Sjúklingar sendir heim af Vogi vegna hópsmits Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 6. janúar 2022 19:53 Yfirlæknir á Vogi segir að sóttvarnir hafi verið í hávegum hafðar síðustu daga og allir sjúklingar fara í PCR próf degi fyrir innlögn á Vog. Smit gæti því hafa komið frá starfsmanni en smitrakning liggur ekki fyrir. Yfirlæknir segir líklegt að smit hafi borist úr mismunandi áttum. Vísir/Sigurjón Sex sjúklingar og fjórir starfsmenn á sjúkrahúsinu Vogi greindust smitaðir af kórónuveirunni í hraðprófi í dag. Sjúklingarnir hafa verið sendir heim í sóttkví og yfirlæknir gerir ráð fyrir því að starfsemi á Vogi leggist niður á næstu dögum. Enn eru einhverjir eftir á sjúkrahúsinu en rúmlega tuttugu manns hafa verið sendir heim í sóttkví. Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, segir í samtali við fréttastofu að staðan sé bagaleg. Sjúklingar og starfsmenn tóku hraðpróf í dag en niðurstöður úr PCR prófum liggja væntanlega fyrir í kvöld eða á morgun. „Það eru ekki allir farnir heim en allir þeir sem gátu farið heim fóru heim, af því að allir þurfa að fara í sóttkví. Þannig að við setjum meðferðina á bið í einhverja daga og tökum svo upp þráðinn,“ segir Valgerður og bætir við að staðan sé slæm í ljósi eðlis starfseminnar. Einhverjir sjúklinga hafa verið sendir heim með afvötnunarlyf en Valgerður segir að það hafi verið í undantekningartilvikum: „Það var bara gert með varkárni, við myndum ekki senda neinn heim í hættu,“ segir Valgerður og bætir við að sjúklingar og starfsmenn hafi almennt tekið fréttunum vel. Vonir séu bundnar við að hægt verði að halda starfseminni áfram gangandi. „Það er ekkert gott við þetta, en allir sem eru að koma til okkar þeir eru að koma einhvers staðar frá og eru búinir að vera oft í mikilli neyslu lengi. En við þurfum bara að fresta afeitrun og fresta meðferð, eins skítt og það er,“ segir Valgerður. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Enn eru einhverjir eftir á sjúkrahúsinu en rúmlega tuttugu manns hafa verið sendir heim í sóttkví. Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, segir í samtali við fréttastofu að staðan sé bagaleg. Sjúklingar og starfsmenn tóku hraðpróf í dag en niðurstöður úr PCR prófum liggja væntanlega fyrir í kvöld eða á morgun. „Það eru ekki allir farnir heim en allir þeir sem gátu farið heim fóru heim, af því að allir þurfa að fara í sóttkví. Þannig að við setjum meðferðina á bið í einhverja daga og tökum svo upp þráðinn,“ segir Valgerður og bætir við að staðan sé slæm í ljósi eðlis starfseminnar. Einhverjir sjúklinga hafa verið sendir heim með afvötnunarlyf en Valgerður segir að það hafi verið í undantekningartilvikum: „Það var bara gert með varkárni, við myndum ekki senda neinn heim í hættu,“ segir Valgerður og bætir við að sjúklingar og starfsmenn hafi almennt tekið fréttunum vel. Vonir séu bundnar við að hægt verði að halda starfseminni áfram gangandi. „Það er ekkert gott við þetta, en allir sem eru að koma til okkar þeir eru að koma einhvers staðar frá og eru búinir að vera oft í mikilli neyslu lengi. En við þurfum bara að fresta afeitrun og fresta meðferð, eins skítt og það er,“ segir Valgerður.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira