Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Tindastóll 93-84 | Keflvíkingar lyftu sér á toppinn á ný Atli Arason skrifar 10. desember 2021 23:57 vísir/bára Keflvíkingar unnu mikilvægan níu stiga sigur er liðið tók á móti Tindastól í toppbaráttuslag Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 93-84, en sigurinn lyftir Keflvíkingum í efsta sæti deildarinnar á ný. Það var nánast bara eitt lið á parketinu í fyrsta leikhluta. Keflvíkingar byrjuðu leikinn af fítonskrafti en þegar leikhlutinn var hálfnaður þá voru heimamenn strax komnir í 12 stiga forystu, 14-2. Heimamenn byggðu ofan á forystu sína sem varð mest í 19 stigum undir lok leikhlutans í stöðunni 29-10. Sigurður Gunnar, leikmaður Tindastóls, gerði síðustu körfu fyrsta leikhluta sem heimamenn unnu 29-12. Heimamenn tóku alls 23 fráköst gegn 5 frá gestunum í fyrsta leikhluta, þar af 10 sóknarfráköst. Gestirnir komu betur gíraðir inn í annan leikhluta en þegar tvær mínútur voru liðnar voru þeir búnir að minnka muninn niður í tólf stig, með 11 stigum gegn 2 frá Keflavík, 31-23. Eftir það sveiflaðist munurinn á milli 13 og 8 stiga fyrir heimamenn en Stólarnir unnu annan fjórðung með fjórum stigum, 22-26. Hálfleikstölur, 51-38. Leikurinn var fremur jafn í upphafi þriðja leikhluta þar sem liðin skiptast á að setja stig á töfluna. Um miðbik leikhlutans taka Keflvíkingar þó aftur yfir en þegar rúmar fimm mínútur lifðu eftir af leikhlutanum þá kemur Dominykas Milka heimamönnum 18 stigum yfir og síðustu fimm mínúturnar skiptast liðin á að skora. Mestur varð munurinn á milli liðanna í þessum leik í 22 stigum, 71-49, en þriðja leikhluta lýkur þó með 18 stiga mun, 75-57. Fjórði leikhluti var jafn framan af, Pétur Rúnar gerir fyrstu tvö stig leikhlutans til að minnka muninn niður í 16 stig, munurinn á milli liðanna sveiflast þá á milli 16 til 19 stiga þangað til að leikhlutinn er hálfnaður. Þá verður ákveðin vendipunktur á leiknum en þegar fimm mínútur eru eftir af leiknum þá grípur David Okeke, leikmaður Keflavíkur, frákast eftir skot frá Thomas Kalemba-Massamba en við það fellur hann í jörðina og leikurinn er stöðvaður. Okeke fær aðhlynningu og er borinn af velli og snemma var ljóst þetta væru sennilega alvarleg meiðsli. Okeke var fram af þessu búinn að gera 13 stig og taka 17 fráköst. Þetta virtist slá Keflvíkinga eitthvað út af laginu og Stólarnir riðu á vaðið. Síðustu fimm mínúturnar gerðu gestirnir 18 gegn einungis 9 frá Keflavík og náðu að brúa bilið töluvert, en ekki nóg. Lokatölur, 93-84. Af hverju vann Keflavík? Keflavík vann frákasta baráttuna, 55-34. Fyrst og fremst var það þó frábær fyrsti leikhluti hjá heimamönnum sem líklega skilaði þessu en þá bjuggu þeir til forskot sem Tindastóll náði aldrei að brúa en Keflavík leiddi leikinn frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Hverjir stóðu upp úr? Calvin Burks var stigahæstur með 22 stig, 3 fráköst og 4 stoðsendingar sem gera alls 21 framlagspunkt. Dominykas Milka var þó með flest framlagsstig allra á leikvellinum í kvöld, 25. Milka gerði 18 stig, 16 fráköst og 3 stoðsendingar. Hjá Tindastól var Sigtryggur Arnar stiga- og framlagshæstur. 