Ríkinu sennilega heimilt að setja á bólusetningarskyldu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 16. janúar 2022 11:42 Margrét Einarsdóttir, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Vísir/skjáskot Prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík telur að ríkinu sé sennilega heimilt að setja á bólusetningarskyldu. Mannréttindasómstóllinn hafi kveðið á um að ríki hafi mikið svigrúm til þess að vernda líf og heilsu manna. Mörg ríki Evrópu hafa tekið upp óbeina bólusetningarskyldu í einu eða öðru formi. Margrét Einarsdóttir, prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík segir að ríki hafi jákvæðar skyldur til þess að standa vörð um líf og heilsu almennings. „Það er þannig í Tékklandi að þar eru skyldubólusetningar á bönum vegna níu smitsjúkdóma. Ef að foreldrar láta ekki bólusetja börn sín þá eru þau sektuð og eins þá er börnunum synjað um aðgana að leikskólum.“ Foreldrar sem voru ósáttir við þetta leituðu réttar síns og fór málið til Mannréttindadómstóls Evrópu sem komst að þeirri niðurstöðu að stjórnvöldum í Tékklandi væri þetta heimilt. Margrét segir dóminn hafa ríkt fordæmisgildi. „Ríkjum er heimilt að grípa til takmarkanna á friðhelgi einkalífs ef að það er nauðsynlegt til þess að vernda heilsu almennings og almannaheill. Þessi dómur hefur ríkt fordæmisgildi þannig að það má leiða af því líkum að hann ætti einnig við um Covid-19.“ Ef íslenska ríkið myndi segja á morgun að nú væru allir skyldugir til þess að láta bólusetja sig að viðlögum sektum, þá myndi það sennilega standast? „Það myndi sennilega standast og ég tek það fram að ég er ekki að leggja til að íslenska ríkið fari þá leið en já miðað við þennan dóm og aðra dóma þá hafa aðildarríkin mjög ríkt svigrúm til mats á því hvaða leiðir þau velja að fara til þess að vernda líf og heilsu almennings.“ Margrét skiptist á skoðunum við Hönnu Katrínu Friðriksson alþingismann um rétt ríkisins til að skylda borgarana til að undirgangast bólusetningu í faraldrinum í Sprengisandi í morgun. Hér í spilaranum að ofan má hlusta á umræður þeirra. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tékkland Sprengisandur Bylgjan Bólusetningar Tengdar fréttir Bólusetningarskylda, borgarmál og hagkerfið í Sprengisandi Farið verður um víðan völl í Sprengisandi. Margrét Einarsdóttir sem er prófessor við Lagadeild Háskólans í Reykjavík ætlar að skiptast á skoðunum við Hönnu Katrínu Friðriksson alþingismann um rétt ríkisins til að skylda borgarana til að undirgangast bólusetningu í faraldri. 16. janúar 2022 10:13 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Sjá meira
Mörg ríki Evrópu hafa tekið upp óbeina bólusetningarskyldu í einu eða öðru formi. Margrét Einarsdóttir, prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík segir að ríki hafi jákvæðar skyldur til þess að standa vörð um líf og heilsu almennings. „Það er þannig í Tékklandi að þar eru skyldubólusetningar á bönum vegna níu smitsjúkdóma. Ef að foreldrar láta ekki bólusetja börn sín þá eru þau sektuð og eins þá er börnunum synjað um aðgana að leikskólum.“ Foreldrar sem voru ósáttir við þetta leituðu réttar síns og fór málið til Mannréttindadómstóls Evrópu sem komst að þeirri niðurstöðu að stjórnvöldum í Tékklandi væri þetta heimilt. Margrét segir dóminn hafa ríkt fordæmisgildi. „Ríkjum er heimilt að grípa til takmarkanna á friðhelgi einkalífs ef að það er nauðsynlegt til þess að vernda heilsu almennings og almannaheill. Þessi dómur hefur ríkt fordæmisgildi þannig að það má leiða af því líkum að hann ætti einnig við um Covid-19.“ Ef íslenska ríkið myndi segja á morgun að nú væru allir skyldugir til þess að láta bólusetja sig að viðlögum sektum, þá myndi það sennilega standast? „Það myndi sennilega standast og ég tek það fram að ég er ekki að leggja til að íslenska ríkið fari þá leið en já miðað við þennan dóm og aðra dóma þá hafa aðildarríkin mjög ríkt svigrúm til mats á því hvaða leiðir þau velja að fara til þess að vernda líf og heilsu almennings.“ Margrét skiptist á skoðunum við Hönnu Katrínu Friðriksson alþingismann um rétt ríkisins til að skylda borgarana til að undirgangast bólusetningu í faraldrinum í Sprengisandi í morgun. Hér í spilaranum að ofan má hlusta á umræður þeirra.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tékkland Sprengisandur Bylgjan Bólusetningar Tengdar fréttir Bólusetningarskylda, borgarmál og hagkerfið í Sprengisandi Farið verður um víðan völl í Sprengisandi. Margrét Einarsdóttir sem er prófessor við Lagadeild Háskólans í Reykjavík ætlar að skiptast á skoðunum við Hönnu Katrínu Friðriksson alþingismann um rétt ríkisins til að skylda borgarana til að undirgangast bólusetningu í faraldri. 16. janúar 2022 10:13 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Sjá meira
Bólusetningarskylda, borgarmál og hagkerfið í Sprengisandi Farið verður um víðan völl í Sprengisandi. Margrét Einarsdóttir sem er prófessor við Lagadeild Háskólans í Reykjavík ætlar að skiptast á skoðunum við Hönnu Katrínu Friðriksson alþingismann um rétt ríkisins til að skylda borgarana til að undirgangast bólusetningu í faraldri. 16. janúar 2022 10:13