Biðja hæstarétt að snúa ógildingu dóms yfir Bill Cosby við Árni Sæberg skrifar 29. nóvember 2021 23:28 Bill Cosby var látinn laus eftir tveggja ára fangelsisvist. Bastiaan Slabbers/Getty Images Saksóknarar í máli Bills Cosby hafa beðið Hæstarétt Bandaríkjanna að snúa ákvörðun Hæstaréttar Pennsylvaníu, um að ógilda fangelsisdóm yfir honum, við. Hæstiréttur Pennsylvaníu ógilti þriggja til tíu ára fangelsisdóm leikarans Bills Cosby í júní síðastliðnum. Hann hafði þá mátt dúsa í fangelsi í tvö ár. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu vegna tæknilegra atriða sem ekki töldust samræmast reglum dómstóla í ríkinu. Dómarinn í upprunalega dómsmálinu hafði veitt saksóknurum heimild til að kalla aðra meinta brotaþola til vitnaleiðsla eftir að kviðdómendur reyndust ekki geta komist að niðurstöðu í málinu. Hann hins vegar leyfði fimm ásakendum til viðbótar að bera vitni í málinu en þeir höfðu allir kynnst Cosby á níunda áratugi síðustu aldar. Hæstiréttur ríkisins taldi að vitnisburðir þeirra vitna hafi haft ólögmæt áhrif á kviðdómendur í málinu. Þá hafi samkomulag fyrrverandi saksóknara í ríkinu við Cosby um að hann ætlaði ekki að ákæra Cosby verið bindandi fyrir saksóknarann sem sótti málið. Ákvörðunin gefi hættulegt fordæmi Samkvæmt frétt AP er það seinni ógildingarástæðan sem saksóknar telja ranga. Eina sönnunargagnið um meint samkomulag saksóknarans Bruce Castors og Cosbys, sé fréttatilkynning þar sem hann hafi tilkynnt að ekki væru til staðar næg sönnunargögn til að sakfella Cosby. Saksóknarar telja verulegan vafa vera uppi um að samkomulag hafi yfir höfuð verið til staðar. Þá segja þeir það gefa hættulegt fordæmi að fréttatilkynning sé talin næg sönnun fyrir tilvist samkomulags um að meintur brotamaður njóti varanlegrar friðhelgi. Kevin Steele, saksóknari Montgomerysýslu, segir úrskurð Hæstaréttar Pennsylvaníu vera óverjanlega ákvörðun. Hún muni valda holskeflu áfrýjana í sakamálum, verði henni ekki hnekkt. „Ákvörðunin, verði henni leyft að standa, mun hafa víðtæk áhrif út fyrir Montgomerysýslu og Pennsylvaníu. Hæstiréttur Bandaríkjanna getur leiðrétt það sem við teljum alvarlegt óréttlæti,“ segir Steele. Talsmaður Cosbys segir Steele vera haldinn þráhyggju yfir máli leikarans og að markmið hans sé að þóknast „MeToo-skrýlnum“. Lögmenn leikarans hafa statt og stöðugt haldið því fram að mál hans hefði aldrei átt að koma fyrir dómstóla þar sem hann hafi hlotið friðhelgi með samkomulagi við fyrrverandi saksóknara. Að sögn AP tekur Hæstiréttur Bandaríkjanna einungis eitt prósent þeirra mála sem hann er beðinn um skoða til meðferðar. Því sé það Steele borin von að fá málið tekið upp á æðsta dómstigi. Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Mál Bill Cosby Hollywood Mest lesið Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Sánan í Vesturbæ rifin Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Fleiri fréttir Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Sjá meira
Hæstiréttur Pennsylvaníu ógilti þriggja til tíu ára fangelsisdóm leikarans Bills Cosby í júní síðastliðnum. Hann hafði þá mátt dúsa í fangelsi í tvö ár. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu vegna tæknilegra atriða sem ekki töldust samræmast reglum dómstóla í ríkinu. Dómarinn í upprunalega dómsmálinu hafði veitt saksóknurum heimild til að kalla aðra meinta brotaþola til vitnaleiðsla eftir að kviðdómendur reyndust ekki geta komist að niðurstöðu í málinu. Hann hins vegar leyfði fimm ásakendum til viðbótar að bera vitni í málinu en þeir höfðu allir kynnst Cosby á níunda áratugi síðustu aldar. Hæstiréttur ríkisins taldi að vitnisburðir þeirra vitna hafi haft ólögmæt áhrif á kviðdómendur í málinu. Þá hafi samkomulag fyrrverandi saksóknara í ríkinu við Cosby um að hann ætlaði ekki að ákæra Cosby verið bindandi fyrir saksóknarann sem sótti málið. Ákvörðunin gefi hættulegt fordæmi Samkvæmt frétt AP er það seinni ógildingarástæðan sem saksóknar telja ranga. Eina sönnunargagnið um meint samkomulag saksóknarans Bruce Castors og Cosbys, sé fréttatilkynning þar sem hann hafi tilkynnt að ekki væru til staðar næg sönnunargögn til að sakfella Cosby. Saksóknarar telja verulegan vafa vera uppi um að samkomulag hafi yfir höfuð verið til staðar. Þá segja þeir það gefa hættulegt fordæmi að fréttatilkynning sé talin næg sönnun fyrir tilvist samkomulags um að meintur brotamaður njóti varanlegrar friðhelgi. Kevin Steele, saksóknari Montgomerysýslu, segir úrskurð Hæstaréttar Pennsylvaníu vera óverjanlega ákvörðun. Hún muni valda holskeflu áfrýjana í sakamálum, verði henni ekki hnekkt. „Ákvörðunin, verði henni leyft að standa, mun hafa víðtæk áhrif út fyrir Montgomerysýslu og Pennsylvaníu. Hæstiréttur Bandaríkjanna getur leiðrétt það sem við teljum alvarlegt óréttlæti,“ segir Steele. Talsmaður Cosbys segir Steele vera haldinn þráhyggju yfir máli leikarans og að markmið hans sé að þóknast „MeToo-skrýlnum“. Lögmenn leikarans hafa statt og stöðugt haldið því fram að mál hans hefði aldrei átt að koma fyrir dómstóla þar sem hann hafi hlotið friðhelgi með samkomulagi við fyrrverandi saksóknara. Að sögn AP tekur Hæstiréttur Bandaríkjanna einungis eitt prósent þeirra mála sem hann er beðinn um skoða til meðferðar. Því sé það Steele borin von að fá málið tekið upp á æðsta dómstigi.
Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Mál Bill Cosby Hollywood Mest lesið Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Sánan í Vesturbæ rifin Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Fleiri fréttir Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Sjá meira