24 stig, 7 fráköst og 3 stoðsendingar sem gera 19 framlagspunkta. Sigtryggur Arnar gerði 10 stig í lokaleikhlutanum. Hvað gerist næst? Keflavík spilar strax aftur á mánudaginn gegn Haukum í bikarkeppninni áður en þeir fara í heimsókn til Grindavíkur í næsta deildarleik, föstudaginn 17. desember. Tindastóll á næst leik gegn Íslandsmeisturum Þór frá Þorlákshöfn á heimavelli, fimmtudaginn 16. desember. „Þetta var flottur sigur en talsverð fórn“ Helgi Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur.Vísir/Bára Dröfn Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, var ánægður með sigurinn en meiðsli Okeke í leiknum skyggja á gleðina hjá Keflvíkingum. „Flottur sigur, flottur kraftur og mjög vel gert. Það var samt ekkert rosalega gaman að sjá stóra kallinn minn detta í gólfið og væntanlega einhver meiðsli í hásin. Það er mjög dapurt og leiðinlegt,“ sagði Hjalti í viðtali við Stöð 2 Sport eftir leik. Líklegast þykir að Okeke hafi slitið hásin samkvæmt Hjalta. „Þetta var flottur sigur en talsverð fórn fyrir þetta.“ Hjalti segir að fókus Keflvíkinga sé að byrja báða hálfleikja af miklum krafti. „Við leggjum mikla áherslu á að byrja leikina sterkt og byrja síðari hálfleikinn sterkt. Við höfum yfirleitt náð að byrja seinni hálfleikinn sterkt en byrjun okkar á leikjunum sjálfum hefur verið upp og ofan.“ „Við byrjum þennan leik af þvílíkum krafti og svo aftur í seinni hálfleik þá byrjum við af miklum krafti. Svo fannst mér botninn detta úr þessu hjá okkur þegar Okeke fer í gólfið. Menn fóru að spá of mikið í honum, hvað væri að gerast. Þá náðu Stólarnir að saxa þetta niður. Mér fannst þá fókusinn fara úr leiknum. Að öðru leyti er þetta lang besti leikurinn okkar í vetur, bæði í sókn og vörn og við viljum bara byggja ofan á þetta.“ Næsti leikur Keflavíkur er gegn Haukum í bikarkeppninni. Keflvíkingar verða án Okeke en ætla sér að fara áfram í undanúrslitin. „Við byrjum bara strax að setja fókus á Hauka. Það er bara á mánudaginn og það er mikilvægur leikur. Við ætlum okkur áfram í bikarnum og gerum okkar allra besta til að komast áfram,“ sagði Hjalti Þór Vilhjálmsson. „Fyrsti leikhluti býr til holu“ Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastólsvísir/bára Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, var svekktur með úrslitin en hann telur að liðið hafi byrjað of illa í kvöld. „Þetta var bara erfitt. Fyrsti leikhluti býr til holu en við mætum allt of 'soft' til leiks. Við gerum svo vel að auka ákafann og gera það sem við erum góðir í. Við gerum það vel seinni partinn af 30 mínútunum. Til þess að vinna hér þá þarftu að mæta í leikinn frá byrjun, það þýðir ekki að byrja fyrsta leikhluta ekki til staðar,“ sagði Baldur í viðtali við Stöð 2 Sport eftir leik. „þessi sóknarfráköst þeirra gera okkur erfitt fyrir. Við náðum á stórum stundum að loka fyrir það en við vorum ekki alveg þarna í dag.“ Keflavík tók 55 fráköst gegn 34 hjá Stólum og það vegur þungt þegar uppi er staðið. „Þeir eru með stóra stráka sem áttu yfirhöndina í dag á stórum köflum. Það er bara stundum þannig. Við þurfum bara að gera betur, ef við ætlum að eiga við þetta þá þurfa allir fimm að vera á tánum. Stundum gengur það en stundum ekki,“ sagði Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls að endingu. Subway-deild karla Keflavík ÍF Tindastóll
Keflvíkingar unnu mikilvægan níu stiga sigur er liðið tók á móti Tindastól í toppbaráttuslag Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 93-84, en sigurinn lyftir Keflvíkingum í efsta sæti deildarinnar á ný. Það var nánast bara eitt lið á parketinu í fyrsta leikhluta. Keflvíkingar byrjuðu leikinn af fítonskrafti en þegar leikhlutinn var hálfnaður þá voru heimamenn strax komnir í 12 stiga forystu, 14-2. Heimamenn byggðu ofan á forystu sína sem varð mest í 19 stigum undir lok leikhlutans í stöðunni 29-10. Sigurður Gunnar, leikmaður Tindastóls, gerði síðustu körfu fyrsta leikhluta sem heimamenn unnu 29-12. Heimamenn tóku alls 23 fráköst gegn 5 frá gestunum í fyrsta leikhluta, þar af 10 sóknarfráköst. Gestirnir komu betur gíraðir inn í annan leikhluta en þegar tvær mínútur voru liðnar voru þeir búnir að minnka muninn niður í tólf stig, með 11 stigum gegn 2 frá Keflavík, 31-23. Eftir það sveiflaðist munurinn á milli 13 og 8 stiga fyrir heimamenn en Stólarnir unnu annan fjórðung með fjórum stigum, 22-26. Hálfleikstölur, 51-38. Leikurinn var fremur jafn í upphafi þriðja leikhluta þar sem liðin skiptast á að setja stig á töfluna. Um miðbik leikhlutans taka Keflvíkingar þó aftur yfir en þegar rúmar fimm mínútur lifðu eftir af leikhlutanum þá kemur Dominykas Milka heimamönnum 18 stigum yfir og síðustu fimm mínúturnar skiptast liðin á að skora. Mestur varð munurinn á milli liðanna í þessum leik í 22 stigum, 71-49, en þriðja leikhluta lýkur þó með 18 stiga mun, 75-57. Fjórði leikhluti var jafn framan af, Pétur Rúnar gerir fyrstu tvö stig leikhlutans til að minnka muninn niður í 16 stig, munurinn á milli liðanna sveiflast þá á milli 16 til 19 stiga þangað til að leikhlutinn er hálfnaður. Þá verður ákveðin vendipunktur á leiknum en þegar fimm mínútur eru eftir af leiknum þá grípur David Okeke, leikmaður Keflavíkur, frákast eftir skot frá Thomas Kalemba-Massamba en við það fellur hann í jörðina og leikurinn er stöðvaður. Okeke fær aðhlynningu og er borinn af velli og snemma var ljóst þetta væru sennilega alvarleg meiðsli. Okeke var fram af þessu búinn að gera 13 stig og taka 17 fráköst. Þetta virtist slá Keflvíkinga eitthvað út af laginu og Stólarnir riðu á vaðið. Síðustu fimm mínúturnar gerðu gestirnir 18 gegn einungis 9 frá Keflavík og náðu að brúa bilið töluvert, en ekki nóg. Lokatölur, 93-84. Af hverju vann Keflavík? Keflavík vann frákasta baráttuna, 55-34. Fyrst og fremst var það þó frábær fyrsti leikhluti hjá heimamönnum sem líklega skilaði þessu en þá bjuggu þeir til forskot sem Tindastóll náði aldrei að brúa en Keflavík leiddi leikinn frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Hverjir stóðu upp úr? Calvin Burks var stigahæstur með 22 stig, 3 fráköst og 4 stoðsendingar sem gera alls 21 framlagspunkt. Dominykas Milka var þó með flest framlagsstig allra á leikvellinum í kvöld, 25. Milka gerði 18 stig, 16 fráköst og 3 stoðsendingar. Hjá Tindastól var Sigtryggur Arnar stiga- og framlagshæstur. 24 stig, 7 fráköst og 3 stoðsendingar sem gera 19 framlagspunkta. Sigtryggur Arnar gerði 10 stig í lokaleikhlutanum. Hvað gerist næst? Keflavík spilar strax aftur á mánudaginn gegn Haukum í bikarkeppninni áður en þeir fara í heimsókn til Grindavíkur í næsta deildarleik, föstudaginn 17. desember. Tindastóll á næst leik gegn Íslandsmeisturum Þór frá Þorlákshöfn á heimavelli, fimmtudaginn 16. desember. „Þetta var flottur sigur en talsverð fórn“ Helgi Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur.Vísir/Bára Dröfn Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, var ánægður með sigurinn en meiðsli Okeke í leiknum skyggja á gleðina hjá Keflvíkingum. „Flottur sigur, flottur kraftur og mjög vel gert. Það var samt ekkert rosalega gaman að sjá stóra kallinn minn detta í gólfið og væntanlega einhver meiðsli í hásin. Það er mjög dapurt og leiðinlegt,“ sagði Hjalti í viðtali við Stöð 2 Sport eftir leik. Líklegast þykir að Okeke hafi slitið hásin samkvæmt Hjalta. „Þetta var flottur sigur en talsverð fórn fyrir þetta.“ Hjalti segir að fókus Keflvíkinga sé að byrja báða hálfleikja af miklum krafti. „Við leggjum mikla áherslu á að byrja leikina sterkt og byrja síðari hálfleikinn sterkt. Við höfum yfirleitt náð að byrja seinni hálfleikinn sterkt en byrjun okkar á leikjunum sjálfum hefur verið upp og ofan.“ „Við byrjum þennan leik af þvílíkum krafti og svo aftur í seinni hálfleik þá byrjum við af miklum krafti. Svo fannst mér botninn detta úr þessu hjá okkur þegar Okeke fer í gólfið. Menn fóru að spá of mikið í honum, hvað væri að gerast. Þá náðu Stólarnir að saxa þetta niður. Mér fannst þá fókusinn fara úr leiknum. Að öðru leyti er þetta lang besti leikurinn okkar í vetur, bæði í sókn og vörn og við viljum bara byggja ofan á þetta.“ Næsti leikur Keflavíkur er gegn Haukum í bikarkeppninni. Keflvíkingar verða án Okeke en ætla sér að fara áfram í undanúrslitin. „Við byrjum bara strax að setja fókus á Hauka. Það er bara á mánudaginn og það er mikilvægur leikur. Við ætlum okkur áfram í bikarnum og gerum okkar allra besta til að komast áfram,“ sagði Hjalti Þór Vilhjálmsson. „Fyrsti leikhluti býr til holu“ Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastólsvísir/bára Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, var svekktur með úrslitin en hann telur að liðið hafi byrjað of illa í kvöld. „Þetta var bara erfitt. Fyrsti leikhluti býr til holu en við mætum allt of 'soft' til leiks. Við gerum svo vel að auka ákafann og gera það sem við erum góðir í. Við gerum það vel seinni partinn af 30 mínútunum. Til þess að vinna hér þá þarftu að mæta í leikinn frá byrjun, það þýðir ekki að byrja fyrsta leikhluta ekki til staðar,“ sagði Baldur í viðtali við Stöð 2 Sport eftir leik. „þessi sóknarfráköst þeirra gera okkur erfitt fyrir. Við náðum á stórum stundum að loka fyrir það en við vorum ekki alveg þarna í dag.“ Keflavík tók 55 fráköst gegn 34 hjá Stólum og það vegur þungt þegar uppi er staðið. „Þeir eru með stóra stráka sem áttu yfirhöndina í dag á stórum köflum. Það er bara stundum þannig. Við þurfum bara að gera betur, ef við ætlum að eiga við þetta þá þurfa allir fimm að vera á tánum. Stundum gengur það en stundum ekki,“ sagði Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls að endingu.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti