Segir Covid-færslu LeBron James flekka mannorð hans Sindri Sverrisson skrifar 29. desember 2021 15:31 Kareem Abdul-Jabbar og LeBron James eiga gott pláss í sögubókum NBA-deildarinnar í körfubolta. Samsett/Getty LeBron James hefur verið harðlega gagnrýndur af annarri körfuboltagoðsögn, Kareem Abdul-Jabbar, eftir færslu tengda kórónuveirufaraldrinum sem James setti inn á Instagram. James birti þekkta „meme-mynd“ af þremur Köngulóarmönnum sem benda hver á annan, og skrifaði „kvef“ við einn þeirra, „flensa“ við annan og „Covid“ við þann þriðja, og bað fólk um að hjálpa sér. View this post on Instagram A post shared by (@kingjames) James virtist þannig orðinn þreyttur á aðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins sem haft hafa til að mynda mikil áhrif á NBA-deildina sem hann spilar í, þrátt fyrir að flestir leikmenn sem undanfarið greinast með veiruna hafi samkvæmt fréttum verið einkennalausir eða fundið fyrir litlum einkennum. Abdul-Jabbar er á meðal þeirra sem finnst James með þessu gera of lítið úr Covid-19 sem Sports Illustrated segir hafa dregið 800.000 Bandaríkjamenn til dauða. Abdul-Jabbar segir að til að svara vangaveltum James þá sé það afskaplega sjaldgæft sé að fólk deyi úr kvefi og dánartíðni vegna flensu sé mun lægri en vegna Covid-19. Þurfi að vera eins kraftmikill talsmaður bólusetninga James er sjálfur bólusettur gegn veirunni en Abdul-Jabbar óttast að færsla hans leiði til þess að færri fari í bólusetningu en ella. Abdul-Jabbar gekk svo langt að segja færslu James „dælda verðuga arfleifð hans“. James hafi með færslunni gefið í skyn að enginn munur sé á kvefi og Covid-19, þrátt fyrir allar þær upplýsingar um annað sem birst hafi í fjölmiðlum. Abdul-Jabbar benti á gögn frá Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna sem segja að óbólusettir séu fimm sinnum líklegri til að enda á sjúkrahúsi vegna Covid-19, og fjórtán sinnum líklegri til að deyja en bólusettir sjúklingar. „Á sama tíma og LeBron er nauðsynleg og kraftmikil gagnrýnisrödd gegn lögregluofbeldi í garð svarts fólks, þá þarf hann að vera sami nauðsynlegi og kraftmikli talsmaður bólusetninga, sem gætu bjargað lífi þúsunda svartra núna strax,“ skrifaði Abdul-Jabbar. NBA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Sport Fleiri fréttir Maté hættir með Hauka Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Jón Axel frábær í sigri toppliðsins „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Sjá meira
James birti þekkta „meme-mynd“ af þremur Köngulóarmönnum sem benda hver á annan, og skrifaði „kvef“ við einn þeirra, „flensa“ við annan og „Covid“ við þann þriðja, og bað fólk um að hjálpa sér. View this post on Instagram A post shared by (@kingjames) James virtist þannig orðinn þreyttur á aðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins sem haft hafa til að mynda mikil áhrif á NBA-deildina sem hann spilar í, þrátt fyrir að flestir leikmenn sem undanfarið greinast með veiruna hafi samkvæmt fréttum verið einkennalausir eða fundið fyrir litlum einkennum. Abdul-Jabbar er á meðal þeirra sem finnst James með þessu gera of lítið úr Covid-19 sem Sports Illustrated segir hafa dregið 800.000 Bandaríkjamenn til dauða. Abdul-Jabbar segir að til að svara vangaveltum James þá sé það afskaplega sjaldgæft sé að fólk deyi úr kvefi og dánartíðni vegna flensu sé mun lægri en vegna Covid-19. Þurfi að vera eins kraftmikill talsmaður bólusetninga James er sjálfur bólusettur gegn veirunni en Abdul-Jabbar óttast að færsla hans leiði til þess að færri fari í bólusetningu en ella. Abdul-Jabbar gekk svo langt að segja færslu James „dælda verðuga arfleifð hans“. James hafi með færslunni gefið í skyn að enginn munur sé á kvefi og Covid-19, þrátt fyrir allar þær upplýsingar um annað sem birst hafi í fjölmiðlum. Abdul-Jabbar benti á gögn frá Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna sem segja að óbólusettir séu fimm sinnum líklegri til að enda á sjúkrahúsi vegna Covid-19, og fjórtán sinnum líklegri til að deyja en bólusettir sjúklingar. „Á sama tíma og LeBron er nauðsynleg og kraftmikil gagnrýnisrödd gegn lögregluofbeldi í garð svarts fólks, þá þarf hann að vera sami nauðsynlegi og kraftmikli talsmaður bólusetninga, sem gætu bjargað lífi þúsunda svartra núna strax,“ skrifaði Abdul-Jabbar.
NBA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Sport Fleiri fréttir Maté hættir með Hauka Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Jón Axel frábær í sigri toppliðsins „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Sjá meira