“ Erlingur sagði að lokum að ÍBV þurfti að spila betur í næsta leik gegn HK, ætli ÍBV sér að vinna þann leik. Olís-deild karla Grótta ÍBV
Grótta vann ótrúlegan sigur á ÍBV. Fyrri hálfleikur Gróttu var frábær á báðum endum vallarins. Grótta var tíu mörkum yfir í hálfleik og tókst ÍBV aldrei að gera leikinn spennandi í seinni hálfleik. Grótta vann að lokum tíu marka sigur 36-26. Það er erfitt að leggja fingurinn á það hvort Grótta hafi byrjað leikinn fullkomlega eða ÍBV átt sína lélegustu byrjun frá því Erlingur Richardsson tók við liðinu. Líklegast blanda af bæði. Þegar tæplega tíu mínútur voru liðnar af leiknum var Grótta 8-1 yfir. Sóknarleikur ÍBV var hörmulegur í alla staði. Þrátt fyrir að Einar Baldvin Baldvinsson, markmaður Gróttu, hafi átt stórleik og varið 11 skot í fyrri hálfleik gátu Eyjamenn aðeins sjálfum sér um kennt. Birgir Steinn Jónsson skoraði 10 mörk gegn ÍBVVísir/Hulda Margrét Rúnar Kárason, markahæsti leikmaður ÍBV, átti afleiddan leik. Rúnar var áberandi slakasti leikmaður ÍBV í leiknum. Rúnar endaði leikinn með 2 mörk úr 8 skotum. Einar Baldvin Baldvinsson, markmaður Gróttu, skoraði marki meira en Rúnar. Eftir ótrúlegan fyrri hálfleik var Grótta tíu mörkum yfir í hálfleik 20-10. ÍBV náði ágætis kafla í byrjun seinni hálfleiks þar sem Kári Kristján Kristjánsson skoraði þrjú mörk í röð. Brekkan var þó ansi brött fyrir Eyjamenn sem voru sjö mörkum undir. Heimamenn voru ekki lengi að svara með þremur mörkum í röð og voru aftur komnir tíu mörkum yfir. Um miðjan seinni hálfleik voru úrslit leiksins löngu ráðin og Eyjamenn einfaldlega að bíða eftir að leikurinn kláraðist. Grótta vann leikinn á endanum 36-26 og brutust út mikil fagnaðarlæti hjá heimamönnum sem fögnuðu góðum sigri með stæl. Af hverju vann Grótta? Grótta spilaði sinn langbesta leik á tímabilinu. Fyrri hálfleikur Gróttu var magnaður. ÍBV sem hafði skorað 30.6 mörk að meðaltali í leik fyrir daginn í dag, átti enginn svör við vel skipulögðum varnarleik Gróttu. Þrátt fyrir að vera tíu mörkum yfir í hálfleik hleypti Grótta Eyjamönnum aldrei inn í leikinn. Heldur héldu áfram að refsa áhugalausum Eyjamönnum. Hverjir stóðu upp úr? Skyttur Gróttu áttu frábæran leik. Birgir Steinn Jónsson var markahæstur í leiknum með tíu mörk. Ólafur Brim Stefánsson skoraði sjö mörk. Einar Baldvin Baldvinsson, markmaður Gróttu, átti stórleik. Einar Baldvin varði 16 bolta og voru það þó nokkur dauðafæri sem Einar varði. Einar Baldvin skoraði einnig 3 mörk. Hvað gekk illa? Rúnar Kárason átti sinn lélegasta leik á tímabilinu. Rúnar sá ekki til sólar í fyrri hálfleik og þurfti Erlingur að kippa honum út af. Rúnar endaði á að skora 2 mörk úr 8 skotum. Varnarleikur ÍBV var mjög slakur frá upphafi til enda. Það á ekki að vera hægt að vinna leik ef andstæðingurinn skorar 36 mörk. Hvað gerist næst? ÍBV fær HK í heimsókn laugardaginn 4. desember klukkan 16:00. Sunnudaginn 5. desember fer Grótta norður og mætir KA klukkan 18:00. Erlingur: Það klikkaði allt í okkar leik Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, var svekktur eftir leik.Vísir/Hulda Margrét Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, var hundfúll með tíu marka tap gegn Gróttu. „Grótta var sterkari aðilinn og átti sigurinn skilið,“ sagði Erlingur eftir leik. Eyjamenn byrjuðu leikinn afar illa og lentu sjö mörkum undir þegar tæplega tíu mínútur voru liðnar af leiknum. „Það klikkaði allt í okkar leik. Varnarleikurinn var slakur, sóknarleikurinn var slakur. Grótta fékk fullt af hraðaupphlaupum og spilaði Grótta leikinn virkilega vel.“ „Við höfum oft komið til baka eftir erfiðan fyrri hálfleik. Markmiðið okkar var að koma sér betur inn í leikinn í seinni hálfleik. Mér fannst við gera það ágætlega.“ Erlingur sagði að lokum að ÍBV þurfti að spila betur í næsta leik gegn HK, ætli ÍBV sér að vinna þann leik.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik